„Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/17“: Munur á milli breytinga

Frayae (spjall | framlög)
→‎Ekki villulesnar síður: Ný síða: Þú fósturjörðin fríð og kær, Sem feðra hlúar beinum, Og lífið ungu frjóvi fær Hjá fornum bauta- steinum, Ó, blessuð vertu fagra fold, Og fjöldinn þinna barna, Á...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. júlí 2018 kl. 19:30

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

3.

Þú fósturjörðin fríð og kær, Sem feðra hlúar beinum, Og lífið ungu frjóvi fær Hjá fornum bauta- steinum, Ó, blessuð vertu fagra fold, Og fjöldinn þinna barna, Á meðan gróa grös í mold Og glóir nokkur stjarna.

Jón Thóroddsen.

3. ísland. Lag : God save the king. 1. Eldgamla ísafold, Ástkæra fósturmold, Fjallkon- an fríð, Mögum þín muntu kær, Meðan lönd girðir sær Og gumar girnast mær, Gljár sól á hlíð. 2. Hafnar úr gufu hér Heim allir girnumst vér Þig þekka' að sjá; Glepur oss glaumurinn, Ginnir oss soll- urinn, Hlær að oss heimskinginn Hafnar slóð á. 3. Leiðist oss fjalllaust frón, Fær oss oft heilsutjón Þokuloft léð ; Svipljótt land sýnist mér Sífelt að vera hér, Sem neflaus ásýnd er, Augnalaus með. 4. Öðruvísi' er að sjá Á þér hvítfaldinn há Heiðhim- in við ; Eða þær kristalsár, Á Jiverjar sólin gljár, Og heiðar himinblár, Hájökla rið. 5. Eídgamla ísafold, Ástkæra fósturmold, Fjallkon- an fríð, Ágætust auðnan þér, Upp lyfti, biðjum vér, Meðan að uppi er, Öll heimsins tíð.

Bjarni Thórarensen*

4, Minni íslands. Lag eftir Bellmann. (J. H. 8.) ísland, þig elskum vér Alla vora daga; Bygð vor við brjóst þitt er, Brauð og líf og saga, Blikeldar braga,