„Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/28“: Munur á milli breytinga

Frayae (spjall | framlög)
→‎Ekki villulesnar síður: Ný síða: að fóstra marga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungr- ar aldar skini. — Á hún þar von á lengi þráðum vini. 8. Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi Upp rís þú,...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2018 kl. 14:01

Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

14

að fóstra marga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungr- ar aldar skini. — Á hún þar von á lengi þráðum vini. 8. Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi Upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, Steinurðir skreyttar aftur gróðrarfarfL 9. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, Sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, Brauð veitir sonum móður- moidin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. 10. Sé eg í anda knör og vagna knúða Krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, Stritandi vélar, starfsmenn glaða' og prúða, Stjórnfrjálsa þjóð með verslun eigin búða. 11. íslenskir menn ! hvað öldin ber í skildi Enginn fær séð, hvað feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni miidi. 12. Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til ljóssins! tímans lúður kliðar. Öldin oss vek- ur ei til værðarfriðar. Ung er hún sjálf og heimtar starf án biðar. 13. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, Boð- orðið, hvar sem þér í fylking standið, Hvernig sem stríðið þá og þá er biandið, Það er : að elska' og byggja' og treysta á landið. 14. Þá mun sá guð, sem veitti frægð til forna, Fóst- urjörð vora reisa endurborna; Þá munu bætast harma sár þess horfna, Hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.

Hannes Hafstein.