Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/91

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

87

21. Hér hef eg fángad hetju þá oss hræddi laungum; veit eg þó í víga saungum, vinnast muni hann af aungum.

22. Eg hefi honum heitid grid því halinn deyda, mætti kalla mikinn skada, og mér til verstu sneipu hrada.

23. Marsa vil eg mælast til ad milding alla, nádi þá ei nádu falla, nóg má vera gjørt ad kalla.

24. Rómúlur hinn ríki þá vid reckinn qvedur: verkin þín og þørfin bædi, þad er hvørugt lítilrædi.

25. Þó skal eg fyrir manndóms ment og mægdir vorar, eitthvad fyrir ord þín géra, og á þá leid úr málum skéra.

26. Uppfrá þessu ánaudugir ad øllum kjørum, mér skulu þjódir Marsa vera, og mínum eptir bodum gera.

27. Bundinn Leó vid þinn vagn á veg til Róma, ockur svo ad aukist framinn, áfram skal med svipum laminn.“

28. Þjódin geingur þacklát øll ad þessum kjørum; bjarga vildu flestir fjøri, frelsinu þó týna gjøri.

29. Leó stendur lotinn þar og litar døckur, aungvu svarar þegninn þeckur, þikir ad slíku daufur smeckur.