Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/77

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

73

49. Eik med þjósti efldur seggur, ærid lánga af stofni brýtur, fyrir brjóst á Leó leggur, linast stránga kémpan hlýtur.

50. Iduna sér hann út á hendir, undir sveimar strauma veginn; í kafinu er hann, uns ad lendir, afreks beimur hinumegin.

51. Hérnæst snéri heim á vega, hetju maki fjærri ótta, en ecki fer hann ærilega, eins og hrakinn væri á flótta.

52. Eins og svángur úlfur sleginn, einn er sauda haga smaug um, seint og lángan lappar veginn, og lygnir dauda - bólgnum augum.

53. Leó þannig fótinn frána, flytja vann um elfu-backa; Númi bannar yfir ána, ad elta manninn lyndis fracka.

54. Undir hvíta hjúpi dagsins, hvíldar nýtur Róma þjódin; Númi lítur á leifar slagsins, ljót þar spýtast dreyra flódin.

55. Hesta og manna limir liggja, líkt sem hrannir blóds vid díki; hvør á annars hlýtur byggja, hnígin granni køldu líki.

56. Storkid blód á stíflum búka, stillir þjód, sem heldur lífi; heit nam móda í himin rjúka, hátt frá sódalegu kífi.

57. Þeir valføllnu blóds hjá bíngjum, bísnum øllum fram úr skara, eins og fjøll í ógna dýngjum, orustu vøllinn klæddu bara.

(4)