Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Jóhannis guðsspjöll

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(S. Jóhannis guðsspjöll)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli

breyta

Í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð. Það sama var í upphafi hjá Guði. Og allir hlutir eru fyrir það gjörðir, og án þess er ekkert gjört hvað gjört er. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Og ljósið lýsir í myrkrunum, og myrkrin hafa það eigi höndlað.

Þar var einn maður af Guði sendur. Sá hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar að hann bæri vitnisburð af ljósinu að allir skyldu fyrir hann trúa. Eigi var hann það ljós, heldur að hann bæri vitnisburð af ljósinu. Það var satt ljós hvert eð lýsir öllum mönnum sem koma í þennan heim. Það var í heiminum, og heimurinn var fyrir það gjörður, og heimurinn þekkti það eigi.

Hann kom til sinnar eiginnar, og hans sjálfir meðtóku hann eigi. En svo margir sem hann meðtóku, þá gaf hann þeim mátt Guðs börnum að verða, þeim er á hans nafn trúa, eigi þeim sem af blóðinu eða þeim sem af holdsins vild eður af mannsins vilja, heldur þeim sem af Guði eru bornir.

Og orðið varð hold og byggði með oss, og vér sáum þess dýrð, dýrð svo sem eingetins sonar af föðurnum, fullan náðar og sannleika.*

Jóhannes vitnar af honum, kallar og segir: Þessi er sá, af hverjum eg sagða: Eftir mig mun koma sá sem fyrir mig var því að hann var fyrri en eg. Og af hans gnægð höfum vér allir fengið, náð fyrir náð, því að lögmálið er fyrir Moysen út gefið, en náð og sannleikur er fyrir Jesúm Kristum vorðinn. (Enginn hefur um aldur Guð sénan). Sá eingetni sonur, sem í föðursins faðmi er, hann hefur oss þetta kunngjört.

Og þetta er vitnisburður Jóhannis þá þeir Júðar sendu af Jerúsalem presta og kynsmenn Leví að þeir skyldi spyrja hann: Hver ert þú? Og hann kenndist og neitaði því eigi. Og hann viðurkenndist, svo segjandi: Eigi em eg Kristur. Þeir spurðu hann þá enn að: Hvað þá? Ert þú Elías? Hann sagði: Eigi em eg. Ertu spámaður? En hann ansaði: Ekki. Þá sögðu þeir við hann: Hver ert þú þá svo að vér megum gefa andsvar þeim er oss út sendu? Hvað segir þú af sjálfum þér? Hann sagði: Eg em hrópandi rödd í eyðimörku: Greiði þér götu Drottins, svo sem sagði Esayas spámaður.

Og þeir sem útsendust, voru af faríseis. Þeir aðspurðu hann og sögðu honum: Því skírir þú þá ef þú ert eigi Kristur, eigi Elías, eigi spámaður? Jóhannes svaraði þeim og sagði: Eg skíri með vatni, en sá stendur mitt hjá yður, hvern þér þekkið eigi, hann er sá sem eftir mig mun koma, sá eð fyrir mig var, hvers eg em ei verður að eg skal upp leysa hans skóþvengi. Þetta skeði í Betabara hinumegin Jórdanar þar Jóhannes skírði.

En annars dags eftir sér Jóhannes Jesúm komanda til sín og mælti: Sjáið, þar er það lamb Guðs, hvert eð ber heimsins syndir. Þessi er, af hverjum eg sagða: Eftir mig kemur maður, sá fyrir mig var, því að hann var fyrr en eg. Og eg kennda hann eigi, heldur hitt að hann yrði kunnur í Írael, fyrir því kom eg að skíra með vatni.

Og Jóhannes vitnaði og sagði: Eg sá andann ofan stíga af himnum í dúfu líki og var yfir honum, og eg þekkta hann eigi, heldur sá mig sendi að skíra með vatni, hann sagði mér: Yfir hvern þú sér andann niður stíga og yfir honum vera, hann er sá sem skírir með helgum anda. Og eg sá það, og þennan vitna eg Guðs son vera.

En annars dags aftur stóð Jóhannes enn og tveir af hans lærisveinum. Og sem hann leit Jesúm ganga, segir hann: Sjáið, það er lamb Guðs. Og tveir af hans lærisveinum heyrðu hann tala og fylgdu Jesú eftir. En Jesús sneri aftur og leit þá sér fylgjandi, sagði hann þeim: Að hverju leiti þér? Þeir sögðu honum: Rabbí, - hvað að þýðist meistari, - hvar ert þú heima? Hann sagði þeim: Komið og sjáið. Þeir komu og skoðuðu hvar hann væri og voru hjá honum þann dag, en það var nær tíundu stund.

Einn af þessum tveimur var Andreas, bróðir Símonar Petri, sem heyrði af Jóhanni og Jesú eftir fylgdi. Hann fann þó áður sinn bróður, Símon, og sagði til hans: Vér höfum fundið Messíam, -hvað að útleggst smurður, - og fylgdi honum til Jesú. Þá Jesús leit hann, mælti hann: Þú ert Símon, sonur Jónas, þú skalt kallast Kefas. Það útleggst hellusteinn.

Annan dag þar eftir vildi Jesús ferðast til Galíleam aftur og finnur Filippum og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. En Filippus var af Betsaida, úr þeirra borg Andrésar og Petrus. Filippus fann Natanael og sagði honum: Vér höfum þann fundið, af hverjum Moyses í lögmálinu og allir spámenn hafa um skrifað, Jesúm Jósefsson af Nasaret. Natanael sagði til hans: Hvað má af Nasaret góðs koma? Filippus sagði honum: Kom og sjá.

Jesús sá Natanael komanda til sín og sagði af honum: Sjá[ið], einn sannan Íraelíta, í hverjum svik eigi eru. Natanael sagði þá við hann: Hverninn þekkir þú mig? Jesús ansaði, sagði til hans: Áður en Filippus kallaði á þig, þá þú vart undir fíkitrénu, sá eg þig. Natanael svaraði og sagði til hans: Rabbí, þú ert Guðs sonur, þú ert konungur Íraels. Jesús svaraði og sagði við hann: Þú trúir af því að eg sagða þér að eg hefða séð þig undir fíkitrénu. Sjá munt þú enn þessu meira. Hann sagði honum og: Sennilega, sennilega segi eg yður: Upp frá þessu munu þér sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og ofan yfir mannsins son.

Annar kapítuli

breyta

Og þriðja dag þar eftir varð brúðkaup til Kana í Galílea, og þar var móðir Jesú. Jesús var einninn boðinn og hans lærisveinar til brúðkaupsins. Og þá er þá þraut vínið, sagði móðir Jesú til hans: Þeir hafa eigi vín. Jesú sagði til hennar: Þú kona, hvað hefi eg með þig? Mín stund er eigi enn komin. Móðir hans sagði við þjónustumennina: Hvað helst hann segir yður, það gjörið. En þar voru sex steinker sett eftir venju ebreskrar hreinsunar. Hvert eitt tók tvo eður þrjá mælir. Jesús talaði til þeirra: Fyllið upp kerin af vatni. Og þeir fylltu þau allt á barma. Og hann sagði þeim: Hellið nú á og færið kæmeistaranum. Og þeir færðu honum. En þá kæmeistarinn smakkaði vatnið, það að víni var orðið, eigi vissi hann hvaðan að kom, en þjónustumennirnir, sem vatnið sóktu, vissu það. Hann kallar á brúðgumann og segir honum: Allir menn gefa í fyrstu gott vín og nær þeir gjörast ölvaðir, þá það hið léttara, en þú hefir geymt hið góða til þessa.

Þetta er hið fyrsta jarteikn það Jesús gjörði til Kana í Galílea, og hann opinberaði sína dýrð, hans lærisveinar trúðu og á hann. Eftir það fór hann ofan til Kapernaum, hann og móðir hans, bræður hans og lærisveinar, og voru þar eigi mjög marga daga.*

Þá var og nálæg páskahátíð Gyðinga, og Jesús fór upp til Jerúsalem og fann í musterinu sitjandi þá sem seldu naut, sauði, dúfur og þá sem umskipti gjörðu á peningum. Þá gjörði hann sér eina svipu af strengjum og rak út allt af musterinu, bæði naut og sauði, og hratt niður peningum þeirra er umskiptin gjörðu og sagði við þá sem dúfurnar seldu: Beri þér þetta burt héðan, og gjörið eigi míns föðurs hús að söluhúsi. Hans lærisveinar hugleiddu þá hvað skrifað er, að vandlæti húss þíns át mig.

Þá önsuðu Júðar og sögðu honum: Hvert teikn sýnir þú oss að þú megir þetta gjöra? Jesús svaraði og sagði þeim: Brjóti þér niður musteri þetta, en eg skal á þriðja degi það upp reisa. Þá sögðu Gyðingar: Þetta musteri er upp byggt í sex og fjöritigi ár, en þú vilt upp reisa það á þrim dögum. Hann talaði um musteri síns líkama. Og þá hann var af dauða risinn hugleiddu hans lærisveinar að hann hafði þetta mælt og trúðu ritninginni og þeim orðum er Jesús hafði talað.

En hann var í Jerúsalem um páska. Á þeim hátíðardegi þá trúðu margir á hans nafn, þeir sem sáu þau tákn er hann gjörði. En Jesús trúði þeim eigi til um sjálfan sig af því að hann þekkti alla og þurfti eigi við að nokkur bæri af manninum vitni því að hann sjálfur vissi hvað með manninum var.*

Þriðji kapítuli

breyta

Þar var einn mann í bland faríseos, Nikódemus að nafni. Hann var einn af höfðingjum Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði til hans: Rabbí, vér vitum að þú ert einn meistari af Guði kominn því að enginn getur gjört þá teikn sem þú gjörir nema Guð sé með honum. Jesús svaraði og sagði til hans: Sannlega, sannlega segi eg þér: Nema ef sá nokkur sem að nýju verður endurborinn, hann fær eigi að sjá Guðs ríki. Þá sagði Nikódemus til hans: Hverninn má maðurinn endurberast þá hann er gamall? Eður fær hann stigið aftur í sinnar móður kvið og fæðst svo? Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi eg þér: Nema að sá sem endurborinn verður úr vatni og af anda, getur eigi inn gengið í Guðs ríki. Hvað af holdinu fæðist, það er hold, og hvað sem fæðist af andanum, það er andi. Undra þú eigi þó eg segða þér að yður byrjaði á nýju að endurfæðast. Vindurinn blæs hvert hann vill, og þú heyrir hans þyt. En eigi veist þú hvaðan hann kemur eður hvert hann fer. Svo eru allir þeir sem af andanum eru endurbornir.

Nikódemus svaraði og sagði honum: Hverninn má þetta ske? Jesús svaraði og sagði: Ert þú meistari í Írael og veist eigi þetta? Sannlega, sannlega segi eg þér að vér segjum það vér vitum og vitnum það vér séð höfum, og vort vitni meðtakið þér eigi. Og ef þér trúið eigi þá eg segi yður af jarðlegum hlutum, hverninn munu þér trúa mega ef eg segða yður af himneskum hlutum?

Enginn mun og upp stíga til himna nema sá sem ofan sté af himni, sonur mannsins, sá sem er af himni. Og svo sem Moyses upp festi höggorminn í eyðimörku, líka byrjar mannsins syni upp að festast að allir þeir, er á hann trúa, fortapist eigi, heldur hafi eilíft líf.*

Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf út sinn eingetinn son til þess að allir þeir á hann trúa fyrirfærust eigi, heldur að þeir hafi eilíft líf. Því eigi sendi Guð son sinn í heiminn að hann fyrirdæmdi heiminn, heldur að heimurinn frelsist fyrir hann. Hver á hann trúir fyrirdæmist eigi, en hver hann trúir eigi, hann er nú þegar fyrirdæmdur því að hann trúir eigi á nafn eingetins Guðs sonar. En þessi er fyrirdæmingin að ljósið kom í heiminn, og mennirnir elskuðu meir myrkrið en ljósið því að þeirra verk voru vond. Hver illa gjörir, sá hatar ljósið, hann kemur og eigi til ljóssins að eigi straffist hans verk. En hver sannleikinn gjörir, hann kemur til ljóssins svo að hans gjörðir verði kunnar því að þær eru í Guði gjörðar.

Eftir þetta kemur Jesús og hans lærisveinar til Gyðingalands og dvaldist þar með þeim og skírði. Jóhannes var þar enn og skírði við Enon nærri Salim því að þar voru vötn mörg. Þeir komu þangað og skírðust því að Jóhannes var eigi enn innlátinn í myrkvastofu.

En þá gjörðist ein spurning af lærisveinum Jóhannis við Gyðinga um skírsluna. Þeir komu til Jóhannis og sögðu honum: Meistari, sá sem hjá þér var hinumegin Jórdanar, af hverjum þú bart vitni, sé, hann skírir nú, og allir koma til hans. Jóhannes svaraði og sagði: Maðurinn fær eigi meðtekið nokkuð nema honum verði það af himnum gefið. Þér eruð sjálfir mín vitni það eg sagða að eg væri eigi Kristur, heldur það að eg væra fyrir honum sendur. Því hver eð brúðina hefur, sá er brúðguminn, en vinur brúðgumans er sá sem stendur og hlýðir honum gleðjandist af fagnaði fyrir brúðgumans rödd. Minn fögnuður er nú upp fylltur. Honum ber að vaxa, en mér að minnka.

Sá sem að ofan kemur, hann er yfir öllum. Hver hann er af jörðu, hann er jörð, og af jörðu talar hann. En sá sem kemur af himni, hann er yfir öllum, og hvað hann sá og heyrði, það vitnar hann, og enginn tekur hans vitnisburð. En hver hann tekur hans vitnisburð, sá innsiglar það að Guð sé sannur. Því hvern þann sem Guð sendir, sá talar Guðs orð því að eigi gefur Guð sinn anda af skammti. Faðirinn elskar soninn, og allt gaf hann í hans hendur. Hver hann trúir á soninn, sá hefir eilíft líf, en hver hann er syninum aftrúa, hann mun eigi sjá lífið, heldur að Guðs reiði blífur yfir honum.

Fjórði kapítuli

breyta

En þá Drottinn fornam að farísei höfðu heyrt það Jesús gjörði fleiri lærisveina og skírði en Jóhannes þótt Jesús skírði eigi sjálfur, heldur hans lærisveinar, þá forlét hann Gyðingaland og fór aftur til Galíleam. Honum byrjaði og að reisa um mitt Samaríam. Þá kom hann í eina samverska borg, þá Síkar heitir, nærri því akurlendi er Jakob gaf syni sínum Jósef, en þar var brunnur Jakobs. Sem Jesús var vorðinn vegmóður, þá sat hann á brunninum. Það var nær um séttu stund.

Þá kemur þar ein samversk kona vatn að sækja. Jesús sagði til hennar: Gef þú mér að drekka, því hans lærisveinar voru inn gengnir í borgina að kaupa fæðslu. Þá segir sú samverska kona svo til hans: Hverninn beiðir þú mig drykkjar þar þú ert einn Júði, en eg em ein samversk kona. Því að eigi samneytast Júðar samverskum mönnum. Jesús svaraði og sagði til hennar: Ef þú vissir Guðs gjöf og hver hann væri, sá þér segði: Gef mér að drekka, má vera að þú beiddir af honum og hann gefi þér lifanda vatn. Þá sagði konan við hann: Herra, þú hefir eigi það sem þú getur með ausið, en hátt er ofan í brunninn. Eða hvaðan hefir þú lifanda vatn? Eður ertu meiri föður vorum Jakob, sá eð gaf oss þennan brunn, hann sjálfur drakk af honum, synir hans, hjörð hans?

Jesús svaraði og sagði henni: Allir þeir sem drekka af þessu vatni, þá þyrstir aftur, en hver hann drekkur af því vatni sem eg mun gefa honum, hann skal eigi þyrsta eilíflega, heldur það vatn, sem eg mun gefa honum, skal verða í honum brunnur uppsprettanda vats til eilífs lífs. Konan sagði þá til hans: Herra, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti eigi og að eg komi eigi hingað til vatsaustrar. Jesús sagði til hennar: Far þú, kalla á mann þinn og kom svo hingað. Konan svaraði og sagði: Eigi hefi eg mann. Jesús sagði til hennar: Þú sagðir vel: Eigi hefi eg mann, því að fimm menn hefir þú haft, og þann þú hefir nú, er eigi þinn maður. Þetta sagðir þú satt.

Konan sagði til hans: Herra, eg sé að þú ert spámaður. Feður vorir hafa á þessu fjalli tilbeðið, en þér segið til Jerúsalem sé sá staður þar vær eigum til að biðja. Jesús sagði henni: Kona, trú þú mér. Sú stund kemur að hvorki á þessu fjalli né til Jerúsalem munu þér tilbiðja föðurinn. Þér tilbiðjið það þér vitið eigi. En vér vitum hvað vér tilbiðjum því að heillin er af Gyðingum. En sá tími kemur og er nú þegar nær að sannir tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika af því að faðirinn æskir slíkra er hann svo tilbiðja. Guð er andi, og hverjir hann tilbiðja, þeim heyrir í anda og sannleika að tilbiðja hann.

Konan sagði til hans: Eg veit að Messías kemur, sá sem Kristur kallast. Og nær hann kemur, þá mun hann undirvísa oss þetta allt. Jesús sagði henni: Eg em hann, sá sem við þig talar. Og í því bili komu hans lærisveinar og undruðust því hann talaði við konuna. Þó sagði enginn: Að hverju spyr þú? eður: Hvað mælir þú við hana? En konan skildist þar við sína skjólu og gekk inn í staðinn og sagði til þeirra manna: Komið og sjáið þann mann er mér sagði allt það eg hefi gjört, hvort að hann er eigi Kristur? Þá gengu þeir af staðnum og komu til hans.

En þess á milli báðu hans lærisveinar og sögðu: Meistari, neyt þú. En hann sagði til þeirra: Eg hefi þá fæðu til að neyta, af hverri þér vitið ekki. Þá sögðu lærisveinarnir sín í millum: Eða hefir nokkur fært honum að eta? Jesús sagði til þeirra: Minn matur er sá að eg gjöri hans vilja, þess mig hefur sent, að eg fullkomni svo hans verk. Segið þér eigi sjálfir að það eru enn fjórir mánuðir til kornskurðartíma? Sé, eg segi yður: Lyftið upp augum yðar og sjáið akurlöndin það þau hvítna nú þegar til kornskurðar. Og hver hann sár, sá tekur laun og safnar ávexti til eilífs lífs að sá sem sáir, samfagni þeim er upp vinnur. Því sannast hér það orðtak að annar sé sá sem sár, en annar sá sem upp vinnur. Eg sendi yður upp að vinna það þér erfiðuð ekki. Aðrir hafa erfiðað, en þér genguð inn í þeirra erfiði.

Margir samverskir menn af þeim sama stað trúðu á hann fyrir konunnar orð, það vitnandi að, -hann sagði mér allt hvað eg gjört hefi. En þá hinir samversku voru til hans komnir, báðu þeir hann að hann væri þar. Og hann var þar tvo daga. Og miklu fleiri trúðu fyrir hans orð. Þeir sögðu og svo til konunnar: Eigi trú vér fyrir þín orð því að vér sjálfir heyrðum og vitum að þessi er sannur lausnari heimsins.*

En eftir tvo daga fór hann þaðan og reisti til Galíleam því að Jesús vitnaði það sjálfur að einn spámaður hafi eigi heiður á sinni föðurleifð. Þá hann kom í Galíleam, meðtóku hann hinir galeisku menn sem séð höfðu allt það hann gjörði til Jerúsalem um hátíðardaginn því þeir höfðu og komið til hátíðardagsins. Hann kom og aftur til Kana í Galílea þar hann hafði gjört vatn að víni.

Og þar var þá einn smákonungur, hvers sonur að lá sjúkur til Kaparnaum. Þá þessi heyrði það að Jesús var kominn af Gyðingalandi í Galíleam, fór hann til hans og bað hann að hann færi ofan og læknaði son hans því að hann væri að mestu látinn. Þá sagði Jesús til hans: Nema þér sjáið teikn og stórmerki, þá trúið þér eigi. Konungurinn sagði þá til hans: Herra, far ofan áður en sonur minn andast. Jesús sagði honum þá: Far þú, sonur þinn lifir. En maðurinn trúði þeim orðum er Jesús sagði honum og gekk þaðan. En þá hann fór ofan eftir, gengu hans þénarar í móti honum og kunngjörðu honum segjandi að sonur hans lifði. Þá spurði hann þá að á hverjum tíma honum hafði batnað, og þeir sögðu honum að í gær um séttu stund hvarf frá honum kaldan. Þá fann faðirinn að það var um þann tíma, á hverjum Jesús sagði honum: Sonur þinn lifir. Hann trúði og allt hans hús. Þetta er að nýju annað það jarteikn Jesús gjörði þá hann kom af Gyðingalandi til Galíleam.

Fimmti kapítuli

breyta

Eftir það var hátíð Gyðinga, og Jesús fór upp til Jerúsalem. En í Jerúsalem hjá fjárhúsinu er vatsdíki sem kallast á ebresku Betesda, hafandi fimm forbyrgi. Í þeim lá mikill fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra, visnaðra, bíðandi eftir vatsins hræring. En engill Drottins sté ofan í tilsettan tíma í díkið og hrærði upp vatnið. Og hver sem fyrstur sté ofan í díkið eftir vatsins hræring, sá varð heill af hverri sótt sem hann var haldinn. Þar var einn sá maður sem þrjátigi og átta ár hafði sjúkur verið. Þá Jesús leit þennan liggjanda og fornam að hann hafði langan tíma sjúkur verið, segir til hans: Viltu heilbrigður verða? Hinn sjúki svaraði honum: Herra, eg hefi eigi þann mann, þá vatnið hrærist, að láti mig í díkið því nær eg kem að, þá stígur annar fyrr inn en eg.

Jesús sagði til hans: Rís upp, tak sæng þína og gakk. Og strax varð sá maður heilbrigður og bar sína sæng og gekk þaðan. En á þeim degi var þvottdagur. Þá sögðu Gyðingar honum sem heilbrigður var orðinn: Það er þvottdagur. Eigi hæfir þér að bera sæng þína. Hann svaraði þeim: Sá mig heilan gjörði, hann sagði mér: Tak sæng þína og gakk. Þeir spurðu hann: Hver er sá maður er þér sagði: Tak sæng þína og gakk? En sá sem heilbrigður var vorðinn vissi eigi hver hann var því að Jesús hafði vikið sér afvega fyrst að svo mikill mannfjöldi var í þeim stað. Eftir það hitti Jesús hann í musterinu og sagði til hans: Sé, nú ertu heill vorðinn. Syndga nú eigi oftar svo að þig hendi eigi annað verra. Sá maður fór og undirvísaði Gyðingum að Jesús væri sá sem hann hefði heilan gjört. * En fyrir það ofsóktu Gyðingar Jesúm og leituðust um að deyða hann af því að hann gjörði þetta á þvottdegi. Jesús svaraði þeim: Faðir minn verkar allt hegat til, eg verkar og. En fyrir þetta sóktu Gyðingar meir til að deyða hann því að hann braut eigi einasta þvottdaginn, heldur sagði hann og að Guð væri sinn faðir, gjörandi sig svo Guði jafnan.

Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður að sonurinn fær ekkert af sjálfum sér gjört nema það hann sér föðurinn gjöra. Því að hvað helst hann gjörir, það gjörir og einninn sonurinn. Því faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt það hann gjörir. Og enn mun hann sýna honum önnur verk þessum meiri svo þér munuð undrast. Því að svo sem faðirinn upp vekur dauða og lífgar, svo lífgar og sonurinn þá sem hann vill. Því eigi dæmir faðirinn nokkurn, heldur gaf hann syninum allan dóm að allir heiðri soninn svo sem þeir heiðra föðurinn. Hver hann heiðrar eigi soninn, sá heiðrar eigi föðurinn, sá sem hann sendi. Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver mín orð heyrir og trúir þeim sem sendi mig, sá hefir eilíft líf, og eigi kemur hann í dóm, heldur líður hann úr dauða til lífs.

Sannlega, sannlega segi eg yður að sú stund kemur og er nú það dauðir munu heyra rödd Guðs sonar, og þeir sem heyra munu lifa. Því að líka sem faðirinn hefur lífið í sér sjálfum, svo gaf og hann syninum að hafa lífið í sjálfum sér. Hann gaf honum og vald til yfir að dæma af því að hann er mannsins sonur. Eigi skulu þér undrast þetta því að sú stund kemur, á hverri að allir þeir, sem í gröfunum eru, skulu heyra rödd Guðs sonar, og þeir munu þá fram ganga sem gjörðu til lífsins upprisu, en þeir sem illa gjörðu í dóms upprisu. *

Eigi fæ eg af mér sjálfum gjört nokkuð. Sem eg heyri, svo dæmi eg, og minn dómur er réttur því að eg leita eigi míns vilja, heldur hans vilja sem mig sendi. Ef eg ber mér sjálfum vitni, þá er mitt vitni ekki satt. Annar er sá sem af mér ber vitni, og eg veit að hans vitni er satt, það hann ber mér.

Þér senduð til Jóhannis, og hann bar af sannleiknum vitni. En eg tek eigi vitni af mönnum, heldur segi eg yður þetta uppá það þér hjálpist. Hann var skínanda og loganda ljós, en þér vilduð skamma stund gleðjast af hans ljósi. Eg hefi enn meira vitni en Jóhannes því að þau verk sem faðirinn gaf mér að eg fullkomni þau, því þau verk sem eg gjöri bera mér vitni það faðirinn hafi mig sent. Og faðirinn, sá sem mig sendi, hann sjálfur bar mér vitni. Eigi hafi þér nokkurn tíma heyrt hans rödd né séð hans ásýnd, og hans orð hafi þér eigi í yður blífandi því að þann hann sendi, honum trúið þér eigi.

Rannsakið ritningarnar því að þér meinið í þeim að hafa eilíft líf. Og þær eru það, hverjar af mér bera vitni. Og eigi vilji þér koma til mín svo að þér hefðuð líf. Eg tek öngva dýrð af mönnum af því eg kenni yður að þér hafið eigi Guðs ástsemd með yður. Eg kom í míns föðurs nafni, og þér meðtókuð mig eigi. Ef annar kemur í sínu eigin nafni, þann meðtakið þér. Hverninn megi þér trúa þar sem þér takið dýrð innbyrðis hver af öðrum, og þá dýrð sem af einum Guði er, hennar leiti þér eigi?

Eigi skulu þér það meina að eg muni klaga yður fyrir föðurnum. Þar er sá sem yður klagar, Moyses, á hvern þér vonið. Ef þér tryðuð Moysi svo tryðuð þér og mér því að af mér skrifaði hann. Því ef þér trúið eigi hans skrifi, hverninn megi þér þá mínum orðum trúa? *

Sétti kapítuli

breyta

Eftir það fór Jesús burt yfir sjávarhaf Galílee til staðarins Tíberias. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum eftir af því að þeir sáu þau jarteikn er hann gjörði á sjúkum. Jesús gekk þá upp á eitt fjall og settist þar sjálfur meður sínum lærisveinum. Þá var og páskahátíð Gyðinga nálæg. Jesús hóf þá upp sín augu og sá að margt fólk dreif að honum. Sagði hann við Filippum: Hvar kaupum vér brauð það þessir neyti? En þetta sagði hann af því að hann vildi reyna hann því að hann vissi sjálfur hvað hann vildi gjöra.

Filippus svaraði honum: Tvö hundruð peninga brauð nægjast þeim eigi þó að hver einn fái þá nokkuð lítið. Þá sagði honum einn af hans lærisveinum, Andrés, bróðir Símonar Petri: Hér er eitt ungmenni. Sá hefir fimm byggbrauð og tvo fiska. En hvað skal þetta á meðal svo margra? Þá sagði Jesús: Látið mennina setjast niður. Þar var í þeim stað mikið gras. Þá settust þar niður karlmenn að tölu nær fimm þúsundum. Jesús tók brauðin og gjörði þakkir, fékk sínum lærisveinum, en lærisveinarnir fengu þeim sem niður höfðu sest, líka einninn af fiskunum svo mikið sem þeir vildu.

En þá þeir voru mettir, sagði hann til sinna lærisveina. Safnið saman þær leifar sem af ganga svo ekki spillist. En þeir söfnuðu saman og fylltu upp tólf karfir meður þessar leifar af fimm byggbrauðum, hvert eð auk var þess sem þeir höfðu neytt. Þá er þessir menn sáu það að Jesús gjörði þetta teikn, sögðu þeir: Þessi er sannlega sá spámaður sem í heiminn skal koma. * En þá Jesús fann það að þeir mundu koma að grípa hann og kjósa til konungs, flýði hann einn upp aftur á fjallið.*

Að kveldi gengu hans lærisveinar ofan til sjávar, stigu þar á skip, og þá þeir komu yfir um þann sjó til Kaparnaum, var þegar myrkt vorðið. Jesús var þá eigi kominn til þeirra, en sjórinn tók að æsast upp af miklu veðri. Þeir höfðu þá róið svo nær sem fimm og tuttugu eður (xxx) skeiða. Þeir sáu þá Jesúm ganganda á sjónum og kominn nær skipinu. Þeir óttuðust þá, en hann sagði til þeirra: Eg em, óttist þér eigi. Þá vildu þeir hafa tekið hann inn á skipið, og jafnsnart var skipið komið að því landi sem þeir fóru til.

Annan dag eftir sá fólkið sem hinumegin sjávarins stóð að eigi var þar annað skip til nema það eina sem hans lærisveinar höfðu á stigið, og Jesús hafði eigi sjálfur stigið á það skip meður sínum lærisveinum, heldur voru hans lærisveinar einir af stað farnir. Þar komu og yfir um önnur skip frá Tíberias, hvar nærri er þeim stað sem þeir höfðu brauðin etið fyrir herrans þakkargjörð. Og þá er fólkið sá að Jesús var eigi þar og eigi heldur hans lærisveinar, steig það á skipin, komu til Kaparnaum og leituðu að Jesúm.

Og þá þeir höfðu fundið hann hinumegin sjávarins, sögðu þeir til hans: Rabbí, nær komt þú hingað? Jesús svaraði þeim og sagði: Sannlega, sannlega segi eg yður: Þér leitið mín eigi af því að þér sáuð teiknin, heldur af því að þér neyttuð af brauðunum og urðuð saddir. Verkið eigi þeirrar fæðu sem líst, heldur þeirrar sem stöðug blífur til eilífs lífs, hverja eð mannsins sonur mun gefa yður. Því að Guð faðir hefir hann innsiglað.

Þá sögðu þeir til hans: Hvað skulu vér þá gjöra svo vér gjörum Guðs verk? Jesús svaraði og sagði þeim: Það eru Guðs verk að þér trúið á hann, þann hann sendi. Þá sögðu þeir til hans: Hvert gjörir þú fyrir teikn svo að vér sjáum og trúum þér, eður hvað gjörir þú? Feður vorir átu himnabrauð í eyðimörku sem skrifað stendur: Hann gaf þeim að eta brauð af himni. Þá sagði Jesús til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður að eigi gaf Moyses yður brauð af himni, heldur gefur faðir minn yður satt brauð af himni. Því að þetta er Guðs brauð það sem af himni sté ofan og heiminum gefur líf.

Þeir sögðu þá við hann: Herra, gef þú oss jafnan þetta brauð. En Jesús sagði þeim þá: Eg em það lífs brauð. Hver hann kemur til mín, þann mun eigi hungra, og sá hann trúir á mig, hann mun aldregi þyrsta.* Eg sagða yður það þér hafið mig sénan og trúið þó eigi. Allt hvað faðirinn gefur mér, það kemur til mín, og hvern þann sem til mín kemur, hann mun eg eigi út reka. Því að eg sté ofan af himni eigi upp á það að eg gjöri minn vilja, heldur hans vilja sem mig sendi. Þetta er föðursins vilji, þess mig senda að eg glati öngu af öllu því sem hann gaf mér, heldur skal eg upp vekja það á efsta degi. En það er míns föðurs vilji, þess mig sendi, að hver sá sem soninn sér og trúir á hann hafi eilíft líf, og eg mun upp vekja hann á efsta degi.

Þá mögluðu Júðar yfir því það hann sagði: Eg em það brauð, hvert eð ofan sté af himni. Og þeir sögðu svo: Er eigi Jesús þessi sonur Jósefs, hvers að vér þekkjum bæði föður og móður? Hverninn segir hann þá það eg em ofan stiginn af himni? Jesús svaraði þeim: Möglið eigi innbyrðis. Enginn fær til mín komið nema sá faðir, sem mig sendi, togi hann, og eg mun upp vekja hann á efsta degi. Svo er og skrifað á spámannabókum að þeir munu allir verða af Guði lærðir. Hver helst sem heyrir af föðurnum og lærir það, sá kemur til mín. Eigi það að nokkur hafi föðurinn sénan nema sá sem er af Guði, hann hefir séð föðurinn.

Sannlega, sannlega þá segi eg yður að hver sem trúir á mig, hann hefir eilíft líf. Eg em lífsins brauð. Feður yðrir átu himnabrauð í eyðimörku og eru dauðir. Þessi er það brauð sem ofan sté af himni að hver sem etur af því, hann deyr eigi. Eg em það lifanda brauð sem af himni sté ofan. Hver sem etur af þessu brauði, sá lifir eilíflega. Og það brauð, sem eg mun gefa, er mitt hold, hvert að eg mun út gefa heiminum til lífs.*

Júðar þráttuðu þá sín á milli, svo segjandi: Hverninn fær þessi gefið oss sitt hold að eta? Jesús sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema ef þér etið hold mannsins sonar og drekkið hans blóð, þá hafi þér ekki lífið með yður. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá hefir eilíft líf, og eg mun upp vekja hann á efsta degi. Því að mitt hold er sönn fæða, og mitt blóð er sannur drykkur. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá blífur í mér og eg með honum. Líka sem að mig sendi lifandi faðir og eg lifi sakir föðursins, svo og hver hann etur mig, sá mun og lifa fyrir mínar sakir. Þetta er það brauð sem ofan sté af himni. Eigi svo sem það er yðrir feður höfðu himnabrauð etið og eru dauðir. Hver hann etur þetta brauð, sá lifir að eilífu.*

Þetta sagði hann kennandi í samkunduhúsinu til Kaparnaum. En margir af hans lærisveinum, sem þetta heyrðu, sögðu: Hörð er þessi ræða. Hver kann henni að heyra? En Jesús vissi meður sjálfum sér að hans lærisveinar mögluðu af þessu. Þá sagði hann til þeirra: Misþokkar yður þetta? Hvað mun þá ef þér sæjuð mannsins son upp stíga þangað sem hann var fyrrum. Andinn er sá eð lífgar, holdið er til einskis neytt. Þau orð er eg tala fyrir yður, þau eru andi og líf. En nokkrir eru þeir af yður, hverjir eigi trúa. Því að Jesús vissi af upphafi hverjir eigi voru trúaðir og hver sá var er hann mundi svíkja. Og hann sagði: Fyrir því sagða eg yður það enginn fær til mín komið nema að honum sé það gefið af mínum föður.

Eftir það gengu margir af hans lærisveinum aftur til baka og gengu eigi lengur þaðan af meður honum. Þá sagði Jesús til þeirra tólf: Vilji þér og frá ganga? En honum svaraði Símon Petrus: Herra, hvert skulu vær fara? Þú hefir orð eilífs lífs, vér trúum og kennum það þú ert Kristur, sonur Guðs lifanda. Jesús svaraði þeim: Hefi eg eigi útvalið yður tólf, og einn af yður er fjandi. En hann sagði af Júdasi Símonssyni Ískaríot því að hann sveik hann þó að hann væri einn af tólf.

Sjöundi kapítuli

breyta

Eftir þetta gekk Jesús um Galíleam því að hann vil eigi ganga um Júdeam af því að Gyðingar vildu helslá hann. Þá var og nálæg tjaldbúðarhátíð Gyðinga. Bræður hans sögðu þá til hans: Far þú héðan og gakk til Júðalands svo að þínir lærisveinar sjái þau verk eð þú gjörir. Því að sennilega gjörir enginn sá nokkuð leynilega sem sjálfur hann eftir leitar kunnur að verða. Ef þú gjörir það, þá opinbera þú sjálfan þig heiminum. Því hans bræður trúðu eigi á hann.

Jesús sagði til þeirra: Minn tími er eigi enn kominn, yðar tími er jafnan reiðubúinn. Heimurinn fær yður eigi hatað, en mig hatar hann því að eg ber vitnisburð af honum það hans verk eru vond. Fari þér upp til hátíðardagsins. Eg vil enn eigi fara upp til þessarar hátíðar því að minn tími er enn eigi upp fylltur. En þá hann hafði sagt þeim þetta, bleif hann samt í Galílea. Nú sem að hans bræður voru upp farnir, þá fór hann og sjálfur upp, eigi opinberlega heldur svo sem nokkur á laun. Júðar spurðu að honum um hátíðina og sögðu: Hvar er hann? Og mikill krytur var í lýðnum um hann því sumir sögðu: Góður er hann, en aðrir sögðu: Nei, að heldur leiði hann lýðinn afvega. Enginn talaði þó bert um hann fyrir hræðslu sakir við Gyðinga. En að hálfnaðri hátíðinni sté Jesús upp í musterið og lærði. Júðar undruðust, svo segjandi: Hverninn veit hann ritningarnar þar hann hefir þó eigi lært þær? Jesús svaraði þeim og sagði: Minn lærdómur er eigi minn, heldur hans sem mig sendi. Ef sá er nokkur sem gjöra vill hans vilja, hann reynir hvort þessi lærdómur er af Guði eður hvort eg tala af mér sjálfum. Því hver sem af sjálfum sér talar, sá leitar sinnar eiginnar dýrðar, en hver hann leitar þess dýrðar sem hann sendi, sá er sannur, og ekkert ranglæti er með honum.

Gaf Moyses yður eigi lög þó enginn yðar haldi lögin? Eður því sæki þér eftir að lífláta mig? Lýðurinn svaraði og sagði: Djöfulinn hefir þú. Hver sækir til að lífláta þig? Jesús svaraði og sagði: Eitt verk gjörða eg, og það undri þér allir. Moyses gaf yður því umskurðarskírn, eigi það hún væri af Moyse komin, heldur af forfeðrunum, og þó umskeri þér manninn á þvottdegi. Nú ef maðurinn meðtekur umskurðarskírn á þvottdegi svo að eigi brjótist Moyses lögmál, en þér afvirðið þó fyrir mér það eg gjörða allan manninn heilan á þvottdegi. Þér skuluð eigi dæma eftir yfirlitum, heldur dæmið réttum dómi.

Þá sögðu nokkrir af þeim sem voru af Jerúsalem: Er það ekki sá sem þeir sóktu til að lífláta? Sjáið, nú talar hann opinberlega, og enginn þeirra segir honum grand. Eða vita vorir höfðingjar það víst að þessi sé sannur Kristur? En vér vitum þó hvaðan þessi er. Þá Kristur kemur, veit enginn hvaðan hann er.

Þá kallaði Jesús í musterinu, lærandi og svo segjandi: Þér kennið mig og vitið hvaðan eg em. En eg kom eigi af sjálfum mér, heldur er hann sannorður, sá mig sendi, hvern þér þekkið eigi. Eg þekki hann vel því að eg em af honum, hann sjálfur sendi mig. Þá sóktu þeir til að grípa hann, en enginn lagði þó hendur á hann því að eigi var hans tími enn kominn. Margt af fólkinu trúði á hann * og sögðu: Þá Kristur kemur, mun hann nokkuð gjöra fleiri teikn en þessi gjörir?

Þá faríseis heyrðu nú lýðinn krytja þetta um hann, þá sendu prestahöfðingjar og faríseis þénara út að þeir handtæki hann. Jesús sagði þá til þeirra: Litla stund em eg enn hjá yður, og þá fer eg til hans sem mig sendi. Þér leitið mín og finnið mig eigi, og þar sem eg er, þangað fái þér eigi að koma. Þá sögðu Gyðingar sín á milli: Hvert vill hann fara svo að vér finnum hann eigi? Eður vill hann ganga í sundurdreifing heiðinna manna og læra þær heiðnar þjóðir? Hverninn er sú ræða sem hann sagði: Þér leitið mín og finnið eigi, og þar sem eg er, þangað fái þér eigi að koma?

Á síðasta degi hinnar miklu hátíðar stóð Jesús upp og kallaði, svo segjandi: Ef nokkurn þyrstir, komi hann til mín og drekki. Hver hann trúir á mig (svo sem ritningin segir), af hans kviði skulu fram fljóta vötn hins lifanda vats. En þetta sagði hann af þeim anda, hvern þeir skyldu meðtaka sem á hann tryðu. Því heilagur andi var þá eigi út gefinn af því að Jesús var enn eigi auglýstur.

Og margir af lýðnum, sem heyrðu þessa hans ræðu, sögðu: Þessi er sannur spámaður. Aðrir sögðu: Hann er Kristur. En sumir sögðu: Skal Kristur nokkuð koma af Galílea? Segir eigi ritningin að Kristur komi af Davíðs sæði og úr kastalanum Betlehem þar sem Davíð var? Líka svo varð ein misgreining með fólkinu um hann. Nokkrir af þeim vildu hafa gripið hann, en enginn lagði þó hendur á hann. Þénararnir komu aftur til faríseis og prestahöfðingjanna, og þeir sögðu þá til þeirra: Því höfðu þér hann eigi hingað? Þénararnir svöruðu: Þar hefir aldri nokkur maður svo talað sem þessi maður. Þá svöruðu faríseis þeim: Eða eru þér og villtir? Trúir nokkur höfðingjanna eður af faríseis á hann, heldur það fólk sem ekkert veit af lögmálinu og bölvað er? Níkódemus sagði þá til þeirra, sá sem kom til hans um nótt, hver eð einn var af þeim: Dæmir vort lögmál nokkuð manninn nema hann sé fyrri rannsakaður og sé vitað hvað hann gjörir? Þeir svöruðu og sögðu til hans: Eða ertu einn af Galíleis? Rannsaka þú ritningina og skoða það af Galílea mun ekki spámaður upp rísa. Og hver gekk heim til sinna húsa. *

Áttandi kapítuli

breyta

Jesús gekk þá í fjallið Oliveti. Og að morgni í dögun kom hann aftur í musterið, og allt fólkið kom til hans. Hann setti sig og lærði það.

En hinir lögklóku og farísear leiddu fram fyrir hann þá konu sem í hórdóm var fallin og settu hana þar í miðið, sögðu svo til hans: Meistari, þessi kona er nú fundin í hórdómi. En Moyses býður oss í lögmálinu að berja þess háttar menn grjóti. Eða hvað segir þú til? En þetta sögðu þeir af því þeir freistuðu hans að þeir mættu svo ákæra hann. En Jesús laut niður og páraði með fingrinum á jörðina. Og sem þeir létu eigi af að spyrja hann, þá rétti hann sig upp og sagði til þeirra: Hver yðar, sem er án syndar, kasti sá fyrstur steini á hana. Þá laut hann niður aftur og páraði á jörðina. Þá þeir heyrðu þetta, gekk einn eftir öðrum út, fyrstir þó öldungarnir. Jesús var þá einn eftir og konan þar standandi mitt fyrir honum. En þá Jesús rétti sig upp og sá þar öngvan nema konuna, sagði hann til hennar: Kona, hvar eru þeir sem þig áklaga? Hefir nokkur fordæmt þig? En hún sagði: Herra, enginn. Jesús sagði henni þá: Eigi mun eg fordæma þig. Gakk héðan og syndga nú ei oftar héðan af.

Jesús talaði enn aftur til þeirra, svo segjandi: Eg em ljós heimsins. Hver hann fylgir mér eftir, sá gengur eigi í myrkrunum, heldur hefir hann ljós lífsins. Þá sögðu farísei til hans: Þú ber vitni af sjálfum þér. Þinn vitnisburður er eigi sannur. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Ef eg ber af sjálfum mér vitni, þá er minn vitnisburður sannur því að eg veit hvaðan eg kom og hvert að eg fer. En þér vitið eigi hvaðan eg kom eður hvert eg fer. Þér dæmið eftir holdinu. Eg dæmi öngvan. En ef eg dæmi, þá er minn dómur réttur því að eg er eigi einn saman, heldur eg og sá faðir sem mig sendi. Svo er og skrifað í lögum yðar að tveggja manna vitnisburður sé sannur. Eg em sá sem af mér sjálfum ber vitni, og faðirinn, sá mig sendi, hann ber og af mér vitni. Þá sögðu þeir til hans: Hver er faðir þinn? Jesús svaraði: Eigi kenni þér mig né minn föður. Ef þér þekktuð mig, þá þekktu þér og minn föður. Þessi orð talaði Jesús við ölmusukistuna þá hann kenndi í musterinu. Og enginn tók hann því að hans stund var enn eigi komin. *

Þá sagði Jesús enn til þeirra: Eg fer, og þér leitið mín, og í synd yðvarri deyi þér. Hvert eg fer, þangað fái þér eigi að koma. Þá sögðu Gyðingar: Mun hann vilja drepa sjálfan sig það hann segir: Hvert að eg fer, þangað fái þér eigi að koma? Þá sagði hann þeim: Þér eruð hér neðan að, eg em að ofan. Þér eruð af þessum heimi, eg em eigi af þessum heimi. Því segði eg yður að þér mynduð deyja í syndum yðrum. Þá sögðu þeir til hans: Hver ert þú? Jesús sagði til þeirra: Það upphaf sem nú talar við yður. Margt hefi eg að tala og dæma um yður, en sá mig sendi, hann er sannorður, og hvað eg heyrða af honum, það tala eg fyrir heiminum. En þeir skildu það eigi að hann sagði þeim af Guði föður.

Þá sagði Jesús til þeirra: Nær þér upp hefjið mannsins son, þá skilji þér að eg sé hann, og af mér sjálfum gjöri eg ekkert, heldur það sem lærði mig minn faðir, það tala eg. Og sá er mig sendi, hann er meður mér. Og eigi lét hann mig einn saman því að eg gjöri jafnan það honum er þægt.* Þá hann talaði þetta, trúðu margir á hann.

Þá sagði Jesús til þeirra Gyðinga sem á hann trúðu: Ef þér blífið við mína ræðu, þá eru þér mínir sannir lærisveinar, og þá þekki þér sannleikinn, og sannleikurinn mun yður frelsa. Þá svöruðu þeir honum: Vér erum Abrahams sæði, og aldri höfum vér nokkrum þjónað. Hverninn segir þú það þér skuluð frjálsir verða.

Jesús svaraði þeim og sagði: Sannlega, sannlega segi eg yður að hver helst sem syndina gjörir, hann er syndarinnar þræll. Þrællinn blífur eigi eilíflega í húsinu, en sonurinn blífur þar eilíflega. Nú ef sonurinn frelsar yður, þá eru þér réttlega frjálsir. Eg veit að þér eruð Abrahams synir. Þó sæki þér til að deyða mig því að mín ræða grípur öngvan stað hjá yður. Eg tala það sem eg séð hefi hjá mínum föður, og hvað þér sáuð hjá yðrum föður, það gjöri þér.

Þeir svöruðu og sögðu til hans: Abraham er vor faðir. Þá sagði Jesús þeim: Ef þér væruð Abrahams synir, þá gjörðu þér Abrahams verk. En nú leiti þér eftir að lífláta mig, þann mann þó sem sannleikinn talar fyrir yður. En þetta gjörði eigi Abraham. Þér gjörið yðars föðurs verk. Þá svöruðu þeir: Eigi erum vér í hórdómi bornir. Einn Guð höfum vér fyrir föður. Jesús sagði þá til þeirra: Ef Guð væri yðar faðir, þá elskuðu þér mig því að eg em af Guði kominn og fram stiginn. Því eigi kom eg af sjálfum mér, heldur sendi hann mig. Fyrir því þekki þér þá eigi mitt mál af því þér megið eigi heyra mína ræðu.

Þér eruð af föðurnum fjanda, og girndum yðars föðurs þá vilji þér eftir fylgja. Hann var einn morðingi þegar að upphafi, og eigi stóð hann í sannleiknum því að sannleikurinn er eigi með honum. Þá hann talar lygi, talar hann af sínu eigin því að hann er einn ljúgari svo og þess hlutar faðir. En eg af því eg segi sannleikinn, þá vilji þér mér eigi trúa.

Hver yðar kann straffa mig af nokkurri synd? Nú ef eg segi sannleikinn, því trúi þér þá eigi á mig? Hver hann er af Guði, sá heyrir Guðs orð. Af því heyri þér eigi að þér eruð eigi af Guði.

Þá svöruðu Júðar og sögðu honum: Segju vær eigi vel að þú ert samverskur og hefir djöfulinn? Jesús svaraði: Eigi hefi eg djöful, heldur vegsama eg föður minn, og þér vanheiðrið mig. En eg leita eigi að minni dýrð. Sá er sem leitar og dæmir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Ef nokkur er sá sem geymir mín orð, hann mun eigi sjá dauðann að eilífu. Þá sögðu Júðar við hann: Nú finnu vær að þú hefir djöfulinn. Abraham er dauður og spámennirnir, og þú segir: Ef nokkur er sá eð geymir mín orð að hann muni eigi smakka dauðann að eilífu. Eður ert þú meiri feður vorum Abraham, hver framliðinn er, og spámennirnir eru og framliðnir? Hvern gjörir þú sjálfan þig?

Jesús svaraði: Ef eg vegsama mig sjálfur, þá er mín dýrð engin. Þar er minn faðir, sá mig vegsamar, hvern þér segið yðvarn Guð vera og þekkið hann þó eigi. En eg þekki hann. Og ef eg segða það eg þekkti hann eigi, þá væri eg einn ljúgari líkur yður, heldur þekki eg hann og geymi hans orð.

Abraham faðir yðar gladdist að hann skyldi sjá minn dag, og hann sá hann og varð glaður við. Þá sögðu Júðar til hans: Þú ert enn eigi fimmtugur, þó sátt þú Abraham. Jesús sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður: Áður en Abraham var, em eg. Þá tóku þeir upp steina að þeir köstuðu á hann. En Jesús forðaði sér og gekk úr musterinu. *

Níundi kapítuli

breyta

Og þá eð Jesús gekk fram hjá, sá hann þann einn mann sem blindur var borinn. Hans lærisveinar spurðu hann þá að og sögðu: Rabbí, hvort braut þessi eður hans foreldrar að hann fæddist svo blindur? Jesús svaraði: Eigi braut þessi né hans foreldrar, heldur að Guðs verk skulu auglýsast á honum. Mér byrjar að verka hans verk, þess mig sendi, á meðan að dagur er. Nóttin kemur nær enginn fær verkað. Svo lengi sem eg er í veröldinni, þá em eg ljós veraldar.

Þá hann hafði sagt þetta, spýtti hann á jörðina og gjörði sér hrákasaur og neri saurnum um augu hins blinda og sagði honum: Far þú til díkisins Sílóa, og hvað að þýðist sendur, og þvo þér. Þá gekk hann og þvó sér og kom sjáandi. Þá sögðu nágrannar hans og þeir sem hann höfðu áður þekkt að hann var bónarmaður: Er það eigi sá sem sat og beiddi? Sumir sögðu: Hann er það. En aðrir sögðu: Líkur er hann honum. Hann sjálfur sagði: Eg em sá. Þeir sögðu þá við hann: Hverninn eru þín augu upp lokin? Hann svaraði og sagði: Sá maður, sem nefndist Jesús, gjörði sér saur og reið á mín augu, og hann sagði mér: Far þú til díkisins Sílóa og þvo þér. Eg gekk að þvo mér og fékk sýnina. Þeir sögðu til hans: Hver er hann? Hann sagði: Eg veit ekki.

Þá leiddu þeir hann fyrir faríseos sem áður hafði blindur verið. En þá var þvottdagur er Jesús gjörði þann saurinn og opnaði hans augu. Þá spurðu farísei hann enn að hverninn hann hefði sýnina fengið, en hann sagði þeim: Saur lagði hann á mín augu, eg þvó og nú sé eg. Þá sögðu sumir af faríseis: Eigi er þessi maður af Guði því að hann heldur eigi þvottdaginn. En aðrir sögðu: Hverninn má syndugur maður gjöra þvílík teikn? Og þar varð sundurþykkja þeirra á milli. Þá sögðu þeir enn til hins blinda: Hvað segir þú af honum því að hann opnaði þín augu? En hann sagði: Spámaður er hann.

Gyðingar trúðu eigi af honum að hann hefði blindur verið og væri nú skyggn vorðinn þangað til þeir kölluðu á hans foreldra, sem sýnina hafði aftur fengið, og spurðu þau að, svo segjandi: Er hann ykkar son, hvern þér segið blindan borinn vera? Eða hverninn sér hann nú? Hans foreldrar svöruðu þeim og sögðu: Við vitum að þessi er okkar sonur og það hann var blindur borinn. En með hverjum hætti hann sér nú, það vitum við ekki, eður hver hans augu opnaði, það vitu við og ekki. Hann hefir sjálfur aldur til að svara fyrir sig. Spyrjið hann að. Þetta sögðu hans feðgin, af því að þau óttuðust Gyðinga, því að Gyðingar höfðu þá þegar samblásið með sér það ef nokkur meðkenndi hann fyrir Kristum, að sá skyldi út rekinn af þeirra samkundum. Fyrir því sögðu hans feðgin að hann hefði aldur til, spyrjið hann að.

Þá kölluðu þeir aftur í öðru sinni á þann mann sem blindur hafði verið og sögðu honum: Gef Guði heiðurinn. Vér vitum að þessi maður er syndugur. Hann svaraði og sagði: Er hann syndugur? Það veit eg ekki. Eitt veit eg að eg var blindur og nú sé eg. Þeir sögðu þá enn til hans: Hvað gjörði hann þér? Eður hverninn lauk hann upp þínum augum? Hann svaraði þeim: Eg sagða yður það. Hafi þér ekki heyrt það? Til hvers vilji þér heyra það aftur? Eða vilji þér verða hans lærisveinar? Þá bölvuðu þeir honum og sögðu: Þú ert hans lærisveinn, en vær erum Moyses lærisveinar. Vér vitum að Guð talaði við Moyses, en vér vitum eigi hvaðan þessi er.

Sjá maður svaraði og sagði þeim: Það er undarlegt að þér vitið eigi hvaðan hann er, og þó lauk hann upp mínum augum. En vér vitum að Guð heyrir eigi synduga, heldur það ef nokkur er Guðs dýrkari og gjörir eftir hans vilja, þann heyrir hann. Um aldur hefir það eigi heyrt verið að nokkur hafi upp lokið þess manns augum sem blindur var borinn. Væri þessi maður eigi af Guði, þá mætti hann ekkert gjöra. Þá svöruðu þeir og sögðu til hans. Allur ert þú í synd alinn, og þú lærir oss. Og þá ráku þeir hann út.

Þá Jesús heyrði það að þeir höfðu hann út rekið og er hann fann hann, þá sagði hann til hans: Trúir þú á Guðs son? Hann svaraði og sagði: Herra, hvar er hann það eg trúi á hann? Jesús sagði til hans: Þú sátt hann, og hann sem við þig talar, sá er hann. Hinn svaraði: Herra, eg trúi. Og hann tilbað hann. Jesús sagði honum: Til dóms kom eg í þennan heim að þeir, sem eigi sjá, skyldu sjá og að þeir verði blindir sem sjá. * Og nokkrir af faríseis heyrðu þetta sem hjá honum voru og sögðu til hans: Eða eru vér þá blindir? Jesús sagði þeim: Ef þér væruð blindir, þá hefðu þér öngva synd. Nú fyrst þér segið: Vér sjáum, þá blífur yðar synd.

Tíundi kapítuli

breyta

Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver hann gengur eigi inn um dyrnar í sauðahúsið, heldur stígur hann inn með öðrum hætti, sá er þjófur og spillvirki. En sá sem gengur inn um dyrnar, hann er hirðir sauðanna. Fyrir honum lýkur dyravörðurinn upp, og sauðirnir heyra hans rödd, og hann kallar sína sauði með nafni, leiðir þá og út. Og þá hann hefir sína sauði út látið, gengur hann frammi fyrir þeim, sauðirnir fylgja honum og eftir því að þeir þekkja hans rödd. En öðrum annarlegum fylgja þeir eigi eftir, heldur flýja þeir frá honum því að þeir kenna eigi annarlegra rödd. Þessa málsgrein talaði Jesús til þeirra, en þeir vissu eigi hvað hann sagði þeim.

Þá sagði Jesús enn aftur til þeirra: Sannlega, sannlega þá segi eg yður að eg em dyr sauðanna. Og allir hverjir helst fyrir mér komu, þeir eru þjófar og spillvirkjar, og sauðirnir hlýddu þeim eigi. Eg em dyrnar. Ef nokkur gengur inn um mig, sá mun frelsast. Hann mun og ganga út og inn, hann skal og finna sitt fóður. Þjófurinn kemur ei til annars en hann steli, drepi og fordjarfi. En eg em kominn til þess að þeir skyldu hafa líf og fulla nægð. *

Eg em góður hirðir. Góður hirðir gefur sína önd út fyrir sína sauði. En leiguliðinn, sá eigi er hirðir og hvers sauðirnir eru eigi eiginlegir, sér hann úlfinn komanda, yfirgefur hann sauðina og flýr, en úlfurinn grípur og stökkvir sauðunum. En leiguliðinn flýr af því að hann er leiguliði og gætir ekki sauðanna. Eg em góður hirðir, og eg þekki mína sauði, eg þekkjunst og af mínum svo sem að þekkir mig minn faðir, og eg þekki föðurinn. Og mína önd legg eg út fyrir mína sauði. Eg hefi og aðra sauði sem eigi eru af þessu sauðahúsi. Þá byrjar mér og hegat til að leiða, og þeir munu heyra mína rödd svo að það verði eitt sauðahús og einn hirðir. *

Fyrir því elskar mig minn faðir að eg legg út önd mína, eg tek hana og aftur. Enginn tekur hana og af mér, heldur legg eg hana út af sjálfum mér. Eg hefi vald til hana af að leggja, eg hefi og vald til hana aftur að taka. Þetta boðorð fékk eg af mínum föður. Þá varð enn sundurþykkja í millum Gyðinga fyrir sakir þessara orða. En margir af þeim sögðu: Djöfulinn hefir hann, og óður er hann. Til hvers heyri þér honum? Aðrir sögðu: Þessi orð eru einskis óðs manns. Eða fær djöfullinn blinds manns augum upp lokið?

Þá gjörðist mustérisvígsla til Jerúsalem. Það var um vetur. Og Jesús gekk í musterinu í forbyrgi Salamonis. Þá umkringdu hann Júðar og sögðu til hans: Hversu lengi þá heldur þú vorri sálu upp? Ef þú ert Kristur, þá seg oss það berlega. Jesús svaraði þeim: Eg sagða yður það, en þér trúið eigi. Þau verk, er eg gjöri í míns föðurs nafni, bera vitni af mér, en þér trúið eigi því að þér eruð ei af mínum sauðum. Svo sem eg sagða yður að mínir sauðir heyra mína rödd, eg þekki þá og þeir fylgja mér eftir. Og eg gef þeim eilíft líf, og eigi skulu þeir fyrirfarast að eilífu, enginn skal þá og grípa úr minni hendi. Faðir minn, sá eð mér gaf, hann er öllum meiri, og enginn fær gripið af míns föðurs hendi. Eg og faðirinn erum eitt.

Þá tóku Gyðingar enn steina upp að grýta hann. Jesús svaraði þeim þá: Mörg góð verk sýndi eg yður af mínum föður. Fyrir hverra verka sakir þá vilji þér grýta mig? Gyðingar svöruðu honum þá, svo segjandi: Fyrir góð verk grýtu vér þig eigi, heldur fyrir þá guðlastan þar sem þú ert maður og gjörir þig sjálfan að Guði. Jesús svaraði þeim: Er eigi svo skrifað í yðru lögmáli: Eg sagða það þér eruð guðir? Nú ef það kallar þá guði, til hverra Guðs orð eru skeð - og því ritningin má eigi rjúfast - en við þann, sem faðirinn helgaði og í heiminn sendi, þá segi þér: Þú guðlastar, af því eg sagða: Eg em sonur Guðs? Ef eg gjöri ekki míns föðurs verk, þá trúið mér ekki. Nú fyrst eg gjöri þau, þá trúið verkunum þó þér viljið mér ekki trúa svo að þér kennið og trúið það faðirinn sé meður mér og eg meður honum.

Þá sóktu þeir enn til að grípa hann, en hann gekk út af þeirra höndum og fór aftur í þann stað hinumegin Jórdanar sem Jóhannes hafði áður skírt og var þar. Margir komu til hans og sögðu: Jóhannes gjörði að vísu ekkert teikn, en allt hvað Jóhannes sagði af þessum, þá er satt. Og margir trúðu þar á hann.

Ellefti kapítuli

breyta

Þar lá einn sjúkur maður, Lasarus að nafni af Betanía í híbýlum Maríu og hennar systur Marte. En María var sú sem herrann hafði smurt meður smyrslum og þurrkað hans fætur með sínum hárlokkum, hverrar bróðir var sá Lasarus sem sjúkur lá. Systur hans senda þá til Jesú, svo segjandi: Herra, sjá nú, sá þú elskar, hann er nú sjúkur. Þá Jesús heyrði það, sagði hann þeim: Þessi sótt er eigi til dauða, heldur til Guðs dýrðar svo að Guðs sonur verði fyrir hana dýrkaður. En Jesús elskaði Martam og systur hennar Maríu og svo Lasarum. Þá hann hafði það heyrt að hann var sjúkur, bleif hann samt tvo daga í þeim stað sem hann var þá.

Eftir það talar hann til sinna lærisveina: Göngu vér aftur í Júdeam. Þá sögðu hans lærisveinar við hann: Rabbí, næst þá (xii) stundir á degi? Hver hann gengur um daginn, sá steytir sig eigi því að hann sér þessa heims ljós. En hver hann gengur um nætur, sá steytir sig því að þar er ekkert ljós í honum. Þetta mælti hann, og eftir það sagði hann til þeirra: Lasarus, vinur vor, hann sefur, en eg fer að vekja hann af svefni. Þá sögðu hans lærisveinar: Herra, ef hann sefur, þá batnar honum. Jesús talaði um hans dauða, en þeir ætluðu að hann mundi segja af eðlilegum svefni. Þá sagði Jesús þeim opinberlega: Lasarus er látinn, og eg fagna fyrir yðrar sakir það eg var eigi þar svo að þér trúið. Og göngum nú til hans. Þá sagði Tómas, sem kallaðist tortrygginn, til lærisveinanna: Göngu vær til og deyjum með honum.

Jesús kom og þá og fann það hann hafði fjóra daga í gröfinni legið. En Betanía lá hart nærri Jerúsalem, svo sem xv renniskeið. Margir Gyðingar voru þar komnir til Martam og Maríu að þeir hugguðu þær um lát bróður síns. Sem Marta heyrir að Jesús kemur, rennur hún í móti honum, en María sat heima.

Þá sagði Marta við Jesúm: Herra, ef þú hefðir hér verið, þá væri bróðir minn eigi látinn. En eg veit að hvers þú beiðist af Guði, það gefur Guð þér. Jesús sagði til hennar: Bróðir þinn skal upp rísa. Marta sagði þá til hans: Eg veit að hann rís upp á efsta dags upprisu. Jesús sagði við hana: Eg em upprisa og líf. Hver hann trúir á mig, sá mun lifa þótt nú væri dauður, og hver hann lifir og trúir á mig, sá skal eigi deyja að eilífu. Trúir þú þessu? Hún sagði þá til hans: Já, herra. Eg trúi að þú sért sá Kristur, sonur Guðs, sem í heiminn skyldi koma.

Þá hún hafði þetta sagt, fór hún og kallaði Meistarinn er hér nær og kallar á þig. Þá hin heyrði það, stóð hún fljótt upp og kom til hans. Því að Jesús var enn eigi kominn til kastalans, heldur var hann enn í þeim stað sem Marta hafði í móti honum komið. En þeir Júðar, sem í húsinu voru og hana hugguðu, sáu það að hún stóð svo fljótt upp og gekk út. Fylgdu þeir henni eftir og sögðu: Hún fer til grafarinnar að gráta þar.

Þá María kom þangað sem Jesús var og hún leit hann, féll hún til fóta hans og sagði honum: Herra, ef þú hefðir hér verið, þá væri bróðir minn eigi látinn. Sem Jesús sá hana nú gráta og þá Gyðinga grátandi er með henni komu, byrstist hann við í sínum anda og hryggðist með sjálfum sér og sagði: Hvar hafi þér lagt hann? Þeir sögðu honum: Herra, kom og skoða. En þá tárfelldi Jesús. Þá sögðu Gyðingar: Sjáið, hversu kæran hann hefir haft hann. En aðrir af þeim sögðu: Mátti hann, sem opnaði blinds manns augu, eigi gjöra við því að þessi hefði ekki dáið? Jesús sturlaðist þá enn með sjálfum sér, og þá kom hann til grafarinnar, en það var einn jarðmunni, steinn var þar og yfir lagður.

Jesús sagði: Takið af steininn. Þá sagði Marta, systir hins dauða, til hans: Herra, hann lyktar nú því að hann er ferdagaður. Jesús sagði til hennar: Sagði eg þér ekki að ef þú tryðir, þá mundir þú sjá Guðs dýrð? Þá tóku þeir steininn ofan af þeim stað sem hinn dauði var í lagður. En Jesús hóf þá sín augu upp og sagði: Faðir, eg þakka þér það þú heyrðir mig, en eg veit þó að þú heyrir mig jafnan, heldur fyrir fólksins sakir sem hér stendur í kring, þá sagði eg það svo að það trúi því að þú sendir mig.

Þá hann hafði þetta sagt, kallaði hann hárri röddu: Lasari, kom þú út. Og þá strax kom sá út sem dauður hafði verið, reyrður með líkböndum að höndum og fótum, og um hans ásjón var sveipað meður sveitadúki. Jesús sagði til þeirra: Leysið hann, látið burt ganga. Margir af Gyðingum, sem komið höfðu til Mariam og sáu hvað Jesús gjörði, þá trúðu á hann. * En sumir af þeim gengu burt til faríseis og sögðu þeim hvað Jesús hafði gjört.

Þá samtóku biskupar og farísei eitt ráð og sögðu: Hvað skulu vær til gjöra því að þessi maður gjörir mörg teikn? Ef vér sleppum honum svo, þá trúa allir á hann, og þá koma Rómverjar að taka vort land og lýði. En einn af þeim, Kaífas að nafni, sá sem það sama ár var biskup, sagði til þeirra: Þér vitið ekkert og hugleiðið ekkert að betra er fyrir oss að einn maður deyi fyrir fólkið svo að eigi tapist allur lýður. En þetta sagði hann ei af sjálfum sér, heldur af því að hann var þess árs biskup. Þá spáði hann að Jesús skyldi deyja fyrir það fólk, eigi einasta fyrir það fólk, heldur það að hann safnaði í eitt þeim Guðs börnum er sundur voru dreifð. Og upp frá þeim degi samtóku þeir með sér að lífláta hann.

Jesús gekk eigi þaðan af berlega hjá Gyðingum, heldur fór hann burt í eitt byggðarlag nærri eyðimörku, í þá borg sem kallaðist Efrem, og þar dvaldist hann meður sínum lærisveinum. * En þá var páskahátíð Gyðinga nálæg, og margir úr þeirri sveit gengu upp til Jerúsalem fyrir páskana að hreinsa sig. Þeir stóðu og spurðu eftir Jesú og töluðu sín á millum í musterinu: Hvað sýnist yður það hann kemur eigi til hátíðardagsins? En biskupar og faríseis gáfu út það boðorð að ef nokkur vissi hvar hann væri, þá skyldi undirvísa þeim svo að þeir mættu höndla hann.

[Tólfti] kapítuli

breyta

Sex dögum fyrir páska kom Jesús í Betaníam þar sem Lasarus hafði dauður verið, hvern eð Jesús hafði upp vakið af dauða. En þeir bjuggu honum þar eina kveldmáltíð, og Marta þjónaði. Lasarus var einn af þeim sem til borðsins sat með honum. Þá tók María eitt smyrslapund af hinu skærasta og dýrlegasta narden og smurði með fæturnar á Jesú og þurrkaði svo hans fætur meður sínum hárlokkum. Húsið fylltist og upp af ilm smyrslanna. Þá sagði einn af hans lærisveinum, Júdas Símeonsson Ískaríot, sá er hann sveik þar eftir: Fyrir því eru þessi smyrsl eigi seld fyrir þrjú hundruð peninga og gefið fátækum? Þetta sagði hann eigi af því að hann hirti um fátæka, heldur af því að hann var þjófur og hafði fépyngjuna og bar það sem gefið var. Þá sagði Jesús: Lofa henni því þetta geymdi hún til míns greftrunardags. Volaða hafi þér jafnan hjá yður, en mig hafi þér eigi að jafnaði.

En er fjöldi mikill af Gyðingum fornam að hann var þar sjálfur, komu þeir ei einasta þangað fyrir Jesús sakir, heldur að þeir sæi Lasarum, þann sem hann hafði af dauða reist. * En prestahöfðingjar samtóku og það að láta í hel slá Lasarum því að fyrir hans sakir gengu margir af Gyðingum þangað og trúðu á Jesúm.

Annan dag eftir þá eð lýðurinn heyrði sem til hátíðardagsins var kominn að Jesús kæmi til Jerúsalem, þá tóku þeir sér kvistu af pálmaviði og gengu út í móti honum og hrópuðu: Hósíanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, konungur Íraels. En Jesús fékk eina ösnu og reið þar á svo sem skrifað er: Óttast eigi, þú dóttir Síon. Sé, þinn konungur kemur ríðandi á einum ösnufola. En þetta skildu eigi hans lærisveinar í fyrstu, heldur þá eð Jesús var auglýstur, þá hugleiddu þeir að þetta var af honum skrifað og þeir höfðu honum þetta gjört.

En það fólk bar honum vitni sem hjá var þá hann kallaði Lasarum úr gröfinni og af dauða upp vakti. Af því gekk múgafólkið út í móti honum, það heyrði að hann hafði gjört sodant teikn. En farísei sögðu sín á milli: Þér sjáið nú að vér afrekum ekkert. Sjáið, að allur heimur fer eftir honum.

Þar voru og nokkrir Grikkir meður þeim sem upp höfðu farið að tilbiðja um hátíðina. Þeir gengu til Filippo, hver eð var af Betsaida úr Galílea, báðu hann og sögðu: Herra, vér vildum fá að sjá Jesúm. Filippus kom og sagði það Andrea, en Andreas og Filippus sögðu það Jesú. En Jesús ansaði þeim: Sá tími er nú kominn að sonur mannsins auglýsist.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema það að frækornið falli í jörðina og deyi, þá blífur það eitt saman. En ef það deyr, færir það mikinn ávöxt. Hver hann elskar sína önd, hann glatar henni, en hver hann hatar sína önd í þessum heimi, sá varðveitir hana til eilífs lífs. Ef nokkur vill mér þjóna, þá fylgi hann mér eftir, og hvar eg em, þar skal og minn þénari vera. Og ef nokkur þjónar mér, þá mun minn faðir hann heiðra.*

Mín sála er nú hrygg, og hvað skal eg segja? Faðir, frelsa þú mig af þessum tíma. En fyrir því kom eg þó í þennan tíma. Faðir, birt þú nafn þitt. Þá kom rödd af himni, svo segjandi: Eg hefi það upp birt, og eg skal það enn upp birta. Þá sagði fólkið sem hjá stóð og á heyrði: Þar urðu reiðarþrumur. Aðrir sögðu: Engill talaði við hann. Jesús svaraði og sagði: Eigi kom þessi rödd fyrir mínar sakir, heldur fyrir sakir yðar.

Nú er kominn dómur þessa heims. Nú mun og þessa heims höfðingi út rekast. Og fyrst eg verð upp hafinn af jörðu, þá mun eg draga allt til míns sjálfs. En þetta sagði hann teiknandi með hverjum dauða eð hann skyldi deyja. Þá svaraði fólkið honum: Vér höfum heyrt úr lögunum að Kristur blífi að eilífu. Hverninn segir þú þá að mannsins syni byrjar upp að hefjast? Hver er sá mannsins sonur? Þá sagði Jesús til þeirra: Ljósið er stutta stund hjá yður. Gangið því á meðan þér hafið ljósið svo að myrkrin höndli yður eigi. Því sá er gengur í myrkrunum, hann veit eigi hvert hann fer. Og á meðan þér hafið ljósið, þá trúið á ljósið upp á það þér séuð synir ljóssins.

Þetta talaði Jesús og gekk burt síðan og huldi sig fyrir þeim. Þótt hann gjörði mörg teikn fyrir þeim, þá trúðu þeir þó eigi á hann svo að uppfylltist orðsaga Esæa spámanns, þá hann sagði: Herra, hver trúir vorri predikan, og hverjum er armleggur Drottins opinberaður? Fyrir það máttu þeir eigi trúa að Esæas segir enn í öðrum stað: Alblindaði hann augu þeirra og ofherti hjörtu þeirra svo að þeir sæi eigi með augunum né skildu með hjartanu að þeir umsnúist svo eg græði þá. Þetta sagði Esæas þá hann leit hans dýrð og talaði af honum. Margir af höfðingjum trúðu einninn á hann, en fyrir sakir faríseis þá meðkenndu þeir það eigi svo að þeir væri eigi forboðaðir af samkomum því að þeir elskuðu meir vegsemd manna en Guðs dýrð.

Jesús kallaði þá og sagði: Hver sem á mig trúir, hann trúir eigi á mig, heldur á hann sem mig sendi, en hver hann sér mig, hann sér þann sem mig sendi. Eg em ljós í heiminn kominn svo að hver sem á mig trúir, blífi eigi í myrkrunum. Og ef nokkur heyrir mín orð og trúir eigi, hann mun eg eigi dæma því að eg kom eigi til að dæma heiminn, heldur að frelsa heiminn. Hver hann fyrirlítur mig og meðtekur eigi mín orð, hann hefir þann eð hann dæmir. Það orð sem eg talaði, það mun dæma hann á efsta degi. Því að eg talaði eigi af sjálfum mér, heldur faðirinn sá mig sendi, hann gaf mér sjálfur boðorð til hvað eg skyldi segja eður mæla, og eg veit að hans boðorð er eilíft líf. Það eg tala, það tala eg svo sem faðirinn sagði mér.

Þrettándi kapítuli

breyta

Fyrir páskahátíðina, og Jesús vissi að hans tími var kominn að hann gengi úr þessum heimi til föðursins. Og líka sem hann elskaði sína þá er hér voru í heimi, svo elskaði hann þá og allt til enda. Og að gjörðri kveldmáltíðinni (því djöfullinn hafði þá þegar sent í hjarta Júdasar Símonssonar Ískaríot, að hann sviki hann) vissi Jesús það faðirinn hafði allt gefið honum í hendur og það að hann var af Guði út kominn og til Guðs færi hann. Stóð hann upp frá kveldmáltíðinni, lagði af sér klæðin og tók eitt línklæði, gyrti um sig. Eftir það hellti hann vatni í eina munnlaug og tók til að þvo fæturna á lærisveinunum og þurrkaði meður því línklæði er hann var með gyrtur.

Þá kom hann til Símonar Petri. En Pétur sagði til hans: Herra, átt þú að þvo á mér fætur? Jesús svaraði og sagði honum: Hvað eg gjöri, það veist þú nú eigi, en seinna veist þú það. Þá sagði Pétur til hans: Aldri um ævi skalt þú mína fætur þvo. Jesús svaraði honum: Ef eg skal eigi þvo þér, þá hefir þú ekki hlutdeild meður mér. Símon Petrus sagði þá: Herra, ei einasta fæturna, heldur jafnvel höfuð og hendur. Jesús sagði til hans: Sá þveginn er, hann þarf eigi að þvo nema fæturnar því hann er allur hreinn. Þér eruð og hreinir, en eigi allir. Því hann vissi fyrir hver sá var er hann mundi svíkja. Fyrir það sagði hann: Þér eruð ei allir hreinir.

En eftir það hann hafði þvegið fætur þeirra, tók hann sín klæði, settist niður aftur og sagði þá enn til þeirra: Viti þér hvað eg gjörða yður? Þér kallið mig meistara og herra, þér segið það og rétt því að eg er hann, og nú ef eg, herra og meistari, þvó yðra fætur, þá skulu þér og innbyrðis þvo hver annars fætur. Þetta gaf eg yður til eftirdæmis svo þér gjörið líka sem eg gjörða við yður. Sannlega, sannlega segi eg yður að þjóninn er eigi meir sínum herra né sendiboðinn æðri þeim er hann út sendi.

Ef þér vitið þetta, þá eru þér sælir ef þér gjörið þetta. Eigi segi eg af yður öllum. Eg veit hverja eg hefi út valið, heldur það að uppfyllist ritningin: Sá sem að etur brauð meður mér, hann treður mig undir fætur. Nú segi eg yður það áður en það sker svo að þér trúið þá það er skeð að eg em hann. Sannlega, sannlega þá segi eg yður: Hver hann meðtekur þann er eg sendi, sá meðtekur mig, en hver hann meðtekur mig, hann meðtekur þann sem mig sendi.

Þá Jesús hafði þetta sagt, hryggðist hann í sínum anda, vottaði og sagði: Sannlega, sannlega segi eg yður það einn af yður mun forráða mig. Þá leit hver lærisveinanna til annars uggandi við af hverjum hann segði. En þar var einn af hans lærisveinum sem sat til borðsins í faðmi Jesú, hvern er Jesús elskaði mjög. Honum benti Símon Petrus að hann spyrði hann hver sá væri er hann hefði til talað. Af því að hann lá þá á brjósti Jesú sagði hann til hans: Herra, hver er sá? Jesús svaraði: Sá er hann, að hverjum eg rétti vökvaðan brauðbita. Og þá hann vökvaði brauðið, gaf hann það Júdasi Símonssyni Ískaríot, og eftir þann bita fór andskotinn í hann.

Þá sagði Jesús til hans: Hvað þú gjörir, þá gjör það snart. En enginn af þeim sem til borðsins sátu, vissi til hvers hann talaði. Sumir ætluðu það af því að Júdas hafði fépungana að Jesús mundi segja honum: Kaup þú það er oss gjörist þörf til hátíðardagsins, eða að hann gæfi nokkuð fátækum. Og þá hann hafði bitann tekið, gekk hann strax út, og þá var nótt. En þá hann var út genginn, sagði Jesús: Nú er mannsins sonur auglýstur, og Guð er auglýstur með honum. Fyrst Guð er auglýstur með honum, þá mun Guð auglýsa hann í sjálfum sér, og snarlega mun hann auglýsa hann.

Sonakorn mín, eg em enn litla stund hjá yður. Þér leitið mín, og líka sem eg sagði við Gyðinga: Hvert eg fer, þangað kunni þér eigi að koma, svo segi eg yður nú. Eitt nýtt boðorð þá gef eg yður að þér elskið hver annan. Líka sem eg elskaði yður, svo skulu þér og elskast innbyrðis, og af því kenna allir að þér eruð mínir lærisveinar ef þér hafið kærleikann yðar í milli. Símon Petrus segir til hans: Herra, hvert fer þú? Jesús svaraði honum: Þangað sem eg fer, máttu nú að sinni eigi fylgja mér, en seinna meir þá muntu fylgja mér. Pétur segir til hans: Herra, því má eg nú ekki fylgja þér? Eg vil setja mitt líf út fyrir þig. Jesús svaraði honum: Hvað mundir þú setja þitt líf út fyrir mig? Sannlega, sannlega þá segi eg þér að haninn gelur ei áður en þú hefir neitað mér þrisvar.

Fjórtándi kapítuli

breyta

Þá sagði hann til sinna lærisveina: Hryggvist eigi í yðru hjarta. Trúi þér á Guð, þá trúið og á mig. Í míns föðurs húsi eru margar verur, en ef eigi svo væri, þá segði eg að eg færa að tilbúa yður staði. Og ef eg fer héðan að tilbúa yður stað, þá vil eg þó aftur koma og taka yður til mín sjálfs svo þér séuð þar sem eg er. Og hvert eg fer, það viti þér, og veginn viti þér.

Tómas sagði til hans: Herra, vér vitum eigi hvert þú fer, eða hverninn megu vér þá veginn vita? Jesús sagði til hans: Eg em vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til míns föðurs nema fyrir mig. Því ef þér þekkið mig, þá þekki þér og minn föður, og nú héðan frá þá þekki þér og svo sáu þér hann.

Filippus sagði til hans: Herra, sýn oss föðurinn. Þá nægir oss. Jesús sagði þá til hans: Svo lengi em eg í hjá yður, og þú þekkir mig eigi, Filippe? Hver mig sér, sá sér og föðurinn. Og hverninn segir þú þá: Sýn oss föðurinn? Trúir þú eigi að eg em með föðurnum og faðirinn með mér? Þau orð er eg tala til yðar, þau tala eg eigi af sjálfum mér. Faðirinn, sá sem meður mér byggir, hann sjálfur gjörir þau verk. Trúið mér að eg sé með föðurnum og faðirinn meður mér. Ef eigi annars þá trúið mér þó fyrir verkanna sakir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver hann trúir á mig, sá mun gjöra þau verk sem eg gjöri. Hann mun og gjöra þessum meiri því að eg fer til míns föðurs. Og hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það vil eg gjöra svo að faðirinn dýrkist í syninum. Og hvers þér biðjið í mínu nafni, það vil eg gjöra. *

Ef þér elskið mig, þá haldið mín boðorð. Og eg mun biðja föðurinn að hann gefi yður annan huggara, þann er blífur með yður eilíflega, þann sannleiksanda, hvern heimurinn fær eigi meðtekið því hann sér hann eigi og þekkir hann eigi. En þér þekkið hann því að hann blífur hjá yður og mun vera með yður. Eigi læt eg yður föðurlausa. Eg kem til yðar.

Innan skamms tíma þá mun heimurinn ei sjá mig meir. En þér skuluð sjá mig því að eg lifi og þér munuð og lifa. Á þeim degi kenni þér að eg em með föðurnum og faðirinn með mér og eg með yður.

Hver hann hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá sem mig elskar. En hver hann elskar mig, sá elskast af mínum föður, og eg mun elska hann, eg mun og opinbera mig honum. Þá sagði Júdas eigi Skariot til hans: Herra, hvað verður þess gjört að þú munt vilja opinbera sjálfan þig fyrir oss, en eigi heiminum? Jesús svaraði og sagði til hans: Hver hann elskar mig, sá varðveitir mín orð, og minn faðir mun elska hann. Og við komum til hans og gjörum okkur í hjá honum vistarveru. En hver hann elskar eigi mig, sá varðveitir eigi mín orð. Og það orð, er þér heyrið, er eigi mitt, heldur föðursins, þess er mig sendi.

Þetta * sagði eg yður á meðan eg var hjá yður. En huggarinn, hinn heilagi andi, þann er minn faðir mun senda yður í mínu nafni, hann sjálfur mun læra yður alla hluti og áminna yður á allt það hvað eg sagða yður.

Minn frið læt eg hjá yður, minn frið gef eg yður. Eigi svo sem heimurinn gefur, þá gef eg yður. Yðart hjarta hryggvist eigi né skelfist. Þér heyrðuð það eg sagða yður: Eg fer og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig, þá gleddust þér við það eg sagða: Eg fer til föðursins, því að faðirinn er mér meiri. Og nú sagði eg yður það fyrr en það sker svo að þér trúið þá það er skeð.

Hér eftir mun eg eigi tala margt við yður því að höfðingi þessa heims kemur og með mig hefur hann ekkert, heldur það að heimurinn kenni það eg elska föðurinn og það eg gjöri svo sem faðirinn hefir mér boðið. * Stöndum upp og göngum héðan.

Fimmtándi kapítuli

breyta

Eg em sannur vínviður, og minn faðir er víngarðsvörðurinn. Hvern þann kvist á mér, er eigi færir ávöxt, mun hann af kvista. Hvern þann, sem ávöxt færir, mun hann hreinsa svo að hann færi meira ávöxt. Þér eruð nú hreinir fyrir sakir þess orðs er eg talaði við yður. Blífið í mér og eg með yður. Líka sem vínkvisturinn fær eigi fært ávöxt af sjálfum sér nema hann sé á vínviðartrénu, svo og eigi heldur þér nema þér blífið á mér.

Eg em vínviðartréið, en þér eruð vínviðarkvistirnir. Hver hann blífur í mér og eg meður honum, sá færir mikinn ávöxt því að án mín fái þér einskis orkað. Hver sá er eigi blífur í mér, hann er út kastaður sem annar vínviðarkvistur og uppþornar. Og þeir saman lesa þá og kasta á eld og brenna. Nú ef þér blífið í mér og mín orð blífa í yður, biðjið þá hvers þér viljið, og það skal yður veitast. Því verður minn faðir dýrkaður að þér færið mikinn ávöxt og verðið mínir lærisveinar.

Svo sem elskaði mig minn faðir, líka svo elska eg og yður. Blífið í minni ástsemd. Ef þér varðveitið mín boðorð, þá blífi þér í minni ástsemd, líka svo sem eg varðveiti míns föðurs boðorð, og eg blíf í hans ástsemd. Þetta tala eg því til yðar að minn fögnuður blífi hjá yður og yðar fögnuður uppfylltist. * Það er mitt boðorð að þér elskist yðar í milli svo sem eg elskaði yður. Enginn hefir meiri ástsemd en sá er hann setur sitt líf út fyrir sína vini. Þér eruð mínir vinir ef þér gjörið það eg býð yður. Og héðan af kalla eg yður eigi þénara því að þjónninn veit eigi af hvað hans herra gjörir. En yður segi eg vini því að allt hvað eg heyrða af mínum föður það kunngjörða eg yður. Eigi útvöldu þér mig, heldur hefi eg útvalið yður. Og eg skikkaði yður til að þér genguð og færðuð ávöxt svo að yðar ávöxtur blifi til þess að hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, þá gefi hann yður. Það býð eg yður að þér elskið hver annan. Ef heimurinn hatar yður, þá vitið að hann hefir hatað mig fyrri en yður. Ef þér væruð af þessum heimi, þá elskaði heimurinn það hans væri. Því sennilega eruð þér eigi af heiminum, heldur útvalda eg yður úr heiminum, fyrir það hatar yður heimurinn. Minnist á mín orð er eg sagða: Þjóninn er eigi meiri sínum herra. Ef þeir hafa ofsókt mig, þá munu þeir og ofsækja yður. Hafa þeir geymt mín orð, þá munu þeir og geyma yðar orð.

En allt þetta munu þeir gjöra yður fyrir míns nafns sakir því að þeir þekkja eigi hann, þann er mig sendi. Ef eg væri eigi kominn og hefði eigi sagt þeim það, þá hefði þeir öngva synd. Nú hafa þeir ekkert það þeir vernda sína synd með. Hver sem mig hatar, sá hatar og minn föður. Ef eg hefða eigi gjört þau verk á meðal þeirra sem enginn hefir annar gjört, þá hefðu þeir öngva synd. En nú hafa þeir séð og hata þó bæði mig og minn föður, heldur það að sú málsgrein, sem skrifuð er í þeirra lögmáli, uppfylltist: Fyrir ekkert höfðu þeir mig að hatri. * En þá sá huggari kemur er eg mun senda yður af mínum föður sem er sannleiksandi, hver af föðurnum fram gengur, hann mun bera vitni af mér. Þér munuð og bera mér vitni því að þér hafið frá upphafi hjá mér verið.

Sextándi kapítuli

breyta

En þetta tala eg til yðar svo að þér blygðist eigi því þeir munu forboða yður. Og sá tími kemur að hver yður líflætur, hann meinar sig gjöra þægt verk Guði. Og þetta gjöra þeir yður af því að þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. En þetta tala eg því til yðar að nær sú stund kemur, þá skulu þér minnast þar á því að eg sagða yður það. En þetta sagða eg yður eigi í upphafi því eg var hjá yður. * Og nú fer eg til hans sem mig sendi, og enginn yðar spyr mig að: Hvert fer þú? heldur að því eg talaði þetta til yðar, þá uppfylltist yðart hjarta af hryggð. En eg segi yður þó sannleikinn að það batar yður að eg fari héðan því að ef eg fer eigi héðan, þá kemur eigi huggarinn til yðar. En ef eg fer héðan, þá mun eg senda hann til yðar. Og þá hann kemur, straffar hann heiminn fyrir synd og fyrir réttlæti og fyrir dóm, -fyrir syndina því þeir trúa eigi á mig, en fyrir réttlætið því að eg fer til föðursins, og þaðan af sjái þér mig eigi, en fyrir dóminn því að þessa heims höfðingi er dæmdur.

Enn hefi eg margt að segja yður, en þér fáið eigi allt borið að sinni. Nær að kemur sá sannleiksandi, þá mun hann kenna yður allan sannleik því að eigi talar hann af sjálfum sér, heldur hvað hann heyrði, það talar hann, og hvað ókomið er, það kunngjörir hann yður. Hann sami mun og auglýsa mig því að af mínu mun hann það taka og kunngjöra yður. Allt hvað minn faðir hefur, það er mitt. Fyrir því sagða eg að af mínu mun hann það taka og kunngjöra yður. *

Og innan skamms þá munu þér eigi sjá mig, og enn aftur innan skamms þá munu þér sjá mig því að eg fer til föðursins. Þá sögðu hans lærisveinar sín á milli: Hvað er það að hann sagði oss: Innan skamms þá munu þér eigi sjá mig, og þá aftur innan skamms munu þér sjá mig því að eg fer til föðursins? Þá sögðu þeir: Hvað er það: Innan skamms? Vér vitum eigi hvað hann segir. Þá fornam Jesús að þeir vildu spyrja hann að og sagði til þeirra: Þér spyrjið að því yðar í milli: Innan skamms þá munu þér eigi sjá mig, og þá aftur innan skamms munu þér sjá mig. Sannlega, sannlega segi eg yður: Þér munuð gráta og kveina, en heimurinn mun fagna. Þér verðið og hryggvir, en yðar hryggð skal snúast í fögnuð.

Konan, nær hún skal fæða, þá hefir hún hryggð því að hennar stund er komin. En þá hún hefir barnið fætt, minnist hún eigi þess harmkvælis fyrir fagnaðar sakir því maður var í heiminn borinn. Þér hafið nú hryggð, en eg skal sjá yður aftur, og yðart hjarta skal fagna, og yðvarn fögnuð skal enginn af yður taka. Á þeim degi munu þér mig og einskis spyrja. * Sannlega, sannlega segi eg yður: Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það mun hann gefa yður. Hingað til hafi þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, þá munu þér meðtaka svo að yðar fögnuður fullkomnist.

Þetta hefi eg talað í orðskviðum til yðar. Sá tími kemur að eg tala eigi lengur orðskviði til yðar, heldur kunngjöri eg yður berlega af mínum föður. Á þeim degi munu þér og biðja í mínu nafni. Og eigi segi eg yður að eg muni biðja föðurinn fyrir yður því að sjálfur faðirinn elskar yður af því þér elskið mig og trúið það eg sé af Guði út genginn. Eg em af föðurnum út genginn og kominn í þennan heim. Eg fyrirlæt og aftur þennan heim og fer til föðursins.

Hans lærisveinar segja þá til hans: Sé, nú talar þú berlega og mælir öngva orðskviðu. Nú vitum vær að þú veist alla luti, og þú þarft eigi að nokkur spyrji þig. Fyrir það trúum vér að þú sért af Guði út genginn. * Jesús svaraði þeim: Nú trúi þér. Sjáið, sú stund kemur og er nú þegar komin að þér sundrist hver til sinna og látið mig einan saman. En eg er þó eigi einn saman því að faðirinn er með mér.

Þetta tala eg því til yðar að þér hefðuð frið í mér því í heiminum hafi þér hörmung. En verið þó hughraustir því að eg yfirvann heiminn.

Seytjándi kapítuli

breyta

En þetta talaði Jesús og hóf upp sín augu til himins og sagði: Faðir, stundin er komin að þú auglýsir son þinn svo að þinn sonur auglýsi og þig svo sem þú gaft honum yfir vald alls holds að hann gefi þeim öllum er þú gaft honum eilíft líf. En það er eilíft líf að þeir játi þig einan og sannan Guð vera og þann þú út sendir, Jesúm Krists. Eg auglýsti þig á jörðu og fullkomnaði það verk er þú fékkst mér að gjöra. Og nú auglýs þú mig faðir hjá sjálfum þér meður þeirri dýrð er eg hafða hjá þér áður en heimurinn var. Eg hefi opinberað nafn þitt fyrir mönnum þeim er þú gaft mér af heiminum. Þeir voru þínir, og þú gaft mér þá, og þeir geymdu þín orð. Nú vita þeir að allt, hvað þú gaft mér, sé af þér því að þau orð er þú gaft mér, þá gaf eg þeim. Og þeir hafa þau meðtekið og sennilega viðurkennt það eg em af þér út genginn og trúa því að þú sendir mig.

Eg bið fyrir þeim. Eigi bið eg fyrir heiminum, heldur fyrir þeim, hverja þú gaft mér því að þeir eru þínir, og hvað mitt er, það er þitt, og hvað þitt er, það er mitt, og í þeim er eg auglýstur. Og eigi em eg nú meir í heiminum, en þeir eru í heiminum, og eg kem til þín. Heilagur faðir, geym þá í þínu nafni, hverja þú gaft mér, að þeir sé eitt svo sem við. Á meðan eg var hjá þeim í heiminum, þá geymdi eg þá í þínu nafni, hverja þú gaft mér, þá varðveitti eg, og enginn af þeim er glataður nema sá einn glatanar sonur svo að ritningin uppfylltist.

En eg kem nú til þín, og þetta tala eg í heiminum svo að þeir hafi minn fullan fögnuð meður sjálfum sér. Eg gaf þeim mín orð, og heimurinn hatar þá því að þeir eru eigi af heiminum, líka sem það að eg er eigi af heiminum. Eg bið eigi að þú takir þá af heiminum, heldur að þú geymir þá frá illu. Þeir eru eigi af heiminum svo sem að eg er eigi af heiminum. Helga þú þá í þínum sannleik. Þín orð eru sannleikur. Líka sem þú sendir mig í heiminn, svo sendi eg þá í heiminn, og fyrir þá helga eg sjálfan mig svo að þeir sé og helgaðir í sannleiknum.

Eg bið eigi einasta fyrir þeim, heldur og jafnvel fyrir þeim sem trúa munu á mig fyrir þeirra orð svo að þeir sé allir eitt, svo sem þú, faðir, ert meður mér og eg meður þér að þeir séu og eitt með okkur svo að heimurinn trúi það þú sendir mig. Og þá dýrð sem þú gaft mér, þá gaf eg þeim að þeir séu og eitt svo sem að vér erum eitt, eg með þeim og þú með mér, svo að þeir sé fullkomnir í eitt og það að heimurinn kenni að þú sendir mig og það þú elskaðir þá svo sem þú elskaðir mig. Faðir, hverja er þú gaft mér (vil eg) að hvar sem eg er, þá sé þeir meður mér svo þeir sjái mína dýrð, þá þú gaft mér því að þú elskaðir mig fyrr en heimurinn var skapaður. Réttvísi faðir, heimurinn kennir þig eigi, en eg kenni þig, og þessir kenna það þú sendir mig. Og þitt nafn gjörða eg þeim kunnigt, og eg vil gjöra þeim það kunnigt svo að sú ástsemd, með hverri þú elskaðir mig, sé í þeim og eg meður þeim.

Átjándi kapítuli

breyta

Þá Jesús hafði nú þetta talað, gekk hann út með sína lærisveina yfir um lækinn Kedron þangað sem einn grasgarður var. Og Jesús gekk þar inn með sína lærisveina. En Júdas, sá er hann sveik, vissi og þennan stað því að oft kom Jesús þangað með sína lærisveina. Þá Júdas hafði nú til sín tekið flokk manna og einninn af biskupanna og faríseis þénurum, kom hann þangað meður lyktum logbröndum og hervopnum. Nú því að Jesús vissi allt hvað yfir hann átti að koma, þá gekk hann fram og sagði til þeirra: Að hverjum spyrji þér? Þeir svöruðu honum: Að Jesú af Nasaret. Þá sagði Jesús til þeirra: Eg em hann.

En Júdas, sá er hann seldi, stóð þar hjá þeim. Og þá er Jesús sagði það til þeirra: Eg em hann, hörfuðu þeir á bak aftur og duttu til jarðar. Hann spurði þá enn aftur að: Að hverjum spyrji þér? En þeir sögðu: Að Jesú hinum naðverska. Jesús svaraði: Eg sagða yður það eg er hann. Og ef þér spyrjið að mér, þá leyfið þessum burt að ganga, svo að uppfylltist það orð er hann sagði: Öngum glataði eg af þeim sem þú gaft mér.

Símon Petrus hafði hjá sér eitt sverð, dró það út og sló til eins biskupsþénara og hjó af hans hægra eyra. En þénarinn hét Malkus að nafni. Þá sagði Jesús til Péturs: Stiktu þínu sverði í slíðrir. Skal eg eigi drekka þann kalek sem mér gaf minn faðir?

En flokkurinn og hershöfðinginn og Gyðingaþénarar höndluðu Jesúm, bundu hann og leiddu fyrst burt til Annas (er var mágur Kaífas), sá er þá var þess árs biskup. En Kaífas var sá er Gyðingum gaf það ráð að betur færi það einn maður dæi fyrir lýðinn.

Símon Petrus fylgdi Jesú eftir. Og enn annar lærisveinn var kunnigur biskupinum og gekk inn með Jesú í biskupsins herbergi, en Pétur stóð fyrir dyrum úti. Þá gekk út hinn annar lærisveinn sem biskupinum var kunnigur og talaði við hana er dyrnar geymdi og leiddi Petrum inn. Þá sagði ambáttin, sú dyrnar geymdi, til Péturs: Ert þú eigi einn af þess manns lærisveinum? Hann sagði: Eigi er eg. En þénarar og undirmenn stóðu við eldsglæður og vermdu sig því að kuldi var. Pétur stóð þar hjá þeim og vermdi sig.

Biskupinn spurði Jesúm þá að um hans lærisveina og um hans kenning. Jesús svaraði honum: Eg hefi opinberlega talað fyrir heiminum. Eg kenndi og jafnan í samkunduhúsum og í musterinu þar sem allir Gyðingar komu saman, og á laun hefi eg ekkert talað. Því spyr þú mig þar að? Spyr þú þá þar að sem heyrt hafa hvað eg hefi talað fyrir þeim. Sjá, þeir vita hvað eg hefi sagt. En sem hann sagði þetta, þá gaf einn þeirra þénaranna sem nær stóð Jesú pústur og sagði: Skalt þú svo svara biskupinum? Jesús svaraði: Ef eg talaði illa, þá vitna þú það vont vera, en ef eg talaði satt, því slær þú mig þá? Og Annas sendi hann þá bundinn til Kaífam biskups.

Og er Símon Petrus stóð þar og vermdi sig, þá töluðu þeir til hans: Ert þú eigi einn af hans lærisveinum? Hann neitaði og sagði: Eigi er eg. Þá sagði honum einn af biskupsins þénurum, frændi hins sem Pétur hjó eyrað af: Sá eg þig eigi í grasgarðinum hjá honum? Þá neitaði Pétur því enn einu sinni, og þá strax gól haninn.

Þá leiddu þeir Jesúm frá Kaífas og í þinghúsið, en það var snemma morguns. Og þeir gengu eigi sjálfir inn í þinghúsið að þeir saurguðust ekki, heldur svo þeir mætti neyta páskanna. Pílatus gekk þá út til þeirra og sagði: Hverja ákæru færi þér í gegn þessum manni? Þeir svöruðu og sögðu til hans: Ef þessi væri eigi illræðismaður, þá hefðu vér eigi selt þér hann. Þá sagði Pílatus til þeirra: Taki þér hann þá og dæmið eftir yðrum lögum. Gyðingar sögðu þá til hans: Eigi hæfir oss að lífláta nokkurn svo að það orð uppfylltist er hann sagði, teiknandi til með hverjum dauða hann ætti að deyja.

Pílatus gekk þá inn aftur í þinghúsið, kallaði á Jesúm og sagði til hans: Ert þú Gyðingakonungur? Jesús svaraði: Talar þú það af sjálfum þér eða hafa aðrir sagt þér frá mér? Þá svaraði Pílatus: Er eg nokkuð Gyðingur? Þín þjóð og biskuparnir seldu þig mér. Hvað gjörðir þú? Jesús svaraði: Mitt ríki er eigi af þessum heimi. Ef að mitt ríki væri af þessum heimi, þá mundi mínir þénarar stríða í mót svo að eg seldist eigi Gyðingum. En nú er mitt ríki eigi héðan. Þá sagði Pílatus til hans: Þá ert þú þó konungur? Jesús svaraði: Þú segir það. Eg em og konungur. Til þess em eg fæddur og til þess em eg í heiminn kominn að eg beri vitni sannleiknum. Og allir sem eru af sannleiknum, þeir heyra mína rödd. Pílatus sagði til hans: Hvað er sannleikur?

Og þá hann hafði þetta sagt, gekk hann út aftur til Gyðinga og sagði til þeirra: Eg finn öngva sök með honum. En það er yðar siðvenja að eg gefi yður einn lausan á páskum. Vilji þér að eg gefi yður nú lausan sjálfan Gyðingakonunginn? Þá kölluðu allir aftur í móti, segjandi: Eigi þennan, heldur Barrabam. En Barrabas var spillvirki.

Nítjándi kapítuli

breyta

Pílatus tók þá Jesúm og lét strýkja. Stríðsmenn fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á hans höfuð, færðu hann og í purpuraklæði og sögðu: Heill sértu, konungur Gyðinga, og gáfu honum pústra. Þá gekk Pílatus út aftur og sagði til þeirra: Sjáið, eg leiði hann nú út til yðar svo að þér vitið það eg finn öngva sök með honum. Þá gekk Jesús út, berandi þyrnikórónu og eitt purpuraklæði. Og hann sagði til þeirra: Sjáið manninn. Þá er biskuparnir og þénararnir sáu hann, kölluðu þeir, svo segjandi: Krossfestið, krossfestið. Pílatus sagði til þeirra: Taki þér hann og krossfestið því að eg finn öngva sök með honum. Þá svöruðu honum Gyðingar: Vér höfum lög, og eftir vorum lögum skal hann deyja því að hann gjörði sig að Guðs syni.

Þá Pílatus heyrði þessi orð, óttaðist hann enn meir og gekk inn aftur í þinghúsið og sagði til Jesú: Hvaðan ert þú? En Jesús gaf honum eigi svar. Þá sagði Pílatus til hans: Talar þú eigi við mig? Veist þú eigi að eg hefi vald til að láta krossfesta þig og eg hefi vald til að gefa þig lausan? Jesús svaraði: Eigi hefðir þú nokkuð vald yfir mér nema þér væri það gefið hér ofan að. Fyrir því hefir sá meiri synd er mig selda þér. Og eftir það leitaði Pílatus við að láta hann lausan. En Gyðingar hrópuðu og sögðu: Ef þú lætur þennan lausan, þá ert þú ekki keisarans vinur. Því að hver sem sig gjörir konung, hann mælir í móti keisaranum.

Þá Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesúm út og setti sig á dómstól í þeim stað sem kallaðist Hávi flötur, en á ebresku Gabbata. En það var á aðfangadegi páska, nærri séttu stund. Þá segir hann og til Gyðinga: Sjáið konung yðvarn. En þeir kölluðu: Taki burt. Krossfestu hann. Pílatus sagði til þeirra: Skal eg krossfesta konung yðvarn? Þá svöruðu biskuparnir: Öngvan höfu vær konung nema keisarann. Þá seldi hann þeim hann að hann krossfestist.

Þá tóku þeir Jesúm og leiddu hann þaðan. Hann sjálfur bar sinn kross og gekk út í þann stað sem kallaðist Höfuðskeljarstaður, en á ebresku Golgata, hvar þeir krossfestu hann og tvo aðra með honum, sinn til hvorrar handar, en Jesúm í miðið. Pílatus skrifaði eina yfirskrift og setti hana upp yfir krossinum. En svo var skrifað: Jesús af Naðaret, Gyðingakonungur. Þessa yfirskrift lásu margir af Gyðingum því að sá staður var nærri borginni er Jesús var krossfestur á, en það var skrifað á ebresku, girsku og latínu. Þá sögðu biskupar Gyðinga við Pílatum: Skrifa þú eigi konung Gyðinga, heldur það hann hefði sagt: Eg em konungur Gyðinga. Pílatus svaraði: Hvað eg skrifaði, það hefi eg skrifað.

Þá stríðsmenn höfðu krossfest Jesúm, tóku þeir hans klæðnað og gjörðu á fjögra hluta skipti, sérhverjum stríðsmanni sinn hlut, og þar með kyrtilinn. En kyrtillinn var eigi saumaður, heldur frá ofanverðu allur ofinn. Þá töluðu þeir sín á milli: Skeru vær hann eigi, hlutumst heldur um eð hvers hann skal vera, svo að ritningin uppfylltist er segir: Þeir skiptu sér klæðum mínum, og á mitt fat þá lögðu þeir hlutkesti. Og þetta gjörðu nú stríðsmennirnir.

En þar stóðu við krossinn hjá Jesú móðir hans og móðirsystir hans, María, húsfrú Kleófas, og María Magdalena. Þá Jesús sá nú sína móður og þann lærisvein nær standanda er hann elskaði, segir hann til sinnar móður: Kona, sjá þú, þar er þinn sonur. Eftir það segir hann til lærisveinsins: Sé, það er þín móðir. Og upp frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana að sér.

Eftir það þá Jesús vissi að allt var nú fullkomnað og að ritningin uppfylltist, þá segir hann: Þyrstir mig. Þar var sett eitt ker fullt af ediki. En þeir tóku og fylltu einn njarðarvött með edik og lögðu í ýsóp, settu síðan fyrir munn honum. En þá Jesús hafði edikið til sín tekið, sagði hann: Fullkomnað er. Og að hneigðu höfði, þá lét hann sinn anda.

En af því að tilfangadagur Gyðinga var og að líkamarnir væri eigi á krossunum um þvottdaginn, því að það var hinn mikli dagur þvottdagshelginnar, þá báðu þeir Pílatum að þeirra bein brytust og í burt tækjust. Þá komu stríðsmenn og brutu sundur bein hins fyrra og svo þess annars sem með honum var krossfestur. En þá þeir komu til Jesú, sáu hann nú dauðan, þá brutu þeir eigi hans bein, heldur lagði einn af stríðsmönnum í hans síðu með spjóti, og strax þá rann út blóð og vatn.

Og sá er það hefir séð, ber þar vitni um, og hans vitnisburður er réttur, og hann sami veit það að hann segir satt svo að þér tryðuð. Því að þetta var og gjört svo að ritningin uppfylltist: Eigi skulu þér brjóta nokkuð hans bein. Og enn aftur segir önnur ritning: Þeir munu sjá þann í hvern þeir stungu.

En eftir þetta bað Jósef af Arímaþea (hver eð var lærisveinn Jesú, þó heimuglegur fyrir ótta sakir við Gyðinga) Pílatum um að hann mætti taka burt líkama Jesú. Það leyfði og Pílatus. Þar kom og Nikódemus, sá er fyrri kom um nótt til Jesú, færandi samblandaða myrru við alóe, nær hundrað punda. Þá tóku þeir líkama Jesú og sveipuðu í líni með ilmandi smyrslum svo sem siður er til Gyðinga að greftra. En þar í þeim stað, sem hann var krossfestur, var grasgarður, og í grasgarðinum var ný steinþró, í hverja að enginn hafði enn verið lagður. Þangað lögðu þeir Jesúm fyrir sakir aðfangadags Gyðinga því að sú gröf var svo nær.

xx. kapítuli

breyta

Á einum þvottdeginum þá kemur María Magdalena snemma, þá að enn var myrkur, til grafarinnar, og sér að steinninn er burt tekinn af gröfinni. Þá hleypur hún og kemur til Símonar Petrus og til hins annars lærisveins, þann er Jesús elskaði, og segir til þeirra: Þeir hafa tekið burt herrann úr gröfinni, og vér vitum eigi hvar þeir hafa lagt hann. Þá gekk Pétur út og hinn annar lærisveinn og komu til grafarinnar. En þau tvö hlupu jafnt því hinn annar lærisveinn hljóp vakrara fram en Pétur og kom fyrst til grafarinnar. Og er hann laut niður, þá sá hann línlökin lögð þar, en þá gekk hann eigi inn. Þá kemur Símon Petrus eftir honum, stígur í gröfina og sér að línlökin eru lögð þar og þann sveitadúk, er var um hans höfuð, eigi lagðan með línlökunum, heldur sérdeilis saman undinn í einum öðrum stað. Þá sté og hinn annar lærisveinn inn, sá er fyrri kom til grafarinnar, sá það og trúði því því að þeir kunnu þá eigi enn ritningina það honum byrjaði upp að rísa af dauða. Og þá gengu lærisveinarnir aftur til sjálfra sinna. En María stóð við gröfina úti og grét. Og er hún grét, þá laut hún niður í gröfina og sá tvo engla hvítklædda sitjandi þar, einn til höfða, en annan til fóta, sem þeir höfðu lagt líkama Jesú. Og þeir sögðu til hennar: Kona, hvað grætur þú? Hún sagði þeim: Þeir hafa tekið burt herrann minn, og eg veit eigi hvar þeir hafa lagt hann. Þá hún hafði þetta sagt, snerist hún við og leit Jesúm standa þar og veit þó eigi að það er Jesús. Þá sagði Jesús til hennar: Kona, hvað grætur þú? Að hverjum spyr þú? En hún ætlaði garðvörðinn vera og sagði til hans: Herra, ef þú bart hann burt, þá seg þú mér hvar þú hefir lagt hann svo eg taki hann í burt þaðan. Jesús sagði til hennar: María. Hún snerist við og sagði til hans: Rabboní. Það kallast meistari. Jesús sagði til hennar: Snert þú mig eigi því að eg er eigi enn uppstiginn til míns föðurs. Far heldur til bræðra minna og seg Antiokkia þeim að eg stígi upp til míns föðurs og til yðars föðurs, til míns Guðs og til yðvars Guðs. María Magdalena kom og kunngjörði lærisveinunum: Eg hefi séð herrann, og þetta sagði hann mér.

En að kveldi þess hins sama þvottdags, þar er lærisveinarnir voru saman komnir að luktum dyrum fyrir hræðslu sakir við Gyðinga, kom Jesús þar og stóð í miðið og sagði til þeirra: Friður sé með yður. Og þá hann sagði þetta, sýndi hann þeim hendurnar og sína síðu. Þá glöddust lærisveinarnir við þeir sáu herrann. Þá sagði Jesús enn aftur til þeirra: Friður sé með yður. Líka sem faðirinn sendi mig, svo sendi eg og yður. Og er hann sagði þetta, blés hann á þá og sagði til þeirra: Meðtakið þér heilagan anda. Hverjum helst þér fyrirgefið syndirnar, þá eru þær fyrirgefnar. Og hverjum helst þér þær aftur haldið, þá eru þær aftur haldnar. *

En Tómas, einn af tólf, sá er kallaðist tortryggur, var eigi meður þeim þá Jesús kom. Þá sögðu aðrir lærisveinarnir til hans: Vér höfum séð herrann. En hann sagði til þeirra: Nema eg sjái naglaförin í hans höndum og eg láti minn fingur í naglaförin og eg leggi mína hönd í hans síðu, þá trúi eg eigi. Og átta dögum eftir það þá voru hans lærisveinar þar aftur enn inni og Tómas meður þeim. Þá kom Jesús að luktum dyrum, stóð í miðið og sagði: Friður sé með yður. Eftir á þá segir hann til Tómam: Réttu þinn fingur hingað og skoða mínar hendur, lyft upp þinni hendi og legg í mína síðu og vert eigi vantrúaður, heldur trúaður. Tómas svaraði og sagði til hans: Drottinn minn og Guð minn. Jesús sagði til hans: Því að þú sátt mig Tóma, þá trúir þú. Sælir eru þeir er eigi sjá og trúa þó. *

Mörg önnur teikn þá gjörði Jesús í augliti sinna lærisveina, hver eigi eru skrifuð í þessari bók. En þetta er því skrifað að þér trúið það Jesús sé Kristur, Guðs sonur, svo að þér trúaðir hefðuð eilíft líf í hans nafni.

xxi. kapítuli

breyta

Eftir það opinberaði sig Jesús við staðinn Tíberiadis. En hann opinberaði sig svo að þar voru til samans Símon Petrus og Tómas, sá er kallaðist tortryggur, og Natanael, sá er var af Kana úr Galíleahéraði, og synir Sebedei og enn aðrir tveir af lærisveinunum. Símon Petrus segir til þeirra: Eg vil fara að fiska. Þeir sögðu honum: Vér viljum og koma með þér. Þeir gengu út og stigu strax á skip. Og á þeirri nótt fengu þeir ekkert, en að morgni komnum, þá stóð Jesús í sjávarfjörunni. Lærisveinarnir vissu eigi að það var Jesús. Þá sagði Jesús til þeirra: Börn, hafi þér ekki til matar? Þeir svöruðu honum: Ekki. En hann sagði til þeirra: Kastið út netinu til hægri handar við skipið, og þá munu þér nokkuð finna. Þá köstuðu þeir út og gátu eigi dregið fyrir fjölda sakir fiskanna. Þá sagði sá lærisveinn til Petrus sem Jesús elskaði: Herrann er það.

En þá Símon Petrus heyrði það að herrann væri það, vafði hann um sig möttlinum, því að hann var nakinn, og varpaði sér út á sjáinn. En aðrir lærisveinarnir komu á skipi því að þeir voru eigi langt frá landi, svo nær sem tvö hundruð álna, og drógu netið með fiskunum. Og þá þeir stigu á land, sáu þeir eldsglæður og fisk yfir lagðan og brauð. Jesús segir til þeirra: Færið hingað af þeim fiskunum þér fenguð nú. Símon Petrus sté upp og dró netið að landi fullt af stórum fiskum, hundrað þrjá og fimmtigir. Og þótt þeir væri svo margir, þá rifnaði þó eigi netið. Jesús segir til þeirra: Komi þér og snæðið. En enginn lærisveinanna þorði að spyrja hann að: Hver ert þú? því að þeir vissu að það var herrann. Þá kom Jesús og tók brauðið, gaf þeim það og líka einninn fiskinn. Og þetta er nú hið þriðja sinn er Jesús opinberaði sig sínum lærisveinum eftir það hann var upprisinn af dauða. *

Þá þeir höfðu nú snætt, segir Jesús til Símonar Péturs: Símon Jónasson, elskar þú mig meir en þessir? Hann sagði honum: Já, herra, þú veist að eg elska þig. Hann sagði þá til hans: Fæð þú lömb mín. Enn segir hann aftur í öðru sinni til hans: Símon Jónasson, elskar þú mig? Hann segir honum: Já, herra, þú veist að eg elska þig. Hann segir þá til hans: Fæð þú sauði mína. Hann segir enn aftur í þriðja sinni til hans: Símon Jónasson, elskar þú mig? Þá hryggðist Pétur við því hann sagði þrisvar: Elskar þú mig? og sagði til hans: Herra, þú kennir alla hluti. Þú veist að eg elska þig. Jesús segir til hans: Al þú þá sauði mína.

Sannlega, sannlega segi eg þér: Þá þú vart yngri, gyrtir þú sjálfur þig og gekkst þangað þú vildir, en þá þú eldist, munt þú þínar hendur út breiða, og annar mun þá gyrða þig og þangað leiða sem þú vilt eigi. En þetta sagði hann, teiknandi með hverjum dauða að hann skyldi Guð dýrka.

Og þá hann hafði þetta sagt, segir hann til hans: Fylg þú mér eftir. Pétur sneri sér við og leit þann lærisvein eftir fylgjanda sem að Jesús elskaði, sá er og um kveldmáltíðina hafði á hans brjósti legið og sagt: Herra, hver er sá er þig forræður? Þá Pétur leit nú þennan, segir hann til Jesú: Herra, hvað skal þessi? Jesús segir til hans: Ef eg vil að hann blífi til þess að eg kem, hvað kemur það við þig? Fylg þú mér eftir. Þá gekk sú orðræða á meðal bræðranna: Þessi lærisveinn deyr eigi. Og Jesús sagði eigi til hans: Hann deyr eigi, heldur: En eg vil að hann blífi til þess að eg kem, hvað kemur það við þig? Þessi er sá lærisveinn er um þetta ber vitni og þetta skrifaði. Og vér vitum að hans vitnisburður er sannur. *

Þar eru og margir aðrir hlutir sem Jesús gjörði, hverjir ef þeir skyldu allir skrifast hver eftir öðrum (þá held eg) að heimurinn mundi eigi yfir grípa þær bækur sem skrifast mættu.

Hér endast S. Jóhannis guðsspjöll.