Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/82

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

78

12. Númi bálar brúna ljós, Brúdar til ad vonum; eik forsjála eisu sjós, eins á móti honum.

13. Brjóstin, lyndid ama án, ástum fadma vørmum; elska, yndi, líf og lán, logadi á beggja hvørmum.

14. Eingin heyrast ordin þar, eyrna ró ad svala; saman reyrast sálirnar, samt má hvørug tala.

15. Loksins madur lét frá snót, lída hvarma blóma; alskapadur fyrir fót, fellur hann kóngi Róma.

16. Og hann segir þannig þá: þú minn Lífgjafari, aungvanveginn eg þér má, endurgjalda í svari.

17. Þennann sóma, er sýnir mér, sem má furdu gégna; en minn skal skjómi í blódi ber, badast þinna vegna.

18. Minn skal hugur vaka vid, vilja þinn ad stunda, og allur dugur leggja lid, lífs til hinnstu blunda.

19. Róhlynnandi føgur frú, fær mér vanda skérda; óvinnandi eins og þú, er eg í standi ad verda.

20. Vinur Sjóla! hætt þá hér, ad hreyta eidum fríum, nú þó sólin seims ad þér, sáldi geislum hlýum.