Wikiheimild:Höfundaréttur

Ekki má setja hvaða efni sem er inn á Wikiheimild. Hvort tveggja notendur Wikiheimildar og þeir sem afrita texta af Wikiheimild þurfa að geta heimildar.

Hvað má setja á Wikiheimild? breyta

Wikiheimild geymir nær eingöngu efni sem er orðið gamalt. Efni á Wikiheimild er yfirleitt yfir 150 ára gamalt og það á að vera þannig. Ástæðan er sú að við höldum aðeins efni þar sem höfundurinn hefur tapað rétti sínum á verkinu vegna aldurs. Fyrir vikið er efni á Wikiheimild frítt, bæði fyrir hýsingaraðilann og lesandann. Ef svo væri ekki, þá ætti höfundurinn rétt á greiðslu.

Wikiheimild þarf samt sem áður að bera virðingu fyrir verki höfundar. Þessi réttur gefur Wikiheimild ekki skotleyfi á verk annara.

Nú ætla ég að útskýra þetta aðeins nánar. Hér er átt við höfundarrétt höfundar og virðing verka kallast sæmdarréttur. 150 ára gamla reglan er einföldun. Höfundarréttur virkar í raun þannig að 71 árum eftir andlát höfundar fellur höfundaréttur úr gildi, en sæmdarrétturinn gerir það aldrei. 150 ára talan er fengin út frá því að taka saman lífslíkur fólks og bæta því við þessi 71 ár. Þannig eru verk þar sem höfundurinn lést fyrir 71 árum úr höfundarétti, jafnvel þó 150 ár séu ekki liðin.

Annað frjálst efni breyta

Auk efnis sem er án höfundarréttar má hlaða inn efni sem uppfyllir þrjú skilyrði. Verkið þarf að hafa verið útgefið annarstaðar, standa á sínum eigin fótum og vera undir frjálsu leyfi. Efni telst útgefið ef það hefur verið gefið út af forlagi. Til þess að verkið standi á sínum eigin fótum þarf það að vera nánast eingöngu byggt á sköpunarverki höfundar. Verkið má ekki byggja að stórum hluta á verki annara, eins og til dæmis endurútgáfa efnis. Frjálsa leyfið þarf að vera skráð í bókinni sjálfri.

Frjáls leyfi eru leyfi þar sem viðkomandi leyfir hverjum sem er, ekki bara Wikiheimild, að breyta verkinu sínu og birta það án þess að fá neitt borgað fyrir það eða takmarka notkun þess í markaðskyni. Í öllum tilfellum ber öllum sem fara með verk undir frjálsu leyfi að tilgreina hver bjó það til upphaflega. Eigandi verks hefur engan rétt á greiðslu fyrir verk sitt frá neinum, en má á móti krefjast þess að þeir sem endur-útgefi efnið geri það ekki heldur.

Frjáls leyfi eru CC-BY, CC-BY-SA, Free Art Licence og GPL v3.

Notkun efnis af Wikiheimild og réttur notenda breyta

Hver sá sem notar Wikiheimild þarf að tilgreina að efnið komi héðan. Það er hægt að gera með tengli á efnið, eða með einfaldri setningu eins og "CC-BY-SA Notendur Wikiheimildar". Þessi tilvísun í Wikiheimild má ekki gefa til kynna að Wikiheimild styðji við verkefnið þitt á nokkurn hátt. Þú sem endurnotandi efnisins mátt ekki rukka aðra fyrir endur-útgáfu efnisins. Fyrirtæki mega þó nota efnið. Þú mátt breyta efninu, en það sem þú býrð til verður einnig að vera undir sömu takmörkunum. Þú mátt ekki takmarka notkun efnis Wikiheimildar frekar en leyfið segir til um, þó svo það sé birt í bókinni þinni eða vefsíðu.

Hver sá sem ákveður að breyta á Wikiheimild (hér eftir kallaður notandi) samþykkir að gefa út efni undir þeim skilmálum sem standa hér að ofan. Wikiheimild uppfyllir skilyrðið um að nefna notandann sem höfund með tenglum og breytingarsögu, þannig ljóst er hver setti fram hvað. Notandinn má ekki rukka Wikiheimild fyrir breytingar sínar en hefur á móti rétt til þess að hvorki Wikiheimild né aðrir endur-útgefendur geri það heldur. Notandinn samþykkir einnig að hver sem er megi breyta efninu. Wikiheimild er opin vefsíða sem hver sem er getur breytt og er einnig samvinnuvettvangur. Það þýðir þó ekki að skemmdir á Wikiheimild standi, heldur þvert á móti eru þær fjarlægðar, þó án ábyrgðar að það gerist í hvert skipti. Leyfin sem eru notuð af Wikiheimild eru Creative Commons Tilvísun-DeilaEins 3.0 og GFDL.

Wikiheimild hefur þó sérstöðu á meðal verkefna Wikimedia að því leyti að hún gengur ekki jafn mikið út á höfundaverk notenda vefsins heldur að safna saman áður útgefnum verkum sem annað hvort eru laus undan höfundarétti eða hafa verið gefin út með frjálsu afnotaleyfi. Þessi verk eru frumtextar sem birtir eru í sinni upprunalegu mynd (stundum með smávægilegum breytingum notenda) og Wikiheimild á ekki meira tilkall til þeirra en hver annar. Textar sem ekki eru háðir höfundarétti eru í almenningi, þeir eru hluti af sameiginlegum þekkingarbrunni mannkyns.