—90—
48. Tasi kóngur kémur ad fagna kjærum Núma; eigi veit hans ástar drauma, edla hirdir ljóma strauma.
49. Rómúlur nam hilmir hljóds og halinn beida; hérnæst fer svo hátt ad ræda, hædsta geymir tignar klæda:
50. „Núma einum hlýdir halda hátíd þessa, hann hefur unnid orustu hvassa, og ósigrandi brynju Þjassa.
51. „Øllum læt eg opinbert, því ei má leyna, hita géf eg hlyni Rína, Hersilíu dóttur mína.
52. „A morgun bádum vil eg veita vígslu presta; veitslu skal og virdíng mesta, vora kappa þá ei bresta.
53. „I alla nótt skal faungin flest og fædu laga; þannig vil eg hér til haga, hófid standi tíu daga.
54. „Því næst vitid: þegar dagar þessir lída, allir drøgum út ad strída, ecki tjáir heima ad bída.“
55. Tasi kóngur hefur heyrdar hilmis rædur; bliknar hann í bragdi vidur, brýrnar heldur sigu nidur.
56. Hljóds sér líka hógværlega hilmir bidur; vekur þá vid Rómúl rædur, rétt eins og þeir væru brædur: