Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/83

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

79

21. Hismid eydist litla létt, og loginn sloknar brádi, ástin leidist óskum mett, opt frá settu rádi.

22. Þegar hún þeim eldi á, efnum spillir fljótum, askan fúna er eptir þá, ein af hennar rótum.

23. Niflúng tjáir Núma vid: njótur snjáa hnúa, eg skal fá þér fylgdar lid, fjøllin á ad snúa.

24. Strax vér híngad þyrpum þjód, þú mátt slíngur kalla, til ad sýngja sverda ljód, Sabínínga alla.

25. Sparid grjótid þeigi, þá, þegnu náid færi, en eg skal móti Mørsum gá, meinin há þó særi.

26. Númi qvedur þeingil þá, þessu fús ad gégna; flockinn medur fjøllin á, fer hann beggja vegna.

27. Hóf sig fleti hilmir frá; í hlífar færist búkur; kérru gétur akast á, enn þó væri sjúkur.

28. Fylkir lidi foldu á; fellast nidur tjøldin; fram med idu áar þá, allur nidar fjøldin.

29. Leó kémur þá med þjód, þar um grund til sjóna; eyrum lemur horna hljód, hamrar undir tóna.

30. Hettir gljá vid háa hvel, af hyr ó-