Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/99

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

95

12. Fagna tekur hraustum hal, Hersilía rjóda, sagna vekur traustur tal, Týrinn dýa glóda:

13. „Hvíta Gérdur falda! fljótt, fái høndin trúna, slíta verdur ockar ótt, ástar bøndin núna.

14. „Myrtur þínum fødur frá, fjøri Tasi slepti; firtur sýnum, elli á, árum slasid hrepti.“

15. Heidin djarfa bauga brá, bragdi lánga tíma, reidin farfa þróar þá, þrútnar vánga gríma.

16. Manninn vefur íllsku ør, ama hótum þráum; þannig géfur sídan svør, svipud snótum fláum:

17. „Getur fáu muna mein, maktar blódid fróma ; metur smáu svoddan svein, Siklíngs jódid Róma.

18. „Medan unda látum ljá, leyna hundinn glettum, hédan skunda fljódi frá, fantur bundinn prettum.“

19. Núma bítur þánka þrá; þrekinn meidur spánga, rúma hlýtur Fofnirs frá, Freyu reidur gánga.

20. Vinnur svinnar dádir dýr; dúfu flóda eima, finnur linna túna Týr, Tasíu góda heima.