Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/90

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

86

ragi; vid þad laus hann var þó eigi, verdi mér aldrei, þad eg segi!

13. Raun var mér og mørgum ad hans miklu dryckju, medan hann var hér á flacki, héldt hann áfram slíku svacki.

14. Mikid hann af munni orkti máta gladur, skémtilegur, en skjaldan reidur, skilid á hann þennann heidur.“

15. Þiki mér ecki þarfleg vera þessi ræda, eyrum fyrir ad þylja þjódar; þagnid þid heldur, Stúlkur gódar!


16. Fjallid nidur fóru menn og fundu herinn; mestur þorri Marsa barinn, mundi þá og varnar farinn.

17. Ljótt var hér ad litast um í lægdum dala: blódid, merg og hráann heila, hlýtur ad øsla þjódin veila.

18. Bada menn í blódtjørnunum búka fullum; otudu sér á víga vøllum, valdýngjurnar ofar fjøllum.

19. Ernir sátu upp á þeim med orgi straungu; himininn, af hrafna gangi, hljóda freka, grillir mangi.

20. Númi fer og hædstan hittir hilmir Róma; Leó þángad líka kemur, lofdúngs vinur rædu semur: