Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/75

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

71

31. Svedjur stínga, skeytin skjalla, skolast híngad dreyra elfur, brennan þvíngar Odins alla, umgirdíngin jardar skélfur.

32. Helja ógøfug heimtir recka, hennar krøfum mangi fagnar, í andkøfum daudann drecka, af dreyra høfum fallnir bragnar.

33. Ørvar hellast, ógnir hrella, idur vella raudlitadar, sverdin skélla fólk og fella, feigd um velli køstum radar.

34. Skatna tryllist skap óveila, skjómar snilli og ró þó spilli, reykur ílli hafid heila, himins milli og jardar fyllir.

35. I helbláum Blindar logum, blódugir náir manna stikna, skolast fá ad víga vogum, vøllurinn má um sídir kikna.

36. En þar sem slagur eydir ýtum, andlits fagur í réttan tíma, kémur Dagur á hesti hvítum; hédan vagar blódfull Gríma.

37. Sólin gyllir, sveipud rósum, sæl med snilli jardar móinn; heimur fyllist himna ljósum, húmid villist nidur í sjóinn.

38. Enn þó viltu, sjálig Sunna! salinn stiltan vinda mála, og yfir trylta blódsins brunna, blessud gyltum ljóma strjála?

39. Asýnd þína umvef skýum, ei hún skíni á þessum degi, svo lík ófrýn í dreyra dýum, dyljast sýnum allra megi.