Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/98

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

94

Tíunda Ríma.



Standid væna hnignar hér, hardar tídir gróa, Landid græna orpid er, undir hrídir snjóa.

2. Vídir læsa ísar unn, íllar skordur forma, strídir hvæsa módum munn’, máttar nordurstorma.

3. Skjálfa megin flúin frid, fjøllin klæda nakin; álfa greyin veina vid, vistum gæda hrakin.

4. Fjøllin dynja þjøkud, því, þúngir vindar skaka; Trøllin stynja ærdu í, inni myndar-laka.

5. Líka ódum mýa mér, máttar storma-falla; flíka gódum háttum hér, hlítir forma valla.

6. Væri gaman Beslubyr, bjóda sendir hrínga, bæri saman fundi fyr, fjørid endir rínga.

7. Þínum gædum Idun ein, andinn treysti ljóda! brýnum qvædum mýki mein, magni hreysti góda!

8. Varda gruni midur má, mærdar vessum sóa, harda munir fædíng fá, fyrir þessum króga.

9. Trega þráu mýkir mein, máli þrautir linar, þegar fáum setja svein, sóma-skauti vinar!

10. Virdi rýra sendíng sá, svidrir dýru bauga, hirda skíra mælsku má, medur hýru auga.


11. Lundar-brádur Númi nú, (neydir minnur pína) skundar gádur breida brú, Brúdi finnur sína.