Drykkjuspil
Drykkjuspil eða Hýr gleður hug minn er gamalt vikivakakvæði og mögulegt danskvæði eftir séra Ólaf Jónsson (um 1560-1627) frá Söndum í Dýrafirði. Íslenskt þjóðlag hefur varðveist við kvæðið og er það að finna í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar og á vefslóð Ísmúss.
- HÝR GLEÐUR hug minn
- hásumartíð;
- skæran lofi skaparann sinn
- öll skepnan blíð;
- skín yfir oss hans miskunnin;
- hýr gleður hug minn.
- 1. Gleður mig enn sá góði bjór,
- guði sé þökk og lof;
- þó mín sé drykkjan megn og stór
- og mjög við of,
- mun þó ei reiðast drottinn vór.
- Hýr gleður hug minn.
- 2. Mjög leikur nú við manninn ört
- hið mæta drottins lán
- en þó með því illt sé gjört
- og aukin smán,
- af því magnast syndin svört.
- Hýr gleður hug minn.
- 3. Vond ofdrykkjan veldur oft,
- að vináttan forgár öll,
- sundurþykkja er senn á lop
- og sárleg föll;
- sumum fer það heldur gróft.
- Hýr gleður hug minn.
- 4. En þegar dánumenn drekka vel,
- sem drjúgum oft hefir skeð,
- þá vex af ölinu vináttuþel
- og virðing með
- veizlu góða ég svoddan tel.
- Hýr gleður hug minn.
- 5. Gott er að drekka það góða öl,
- gleður það mannsins líf,
- meðan að enginn bruggar böl
- né byrjar kíf
- og bróðurleg elska ei líður kvöl.
- Hýr gleður hug minn.
- 6. Getir þú einnig grundað,
- að gá um þitt vit og starf,
- svo hæfur sértu í hverjum stað
- sem helst við þarf,
- háð mun þá enginn draga þér að.
- Hýr gleður hug minn.
- 7. Vorri náttúru vér skulum þó
- vægja mest sem má
- því skynsemin verður skilningssljó,
- og skeikar þá,
- ef skortur er henni á hvíld og ró.
- Hýr gleður hug minn.
- 8. Hver og ein skepnan hefur á vakt,
- hlýðin lifa sem ber;
- en mátans höfum minnsta akt
- vér mennirner;
- mest hefur guð þó til vor lagt.
- Hýr gleður hug minn.
- 9. Maður góður, minnzt ávallt,
- mátinn bestur er;
- með gætni þigg þú guðs lán allt,
- og gá að þér,
- því gegndarlausum er hjólið valt.
- Hýr gleður hug minn.
- 10. Vort er vitið vissulega dýrt,
- vin minn, gá þar að;
- lifnaði mínum ég lítt fæ stýrt,
- ef læt ég það,
- löngum þó það verði rýrt.
- Hýr gleður hug minn.
- 11. Ljót ofdrykkjan löngum plagar
- að leiða eptir sig illt;
- hætt freistingin hjartað nagar,
- ef hug fær spillt;
- harla margur yfir því klagar.
- Hýr gleður hug minn.
- 12. Þessi synd og saurugt grey
- mig sigrar á margan veg;
- veit ég henni að verjast ei,
- þótt vildi ég
- það við ég læra fyr en ég dey.
- Hýr gleður hug minn.
- 13. Þennan dikt fyrir Drykkjuspil
- drótt til gamans ég kveð;
- settum mönnum ég syng hann til
- og siðugum með,
- í selskap þeim ég drekka vil.
- Hýr gleður hug minn.
- 14. Get ég ei annað gjald á borð
- gefið, þeim veita mér,
- en lífleg kvæði og lagleg orð,
- sem ljúfum ber,
- ef líka þau manni og hringaskorð.
- Hýr gleður hug minn.
- Hýr gleður hug minn
- hásumartíð;
- skæran lofi skaparann sinn
- öll skepnan blíð;
- skín yfir oss hans miskunnin;
- hýr gleður hug minn.