Gunnars kvæði á Hlíðarenda

Gunnars kvæði á Hlíðarenda er íslenskur vikivaki eða sagnadans. Ekkert þjóðlag hefur varðveist við kvæðið. Hver og einn syngur kvæðið þar af leiðandi með sínu lagi.

1. Gunnar hét bóndi á Hlíðarenda,
þangað vildi ég vísu venda
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


2. Kona hans hét Hallgerður að nafni,
þeirra var ekki lund að jafni
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


3. Gunnar mælir við Hallgerði sína,
„Heyrðu mig hústrú fína
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


4. Segðu mér, ég ætla þig að spyrja,
ég vil svo ræðu byrja
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


5. Hvaðan koma Hallgerði ostar,
þeir eru svo góðra kosta?"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


6.„Víða koma oss konum ostar,
mér gefast þeir af ljúfum losta!"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


7. „Mikið skal til almælis hafa,
ég er svo djarfur að skrafa
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


7. Ekki skyldu þeir vera ófrjálsir,
þau koma mér orð úr hálsi"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


8. Hann sló henni pústur á vanga
blóðið varð út að ganga
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


9. Liðu svo fram langar stundir,
Hallgerður þykkir í þeli undir
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


10. Loksins sóttu heim óvinir Gunnar,
þeir vildu honum ei lífi unna
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


11. Gunnar mælir af móðugu hjarta,
„heyrðu mig frúin bjarta!
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


12. Ljáðu mér hárið þitt fína
í bogastrengina mína!
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


13. Ljáðu mér hárið þið góða,
nú stár mitt líf til voða!"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


14. „Ég ljæ þér ekki neitt hár að sinni,
það er í hyggju minni!"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


15. „Lítt man ég þann kinnhestinn gamla."
„Ég hirði ei þínum dauða að hamla!"
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


16. Veittust þeir að Gunnari bónda
og gjörðu honum flest til vonda
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.


17. Svo lyktaði þeirra fundum,
að Gunnar lá dauður á grundu
á þingi,
betur unni Brynhildur Hringi.