Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Hinn fyrsti s. Jóhannis pistill
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Hinn fyrsti S. Jóhannis pistill)
Fyrsti kapítuli
breytaÞað er var af upphafi, hvað vér heyrðum, hvað vér sáum vorum augum, á hvað vér horfðum og vorar hendur á tóku, af orði lífsins. Og lífið auðbirtist, og vér sáum og vottum og boðum yður lífið það ævinlegt er, hvert eð var hjá föðurnum og birtist oss. Hvað vér sáum og heyrðum, það boðum vér yður svo að þér hefðuð samfélag meður oss og vort samfélag sé meður föðurnum og meður hans syni Jesú Kristo. Og þetta skrifum vér yður upp á það yðar fögnuður sé fullkomlegur.
Og þessi er boðskapurinn, hvern vér heyrðum af honum og boðum yður, það Guð er ljós og engin myrkur eru í honum. Ef að vér segjum það vér höfum samfélag með honum og göngum í myrkrinu, þá ljúgu vér og gjörum ekki sannleik. En ef vér göngum í ljósinu líka sem hann sjálfur í ljósinu er, þá höfum vér samfélag innbyrðis, og blóðið Jesú Kristi, hans sonar, hreinsar oss af allri synd.
Ef að vér segjum: Vér höfum öngva synd, -villu vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér viðurkennum vorar syndir, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur oss vorar syndir og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér segjum að eigi syndguðum vér, þá gjöru vér hann að ljúgara, og hans orð eru þá ekki í oss.
Annar kapítuli
breytaMín sonakorn, þetta skrifa eg yður svo að þér syndgið eigi. Og ef einhver misgjörir, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum Jesúm Kristum, sá réttvís er. Og hann sami er forlíkun fyrir vorar syndir, en eigi einasta fyrir vorum, heldur einninn fyrir allrar veraldarinnar. Og þar af vitum vér það vér kennum hann ef að vér varðveitum hans boðorð. Hver eð segir sig kenna hann og heldur ekki hans boðorð, sá er ljúgari, og í þvílíkum er ekki sannleikurinn. En hver hans orð varðveitir, í þeim er sannarlega Guðs kærleiki fullkomlegur. Þar af þekkjum vér það vér í honum eru. Hver hann segir sig í honum vera, sá skal og ganga líka sem hann hefir gengið.
Kærir bræður, eg skrifa yður ekki nýtt boðorð, heldur gamalt boðorð það þér hafið frá upphafi haft. Og enn aftur skrifa eg yður nýtt boðorð það sannarlegt er hjá honum og hjá yður því að myrkrin eru forgengin, og hið sanna ljósið skín nú. Hver hann segir sig í ljósinu vera og hatar sinn bróður, sá er enn allt hér til í myrkrunum. Hver sinn bróður elskar, hann blífur í ljósinu, og í hjá honum er engin hneykslan. En hver sinn bróður hatar, sá er í myrkrinu og ráfar í myrkrinu og veit eigi hvert hann gengur því að myrkrin hafa hans augu forblindað.
Sonakorn mín, eg skrifa yður það að yður verða syndirnar fyrirgefnar fyrir hans nafn. Eg skrifa yður, feðrunum, því að þér kennið þann sem af upphafi er. Eg skrifa yður, æskumönnum, því að þér hafið illskufjanda yfirunnið. Eg skrifa yður, smábörnunum, því að þér kennið föðurinn. Eg skrifaði yður, feðrunum, það þér þekktuð þann sem af upphafi er. Eg skrifaði yður, æskumönnum, að þér styrkvir eruð og það Guðs orð blífur hjá yður og illskufjandann hafið yfirunnið.
Eigi skulu þér heiminn elska né neitt það í honum er. Ef nokkur elskar heiminn, í honum er ekki kærleiki föðursins. Því allt það í heiminum er, sem að er %fýsn holdsins og girnd augnanna og drambsamt líferni, það ekki er af föðurnum, heldur af heiminum. Og heimurinn forgengur og hans girnd, en hver að Guðs vilja gjörir, sá blífur að eilífu.
Sonakorn, það er hin síðasta stund. Og sem þér hafið heyrt það Antakristur kemur, og nú eru margir Antakristar vorðnir, hvar af vér vitum að það er hin síðasta stund. Þeir eru af oss útgengnir, en þeir voru ekki af oss. Því ef væri þeir út af oss, þá hefði þeir hjá oss blifið. En upp á það þeir augljósir verði það þeir eru eigi allir af oss.
Og þér hafið smurningina af þeim sem heilagur er og kennið allt. Eg skrifaði yður eigi svo sem það vissi þér eigi sannleikinn, heldur vitið þér hann og vitið það engin lygi út af sannleikanum kemur. Hver er ljúgarinn, utan sá sem neitar það að Jesús sé Kristur? Það er sá Antakristur sem föðurinn og soninn neitar. Og hver syninum afneitar, hann hefir og ekki föðurinn. Hvað þér hafið nú heyrt af upphafi, það blífi hjá yður. Ef það blífur hjá yður hvað þér af upphafi hafið heyrt, þá munu þér hjá syninum og hjá föðurnum blífa. Og þetta er fyrirheitið, hvert hann hefir oss veitt, sem er: Eilíft líf.
Þetta hefi eg skrifað yður af þeim, hverjir yður afvegaleiða. Og smurningin sem þér af honum hafið meðtekið, blífur hjá yður og þurfið ekki það neinn læri yður, heldur svo sem sú smurning lærir yður alla hluti, þá er það sannindi og engin lygn. Og sem hún hefir yður lært, þá blífið hjá þeirri sömu. Og nú, sonakorn, blífið hjá honum upp á það nær hann man opinberast að vér höfum öruggt traust og verðum eigi fyrir honum að hneykslan í hans tilkomu. Fyrst þér vitið hann er réttvís, þá vitið einninn það hver réttvísina gjörir, sá er af honum fæddur.
Þriðji kapítuli
breytaSjáið, hvílíkan kærleika það faðirinn hefir oss auðsýnt að vér skulum Guðs börn kallast. Fyrir því þekkir yður heimurinn ekki því að hann kennir hann eigi. Mínir kærustu, vér erum nú Guðs börn, og það er enn eigi birst það að vér það erum. En vér vitum, þá birtast man það vér munum honum líkir vera því vér munum hann sjá svo sem að hann er. Og hver einn er þvílíka von hefur til hans, sá hreinsar sig líka sem að hann er hreinn. Hver synd gjörir, sá gjörir rangt. Og syndin er hið ranga. Og þér vitið það hann birtist upp á það hann vorar syndir burttæki. Og engin synd er í honum. Hver í honum blífur, sá syndgar ekki. Hver hann syndgast, sá hefir eigi hann séð né þekkt.
Sonakorn, látið öngvan villa yður. Hver réttvísina gjörir, sá er réttvís líka sem hann er réttvís. Hver syndina gjörir, sá er af djöflinum því að djöfullinn syndgaðist af upphafi. Þar fyrir birtist Guðs son það hann uppleysti djöfulsins verk. Hver af Guði er fæddur, sá gjörir eigi synd því að hans sáð blífur hjá honum. Og hann getur eigi syndgast því að hann er af Guði fæddur. Þar af eru augljós Guðs börn og djöfulsins börn. Hver hann er eigi réttvís, sá er ekki af Guði, og hver eigi elskar sinn bróður.
Því að það er sá boðskapur sem þér hafið heyrt frá upphafi það vér skulum elska oss innbyrðis. Ekki sem Kain, sá af hinum vonda var og í hel sló sinn bróður og fyrir það í hel sló hann honum það hans verk voru vond og hans bróðurs réttferðug. Undrist ekki, bræður mínir, þótt heimurinn hati yður. Vér vitum það vér úr dauðanum erum komnir til lífsins því að vér elskum bræðurna. Hver hann elskar eigi bræðurna, sá blífur í dauðanum. Hver sinn bróður hatar, sá er manndrápari, og þér vitið það manndrápari hefir eigi eilíft líf í sér blífandi.
Á því þekkjum vér hans kærleika að hann hefir sett sitt líf út fyrir oss, og vér skulum einninn setja lífið út fyrir bræðurna. En nær að einhver hefir þessarar veraldar auðæfi og sér sinn bróður nauð líða og lýkur sitt hjarta til fyrir honum, hverninn blífur Guðs kærleiki hjá honum? Mín sonakorn, elskum eigi með orði og tungu, heldur með verki og sannleika.*
Þar af þekkjum vér það vér erum af sannleikanum og kunnum að haga vorum hjörtum fyrir hans augliti. Svo þó að vort hjarta fordæmi oss að Guð er meiri voru hjarta og þekkir alla hluti. Þér ástsamlegir, ef vort hjarta fordæmir oss eigi, þá höfum vér traustleik til Guðs. Og hvað vér biðjum, það munu vér af honum öðlast því að vér geymum hans boðorð og gjörum hvað fyrir honum þægilegt er.
Og það er hans boðorð það vér trúum á nafn hans sonar Jesú Kristi og elskum hver annan svo sem það hann gaf oss boðorðið. Og hver hann varðveitir hans boðorð, sá blífur í honum. Og þar af vitu vér það hann blífur í oss út af þeim anda, hvern hann hefir gefið oss.
Fjórði kapítuli
breytaÞér ástsamlegir, trúið eigi hverjum sem einum anda, heldur reynið andana hvort þeir eru af Guði. Því að þar eru margir falsspámenn í veröldina útgengnir. Þar af skulu þér Guðs anda kenna, að hver andi sem viðurkennir það Jesús Kristus sé í holdgan kominn, sá er af Guði. Og hver andi sem eigi viðurkennir það Jesús Kristus sé í holdgan kominn, sá er ekki af Guði, og það er sá andi þess Antakrists, af hverjum þér hafið heyrt það hann mundi koma og er nú þegar í heiminum.
Sonakorn, þér eruð af Guði og hafið hina yfirunnið því að sá í yður er, hann er hinum meiri sem í heiminum er. Þeir eru af heiminum. Fyrir því tala þeir út af heiminum, og heimurinn heyrir þeim. Vér erum af Guði. Hver hann viðurkennir Guð, sá heyrir oss. Hver hann er eigi af Guði, sá heyrir oss ekki. Og þar af kennum vér andann sannleiksins og andann villudómsins.
Þér ástsamlegir, elskum oss innbyrðis því að kærleikurinn er af Guði, og hver hann elskar, sá er af Guði fæddur og kennir Guð. Hver hann elskar ekki, sá kennir eigi Guð því að Guð er kærleikurinn. Í því auðbirtist kærleiki Guðs viður oss það Guð sendi sinn eingetinn son í heiminn að vér skyldum fyrir hann lifa. Þar inni er kærleikurinn: Eigi það vér elskuðum Guð, heldur það hann elskaði oss og sent sinn son til endurlausnar fyrir vorar syndir.
Þér ástsamlegir, fyrst það Guð hefir oss svo elskað, þá skulu vér einninn elska oss innbyrðis. Enginn hefir Guð neinu sinni sénan. Ef að vér elskum oss innbyrðis, þá blífur Guð í oss og hans kærleiki er fullkomlegur í oss. Þar af þekkju vér það vér blífum í honum og hann í oss því að hann hefir gefið oss af sínum anda. Og vér sáum og vitum það faðirinn hefir sent soninn til heimsins lausnara. Hver nú viðurkennir það Jesús er Guðs sonur, í þeim blífur Guð og hann í Guði. Og vér höfum þekkt og trúað þeim kærleika sem Guð hefir til vor.
Guð er kærleiki, og hver í kærleikanum blífur, sá blífur í Guði og Guð í honum. Í því er kærleikurinn fullkomlegur hjá oss að vér höfum traustleik á degi dómsins. Því að líka sem hann er, svo eru vér einninn í þessum heimi. Uggur er eigi kærleiki, heldur útdrífur fullkomlegur kærleiki hræðsluna. Því að hræðslan hefir kvöl, en hver hann hræðist, sá er ekki fullkomlegur í kærleikanum.
Látum oss hann elska því að hann hefir elskað oss fyrri. Ef einhver segir: Eg elska Guð, -og hatar sinn bróður, sá er ljúgari. Því hver hann elskar ekki sinn bróður, hvern hann sér, hverninn getur sá Guð elskað, þann er hann sér eigi? Og þetta boðorð höfum vér af Guði það hver hann elskar Guð, hann elski og einninn sinn bróður.*
Fimmti kapítuli
breytaHver hann trúir það Jesús sé Kristur, sá er af Guði fæddur, og hver eð elskar þann sem hann hefir getið, sá elskar og einnin þann sem af honum er fæddur. Þar af þekkjum vér það vér Guðs börn elskum nær vér elskum Guð og höldum hans boðorð. Því að það er kærleiki til Guðs það vér varðveitum hans boðorð. Og hans boðorð eru eigi þung því allt hvað af Guði er fætt, það yfirvinnur heiminn, og vor trúa er yfirvinningin, hver veröldina hefir yfirunnið. En hver er hann, sem veröldina yfirvinnur utan alleinasta sá er trúir það Jesús er Guðs sonur?
Þessi er hann, sá sem kemur með vatni og blóði, Jesús Kristus. Eigi með vatni alleinasta, heldur með vatni og blóði. Og andinn er sá sem vitnar það andinn er sannleiki. Því að þrír eru sem vitnisburðinn gefa á himni: Faðirinn, sonurinn og heilagur andi, og þeir þrír eru eitt. Og þrír eru sem vitnisburðinn gefa á jörðu: Andinn, vatnið og blóðið, og þau þrjú eru eitt. Ef vér meðtökum mannanna vitnisburð, þá er þó Guðs vitnisburður meiri. Því að Guðs vitnisburður er sá það hann hefir vitnað af sínum syni. Hver hann trúir á Guðs son, sá hefir þennan vitnisburð í sér.* Hver hann trúir ekki Guði, sá gjörir hann að ljúgara því að hann trúir ekki vitnisburðinum, þeim Guð fvitnar af sínum syni. Og þetta er vitnisburðurinn það Guð hefir gefið oss eilíft líf og þetta líf er í hans syni. Hver Guðs son hefir, sá hefir lífið. Hver hann hefir eigi Guðs son, sá hefir og eigi lífið.
Þetta skrifaði eg yður, þér sem trúið á nafn Guðs sonar, svo að þér vitið það þér hafið eilíft líf og það þér trúið á nafn Guðs sonar. Því að það er sá traustleiki sem vér höfum til hans, sá ef vér biðjum nokkurs að eftir sínum vilja heyrir hann oss. Og fyrst vér vitum það hann heyrir oss hvað vér biðjum, þá vitu vér það vér þær bænir höfum, hverjar vér höfum beðið af honum.
Ef nokkur sér sinn bróður syndgast einhverri synd eigi til dauða, sá má biðja og man hann gefa þeim lífið sem syndgaði ekki til dauða. Þar er %synd til dauða. Eg segi ekki að nokkur þar fyrir biðji. Allt ranglæti er synd, og þar er synd ekki til dauða.
Vér vitum það hver af Guði er fæddur, sá syndgar ekki, heldur sá af Guði er fæddur, hann varðveitir sig, og hinn vondi man eigi snerta hann. Vér vitum það vér erum af Guði og það allur heimurinn er skikkaður í vondu. En vér vitum það Guðs sonur er kominn og hefir gefið oss það sinni að vér kennum þann sem sannarlegur er og erum í hinum sannarlega, hans syni Jesú Kristo. Þessi er sannur Guð og eilíft líf. Sonakorn, varðveitið yður frá skurgoðum. Amen.