Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/93

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

89

39. Vagn á undan fylkíng fer med fegurd góda, inní honum hafa nædi, Hersilía og Númi bædi.

40. Vill nú eingin óska sér af úngum sveinum, sem ad ásta unna konum, ad eiga sessinn líkan honum?

41. Þad mun ecki leidinlegt, ad líkum, vera, føgur þegar fadmar kjæra, ad falla í hennar arma væra.

42. Þegar eg tók í hrunda hønd, med hægu glíngri, fanst mér þegar eg var ýngri, eldur loga’ á hvørjum fíngri.

43. Þegar eg lagdi hægast hønd um háls á svanna, allar gégnum ædar renna, ástin fanst mér þá, og brenna.

44. Þegar mátti eg falla í fadm á fljódi úngu, vissi eg eckért um mig leingur; adrir skynja þá hvad gengur.

45. Af øllu þessu er mér ljóst, ad úngur Númi, hefur ei vitad hót af ama; um hana mætti trúa sama.

46. Hvad þau bædi þeinktu þá og þuldu bædi, þad kemst ecki í þetta qvædi, þó þad á mínu lífi stædi.

47. Herinn kémur heim í Róm med heppni flesta, sigur-hátíd halda mesta, vid hljóda glaum og offur Presta.