Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/8

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Lítill Formáli.


A seinna og upplýstara tímabili hefur Rímnasmídi ockar Islendínga mætt þeirri óheppni, ad vera litils metid af fródum mønnum, sem þó hafa haft sanna skynsemi rétt ad meta svo vel framandi sem innlend Skálda-mál. Máske orsøkin til þessa sé sú, ad Rímna skáldin ecki hafi, med upplýsingu þjódar vorrar tekid tilbærilegum og eptirvæntum framførum í ment sinni, svo vel í því ad velja snotur efni til qvæda finna, sem ad hreinsa þau frá vanmælum og ófimlega brúkudum Edduglósum, sem vér høfum um of tekid í arf eptir midaldirnar. Eg meina, ad Edda midur eigi ad þéna Skáldinu til léttirs, en til ad prýda hér og hvar verk hans, því þessa léttirs á hann ecki vid ad þurfa, ef honum er ecki ofgéfid þad nafn Skáld ad heita; ecki heldur er þad nein málbót fyrir oss Islendínga, þó nockur af nýrri Dana Skáldum taki til ad brúka Eddu vora afbakada og med allri ófimni vídast hvar því fyrst verdur hún líklega aldrei því máli eiginleg, enda er hins ad vænta, ad vér, sem frumqvødlar og vardhalds einglar Eddu málanna, og hinnar edalbornu Norrænu túngu verdum Dønum fremri í þessari ment.

Hvad efni Islendskra Rímna snertir, mætti mér víd þetta tækifæri vera leyft ad ávíkja: ad eg meina nú á vorri