Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/97

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

93

75. Fantar hinir forda sér, en fleina vidur, sig hjá kóngi setur nidur, sára vildi stødva idur.

76. Hilmir bidur: „hætta þessu, hetjan góda, sjóinn æda ad sefa rauda, sárin mørg eg hef til dauda.

77. „Gudonum vil eg gjalda lof og gleyma meinum, ad eg fæ í ørmum þínum, anda þeim ad skila mínum.

78. „Dóttur minni bid eg blitt þú bjarga vildir, henni ecki munu mildir, mordingjarnir brædi fyldir.“

79. Segir hinn: „eg sver vid þína sál ófeiga! þar til dagar dvína meiga, dóttur þína besta ad eiga.

80. „Mér ei sómir mordíngjum ad mægjast þínum, Tasíu skal eg elska eina, ástum hinnar gleyma og leyna.“

81. Ødlíng fadmar úngan mann med ástar hendi, tala vill, en — í því anda, uppgaf bestur stýrir landa.

82. Hilmirs lík á herdar tekur hetjan fróma, ber hann heim til borgar Róma, býr nú um med tign og sóma.