Draumkvæði (Stjúpmóðurkvæði)
Draumkvæði (Stjúpmóðurkvæði) er íslenskt danskvæði eða sagnadans.
- 1. FAGURT SYNGUR svanurinn
- -um sumarlanga tíð-
- þá mun lyst að leika sér,
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 2. Signý gekk til búða
- -um sumarlanga tíð-
- vakti upp mey svo prúða
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.*
- 3. Því hefir þú svo lengi sofið
- um sumarlanga tíð
- mart hefir mér fyrir augu borið
- mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.*
- 4. Stjúpmóðir, ráddu drauminn minn!
- -Um sumarlanga tíð -
- eg skal gefa þér gullskrín,
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 5. „Hvörnig á ég að ráða hann?
- -Um sumarlanga tíð -
- Þú hefur ekki sagt mér þann."
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 6. Að mér þótti hann máni
- -Um sumarlanga tíð -
- skína yfir alla Skáney.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 7. Að mér þótti rótartré
- -Um sumarlanga tíð -
- hanga hátt yfir höfði mér.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 8. Að mér þótti fagur fugl
- -Um sumarlanga tíð -
- renna á mitt skemmugull.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 9. Að mér þótti stjörnur tvær
- -Um sumarlanga tíð -
- á mínum brjóstum sátu þær.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 10. Að mér þótti sjávarflóð
- -Um sumarlanga tíð -
- renna á mitt skemmugólf.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 11. Nú hef ég sagt þér drauminn minn:
- -Um sumarlanga tíð -
- ráddu hann eftir vilja þín!"
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 12. „Að mér þótti hann máni:
- -Um sumarlanga tíð -
- þín biður kóngur af Skáney.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 13. Að þér þótti rótartré:
- -Um sumarlanga tíð -
- allur lýður mun lúta þér.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 14. Að þér þótti fagur fugl:
- -Um sumarlanga tíð -
- þinn son verður fagur sem gull.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 15. Að þér þótti stjörnur tvær:
- -Um sumarlanga tíð -
- kóngadætur eru þær.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 16. Að þér þótti sjávarflóð:
- -Um sumarlanga tíð -
- það verður þín ævin góð.
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 17. Nú hef ég ráðið drauminn þinn:
- -Um sumarlanga tíð -
- eigðu sjálf þitt gullskrín!"
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.
- 18. Vendi ég mínu kvæði í kross
- -Um sumarlanga tíð -
- heilög María sé með oss
- -mín liljan fríð!
- og fagurt syngur svanurinn.