Snið:Hjálparröð Hérna förum við yfir ítengingar og hvernig á að búa til rafbók á wikiheimild.

Ítenging breyta

Ítenging sýnir innihald síðna án þess að afrita textann. Hún er notuð til að sýna innihald blaðsíðna í aðalnafnrýminu.

Besti tíminn til að ítengja texta í aðalnafnrýmið er þegar allar síðunar eru staðfestar (merktar með grænu). Það getur þó líka hjálpað að sjá hvernig lokaútgáfan lítur út í aðalnafnrýminu. Þú þarft að vita á hvaða blaðsíðum hver kafli er.

Til þess að ítengja:

  1. Búðu til nýja síðu með sama titil og bókin sjálf
  2. Breyttu síðunni
  3. Ýttu á  , í breytingarstikunni, og sláðu inn "Síðuhaus" í leitina.
  4. Fylltu út eins marga reiti og þú getur um verkið.
  5. Bættu við ítengingar kóðanum (sjá hér fyrir neðan)
  6. Tilgreindu skráarnafnið og hvaða síður séu í þessum kafla (frá X yfir í Y)
  7. Vistaðu síðuna
Ítengingar kóði
Fjöldi síðna Kóði
Ein <pages index="filename" include=X header=1 />
Tvær eða fleiri <pages index="filename" from=X to=X header=1 />

Við þetta birtist bæði textinn af blaðsíðunum og haus, sem gerir þér kleift að fara á milli kafla.

Ferlið hér fyrir ofan er endurtekið fyrir hvern kafla þangað til allir kaflarnir hafa verið ítengdir.

Kaflaskil á miðri síðu breyta

Í þeim tilfellum þar sem hafa verið kaflaskil á miðri blaðsíðu þarft þú að nota sérstakan kóða. Eins og fyrr þarft þú að vita á hvaða blaðsíðu kaflinn byrjaði og endaði, en í þessu tilfelli þarft þú einnig að vita heiti kaflans. Heiti kaflans þarf að vera það sama og er skilgreint á þeirri blaðsíðu kaflans þar sem kaflaskilin urðu á miðri blaðsíðu.

  • Kafli byrjar á miðri síðu: <pages index="skráarheiti.djvu" from=x to=y fromsection="kafli" />
  • Kafli endar á miðri síðu: <pages index="skráarheiti.djvu" from=x to=y tosection="kafli" />


Búa til rafbók breyta

Til þess að búa til rafbók, farðu á grunnsíðuna. Til dæmis er Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara grunnsíða þeirrar bókar, en ekki undirsíðan Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara/I. kapítuli.

Til vinstri eru tenglarnir "Sækja EPUB skrá" og "Sækja ODT-skrá". Veldu þann tengil sem hentar þér. Þegar þú smellir á annan hvorn tengilinn er rafbókin búin til og þá getur þú sótt hana.