Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/85

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

81

40. Þá í einu fjøllum frá, firna steinar síga, Marsa beinin mulid fá, margir qveina og hníga.

41. Bádum hlídum fjalla frá, fleygir lýdur grjóti; varnir nídast vopna þá, voda hríd á móti.

42. Eins og mýid Marsa því, meinin lýa feiga; fjalla qvíum innaní, ecki flýa mega.

43. Bjørgin grídar brúnum frá, brjóstin hlídar spora; Marsar strída mæddir þá, meir um síd ei þora.

44. Frá sér unda fleygdu ljá, fridar stundar leita; Rómúls lundin þickju - þrá, þad ei mundi veita.

45. Leó bítur brædin heit, í blóds ónýtu laugum, fram sér brýtur braut um reit, blossi hrýtur augum.

46. Kylfu um herinn hardleikinn, hvassri gérir flíka, ecki sjer hann sína menn, svo hann ber þá líka.

47. Þannig heitur hjali brá, hørmúngar á degi: argar geitur, flýid frá, felist hvar sem megid.

48. Deyid allir dádlauser, dørs vid mein í hauga, upp á fjallid flýti’ eg mér, ad finna steina drauga.

49. Svo einmana hann á hlíd, hraustar