Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/96

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

92

66. Vid rædu þessa rodna Núma rødulkinnar; en sjóli géck frá solli manna, sinna heim til borgar ranna.

67. Númi líka heldur heim í huga sjúkur, eins er honum og ástar qveikur, ætli sinn ad gjørast veikur.

68. Heim í ranni honum fagnar Hersilía, aptur hennar augad hlýa, ástar qveikir blossa nýa.

69. Þegar hann hefur hrestann sig hjá hýru sprundi, Egeríu út ad lundi, er þá mælt ad Númi skundi,

70. Þegjandi í þaunkum fer hann þessar leidir, uns hann heyrir einhvørstadar, óp og vein; hann þángad hradar.

71. Og hvad sér hann? eckért nema ógn og skada! undir sverdum illra kauda, ødling Tasa feldan dauda.

72. Unnid hafa þrælar þeir á þeingli svinna, ramebldir af reidi sinni, Rómúlar af lífvaktinni.

73. Ut hefur geingid ødlingurinn ángurværi; hinir bod síns herra géra, hilmir myrda og sárum skéra.

74. Illa Núma verdur vid, hann vigur skékur, gégnum fyrsta fantinn rekur, fólid versta Helja tekur.