Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir pistilinn til Ebreos

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir pistilinn til Ebreos)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Sumir doktores vilja segja það þessi pistill til ebreskra manna sé hvorki S. Páls né nokkurs annars postula og bívísa það með þeirri grein sem hér eftir stendur í öðrum kapítula, svo segjandi það þessi lærdómur sé fyrir þá sem það sjálfir heyrðu af Drottni, yfir sig kominn og staðnæmdur, hvar með þeim sýnist augljóst það hann tali um postulana svo sem sé hann þeirra lærisveinn, á hvern slíkur lærdómur frá postulunum sé kominn, má vera löngu seinna, af því að S. Páll (Galatas i.) vottar mektuglega það hann hafi sitt evangelion af öngum manni né fyrir manninn, heldur af Guði sjálfum.

En yfir það fram hefir hann einn harðan hnút þar hann í hinum vi. og x. kapítula þverlega neitar og afsegir þeim yfirbótar sem syndgast eftir skírnina. Og í hinum xii. segir hann það Esau hafi yfirbótar leitað og þó ekki fundið, hvert að líst eftir því það hljóðar að vera í gegn öllum evangelia og S. Páls pistlum. Og þó þar mætti eina glóseran yfir gjöra, þá hljóða orðin sjálf svo klárlega (segir meistarinn) það eg veit ekki hvort það muni nægja. En mér þykir sem það sé einn pistill af mörgum greinum samansettur og ekki einháttanarleg skikkanleg höndlan.

Það sé nú hvað eð vill. Þá er það þó einn mektugur, djúpsettur, ágætur pistill, sá sem kennimannsdóm Kristi meistarlega og grundvalllega útskýrir úr ritningunni þar til það hið gamla testamentum ágætlegana og gnóglegana útleggur svo að það er ljóslegt að hann er af einum frábærlega lærðum manni samsettur, hver að lærisveinn postulanna hafi verið og margt numið af þeim og örugglega í trúnni forsóktur og í ritningunni iðkaður. Og þótt hann leggi ekki grundvöll trúarinnar svo sem sjálfur hann vottar (vi. kapi.), hvað þó er postullegt embætti, þá byggir hann þó fordildarlega þar upp á gull, silfur, gimsteina svo sem að S. Páll (í Korinti iii.) segir. Þar fyrir skal oss ekki neina hindran gjöra þótt að þar verði (má vera nokkuð trjáhark, hálmur og hey með innblandað), heldur skulu vær þennan hans lærdóm með allri vegsemd meðtaka utan það vér megum ekki jafna honum í öllum hlutum viður postullega pistla. En þó að nokkrir vilji tilgeta það S. Páll skuli skrifað hafa þennan pistil til þeirra ebreskra manna sem kristnast höfðu og því eigi skrifað sinn postullegan titul eður heiti af því að Gyðingum misþókknaði það hann kallaði sig postula og læriföður heiðinna þjóða og hafi sent hann með sínum lærisveini Tímóteo, hvað mér óvitanlegt er. Og hver hann hefir skrifað, er óvitanlegt, vill og einninn fyrst um stundir óvitanlegt blífa. Þar liggur og engin makt upp á. Oss skal nægja sá lærdómur sem hann svo staðfastlega grundvallar í og út af ritningunni og jafnframt eina rétta, ágæta venju, tak og máta lærir og ávísar að lesa og stunda ritningina.