Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/87

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

83

og frídur, þad má skadi þykja hér, þig ef nadur snídur.

59. Númi greinir: hvurgi hót, hlífast áttu meina, taktu flein og kylfuklót, komdu brátt ad reyna.

60. Leó kilfu lausa þá, lagdi’ á grundu nidur, hristir skilvíngs bálid blá, bjargid stundi vidur.

61. Neyttu brádir handa hér; hlítir rádagódum, heittir bádir brandarner, bítast nádu ódum.

62. Bádir vega og varist fá, verjur køldu muldu; hryllilega hrottar á, holum skjöldum buldu.

63. Undan hopa hvørugir, hita Þundar løgum; hljóda kopar - hjálmarner, hræddir undan sløgum.

64. Leó þrifnum brandi brá, bistist lundin honum; Núma rifnar røndin þá, rétt hjá mundridonum.

65. Númi lemur ljóma þá, lensu moti sveigi; blakid kémur bríngu á, en bítur hótid eigi.

66. Lensan brotnar ljóns á klóm, lagid kéndi strída; hjálpar þrotna handatóm, hetjan stendur frída.

67. Leó rida verdur vid, vígur høggid