Máninn hátt á himni skín
Máninn hátt á himni skín er íslenskur vikivaki sem oft er sunginn á þrettándanum, síðasta dag jóla eða á gamlárskvöld. Höfundur kvæðisins er Jón Ólafsson (1850-1916) fyrrverandi ritstjóri og Alþingismaður.
- 1. Máninn hátt á himni skin
- hrímfölur og grár.
- Líf og tími líður
- og liðið er nú ár.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 2. Kyndla vora hefjum hátt,
- horfið kveðjum ár.
- Dátt við dansinn stígum,
- dunar ísinn grár.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 3. Nú er veður næsta frítt,
- nóttin er svo blíð.
- Blaktir blys í vindi,
- blaktir líf í tíð.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 4. Komi hver sem koma vill!
- Komdu, nýja ár!
- Dönsum dátt á svelli,
- dunar ísinn blár.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 5. Fær þú unað, yndi og heill
- öllum vættum lands.
- Stutt er stund að líða,
- stígum þétt vorn dans.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 6. Fær þú bónda í búið sitt
- björg og heyjagnótt.
- Ljós í lofti blika,
- líður fram á nótt.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 7. Gæfðir veittu‘, en flýi frost;
- fiskinn rektu á mið.
- Dunar dátt í svelli,
- dansinn stígum við.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 8. Framför efldu; fjör og líf
- færðu til vors lands.
- Stutt er stund að líða,
- stígum þétt vorn dans.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.
- 9. Máninn hátt á himni skín
- hrímfölur og grár.
- Líf og tími líður
- og liðið er nú ár.
- Bregðum blysum á loft,
- bleika lýsum grund.
- Glottir tungl, en hrín við hrönn
- og hratt flýr stund.