Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Galatas
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(S. Páls pistill til Galatas)
Fyrsti kapítuli
breytaPáll einn apostuli, eigi af mönnum né heldur fyrir manninn, heldur fyrir Jesúm Kristum og Guð föður, sá hann upp vakti af dauða, og allir þeir bræður sem meður mér eru.
Söfnuðunum í Galatia. Náð sé með yður og friður af Guði föður og vorum Drottni Jesú Kristo sem sjálfan sig hefir út gefið fyrir vorar syndir það hann frelsaði oss í frá þessari nálægri vondri veröld eftir Guðs vilja og vors föðurs, hverjum að sé dýrð um aldir alda, amen.
Mig undrar það að þér létuð svo snart snúa yður í frá þeim sem yður kallaði í náðina Krists upp á annað evangelium sem þar er þó ekkert annað utan það að þar eru þeir nokkrir sem yður villa og umsnúa vilja Krists evangelio. En þó að vér eða engill af himni predikaði yður annað evangelium en það vér höfum predikað yður, sá sé bölvaður. Svo sem vér sögðum nú í stað, svo segjum vér enn aftur að nýju það ef nokkur predikar yður annað evangelium en það þér hafið meðtekið, sé sá bölvaður. Predika eg það nú mönnum eða Guði til þjónustu? Eða þenki eg mönnum þekkur að vera? Því ef eg hefði hingað til mönnum þekkur verið, þá væri eg ekki Krists þénari.
En eg kunngjöri yður, kærir bræður, að það evangelium, sem af mér er predikað, er ekki af mönnum. Því að eg hefi það af öngum manni meðtekið né lært, heldur fyrir opinberan Jesú Kristi. Því að þér hafið vel heyrt mitt athæfi forðum daga í júðadómnum það eg ofsókti yfirmáta Guðs safnan og fram yfir marga mína jafningja í mínu kyni og vandlætti yfirmáta um feðranna setninga. En þá það þókknaðist Guði, sá mig hefir skilið í frá minnar móður kviði og kallað fyrir sína náð, það hann opinberaði í mér sinn son svo að eg skylda kunngjöra hann meðal heiðinna þjóða. Og jafnsnart fór eg eigi til og hafða tal af holdi og blóði og eigi kom eg aftur í Jerúsalem til þeirra sem fyrri mér voru postular, heldur fór eg burt í Arabíam og kom svo aftur til Damasko. Eftir það að þremur árum liðnum kom eg til Jerúsalem að sjá Petrum, og eg staðnæmdist hjá honum fimmtán daga. En annan af postulunum sá eg öngvan nema Jakobum, bróður Drottins. Og það eg skrifa yður, sjáið, Guð veit það eg lýg ekki.
Eftir það kom eg í landsálfur Sýrie og Kilitie. En eg var ókenndur að yfirliti Krists söfnuðum í Júdea. En þeir höfðu alleinasta heyrt það, sá oss áður til forna ofsókti, hann predikar nú trúna, hverja hann áður sturlaði, og vegsömuðu Guð yfir mér.
Annar kapítuli
breytaSíðan eftir fjórtán ár dró eg upp aftur til Jerúsalem meður Barnaba og tók einninn Títum meður mér. En eg fór upp þangað eftir opinberan og hafði tal við þá um það evangelion eð eg predikaði meðal heiðinna þjóða, en sérlega þó við þá sem álitið höfðu svo að eg hlypa ekki forgefins eða hlaupið hefði. Og Títus, sá meður mér var, þrengdist eigi heldur til að láta umskera sig þótt hann væri girskur. Því að þá eð nokkrir falskir bræður höfðu sér með innþrengt og þar jafnframt innlæðst til að skoða vort frelsi, hvert vér höfum í Jesú Kristo, svo það þeir þrælkuðu oss, þá viku vér þeim ekki til stundar undirgefinn að vera upp á það að sannleikurinn evangelii staðnæmdist hjá yður.
En af þeim sem álitið höfðu - hvað þeir voru fyrr meir, varðar mig öngu því að Guð skeytir ekki áliti mannsins - en mig hafa þeir, sem álitið höfðu, ekki annað lært. Heldur þar í mót þann tíð þeir sáu það mér var tiltrúað það evangelion til yfirhúðarinnar líka svo sem Pétri það evangelion til umskurnarinnar því að sá með Pétri er verinn kröftugur til postulaembættis meðal umskurnarinnar, sá sami er einninn meður mér kröftugur verinn meðal heiðinna þjóða. Og þeir Jakobus, Kefas og Jóhannes (viðurkenndu þá náð sem mér var gefin) sem fyrir stöplana voru álitnir, gáfu mér og Barnaba hendur og samtóku með oss það vér predikuðum á meðal heiðinna þjóða, en þeir á meðal umskurðarins, utan einasta það vér hugleiddum volaða, hvað eg lagða allt kapp á að gjöra.
En þá Pétur kom til Antiokkiam í mót, stóð eg hann undir augum því að sakferli var yfir hann komið. Af því að áður - til forna - en það nokkrir komu í frá Jakobo, þá át hann með heiðingjum, en þá þeir komu, forðaði hann sér og fráskildi sig þeim af því hann óttaðist þá af umskurninni. Og þeir aðrir Gyðingar hræsnuðu með honum svo það Barnabas varð einninn afvegaleiddur í þeirra hræsni. En þá eg sá það þeir gengu eigi rétt eftir sannleik guðsspjallsins, sagða eg til Péturs fyrir öllum opinberlega: Fyrst þú, sá sem ert Gyðingur, lifir sem heiðingjar og eigi sem Gyðingar, hvar fyrir þvingar þú þá hina heiðnu til að lifa sem Gyðingar? Þótt að vér séum af náttúru Gyðingar og öngvir syndarar út af heiðnum þjóðum, en á meðan vér vitum það maðurinn verður ekki réttlátur fyrir lögmálsins verk, heldur fyrir trúna á Jesúm Kristum, svo trúum vér og einninn á Kristum Jesúm upp á það vér verðum réttlátir fyrir trúna á Kristum og ekki fyrir verkin lögmálsins.
Fyrir því verður fyrir verkin lögmálsins ekkert hold réttferðugt. En skyldu vér, hverjir eftirleitum fyrir Kristum réttlátir að verða, nú einninn sjálfir syndugir fundnir verða, þá væri Kristur einn syndaþénari. Það sé fjarri. Því ef eg byggi það upp aftur hvað eg hefi niðurbrotið, þá gjöri eg mig sjálfan að yfirtroðslumanni. Því eg em fyrir lögmálið lögmálinu dáinn svo að eg lifi Guði. Eg em með Kristi krossfestur, en eg lifi, nú þó ekki eg, heldur lifir Kristur í mér. Því hvað eg lifi nú í holdinu, það lifi eg í trúnni Guðs sonar, sá mig hefir elskað og sjálfan sig út gefið fyrir mig. Eigi snara eg Guðs náð á burt. Því ef fyrir lögmálið kemur réttlætið, þá er Kristur forgefins dáinn.
Þriðji kapítuli
breytaÞér skynsemdarlausir Galati, hver hefir töfrað yður það þér hlýdduð ekki sannleiknum, hverjum þó Jesús Kristus var fyrir augum málaður og nú á meðal yðar krossfestur er? Það alleinasta vil eg nema af yður hvort þér hafið meðtekið andann fyrir verkin lögmálsins eða fyrir predikun[in]a af trúnni. Eru þér svo skynlausir? Hvað þér hafið upp byrjað í andanum, því vilji þér nú í holdinu áfram halda. Hafi þér þá liðið svo margt fyrir ekki? -ef það er annars fyrir ekki. Sá sem yður gefur nú andann og gjörir slíka gjörninga meðal yðar, gjörir hann þá fyrir verkin lögmálsins eða fyrir predikun[in]a af trúnni? Líka svo sem Abraham trúði Guði og það er honum reiknað til réttlætis. Svo viti þér nú þá það þeir sem trúarinnar eru að þeir eru Abrahams börn.
En ritningin hefir þetta áður til forna fyrir séð það Guð réttláta gjörir hina heiðnu fyrir trúna. Af því kunngjörði hún það Abraham fyrirfram: Í þér skulu allar þjóðir blessaðar verða. Líka svo munu þeir, sem trúarinnar eru, blessast meður hinum trúaða Abraham. Því svo margir sem við lögmálsins verkin fást, þeir eru undir bölvaninni því að skrifað er: Bölvaður sé sá hver sem ekki blífur í öllu því eð skrifað er í lögmálsbókinni svo hann gjöri það. En það að fyrir lögmálið verði enginn réttlátur fyrir Guði, þá er opinbert því að réttlátur lifir af trú sinni. En lögmálið er ekki af trúnni, heldur sá maður, sem það gjörir, man lifa þar fyrir. En Kristur hefir leyst oss frá bölvan lögmálsins þann tíð hann varð bölvan fyrir oss því að skrifað er: Bölvaður sé sá hver sem á tré hangir, svo að blessan Abrahe kæmi meðal heiðinna þjóða í Kristo Jesú og að vér meðtækjum svo fyrirheitið andans fyrir trúna.
Kærir bræður, eg vil tala eftir mannlegum plagsið. Enginn vanrækir mannsins testament (nær það er staðfest) né eykur þar við. Nú eru þó fyrirheitin Abrahe og hans sæði til sögð. Eigi segir hann sæðunum svo sem fyrir mörg, heldur svo sem fyrir eitt, fyrir þitt sáð, hvert að er Kristur. En eg segi þar af að það testament, sem áður til forna er staðfest upp á Kristum, verður ekki ónýtt gjört svo það fyrirheitið skyldi fyrir lögmálið enda taka, hvert að gefið er fyrir fjórum hundruðum og þrjátigi árum þar eftir. Því ef að arfleifðin yrði fyrir lögmálið afrekuð, þá yrði hún ekki fyrir fyrirheitið gefin, en Guð hefir fyrirheitsins vegna gefið hana Abraham.
Hvar til skal þá lögmálið? Það er vegna yfirtroðslunnar tilsett þangað til það sæðið kæmi, hverju fyrirheitið var skeð og er tilsett af englunum fyrir hönd meðalgöngumannsins. En meðalgöngumaðurinn er eigi aðeins einkameðalgöngumaður, en Guð er einn.
Hverninn þá? Er lögmálið nú í gegn Guðs fyrirheiti? Það sé fjarri. Því ef þar væri það lögmál út gefið sem lífgað gæti, sannarlega þá kæmi réttlætið út af lögmálinu. En ritningin hefir það allt innilukt undir syndinni svo að það fyrirheit, sem kemur fyrir trúna á Jesúm Kristum, gæfist trúuðum. En áður sú trúa kom, varðveittust vér undir lögmálinu og inniluktir upp á þá trú sem opinber skyldi verða.
Líka svo var lögmálið vor hegningarmaður til Krists svo að vér réttlættunst fyrir trúna. En nú eð trúan er komin, þá erum vér eigi lengur undir þeim tyftunarmanni. Því að þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist. Því að svo margir af yður sem eruð skírðir, þér hafið Kristi íklæðst. Hér er eigi Gyðingur né girskur, hér er eigi þræll né frelsingi, hér er eigi kall né kvinna. Því að þér eruð allir eitt í Kristo Jesú. En fyrst þér eruð Krists, þá eru þér Abrahams sæði og eftir fyrirheitinu erfingjar. *
Fjórði kapítuli
breytaEn eg segi: Svo lengi sem erfinginn er barn, þá er á milli hans og þjónsins enginn greinarmunur þó að hann sé herra alls góssins, heldur er hann undir forverurunum og fjárhaldsmönnum allt til ásetts tíma af föðurnum. Líka vér einninn þá vér vorum börn, voru vér þrælkaðir undir þessa heims setningum. En þá uppfylling tímans var komin, útsendi Guð sinn son, fæddan af kvinnu og lögmálinu undirvorpinn, upp á það að hann frelsaði þá sem undir lögmálinu voru svo að vér meðtækjum sonarleifðina. En með því þér eruð börnin, hefir Guð sent anda síns sonar í yðar hjörtu, kallandi: Abba, kæri faðir. Svo er hér nú enginn þræll meir, heldur börn ein. En eru það börn, þá eru það einninn arfar Guðs fyrir Kristum.
En þá þér þekktuð ekki Guð, þjónuðu þér þeim sem af náttúru eru öngvir guðir. En nú þér hafið Guð þekkt (já miklu framar eruð af Guði þekktir) hverninn vendi þér yður þá um aftur til þeirra breyskra og nauðþurftugra setninga, hverjum þér viljið nú aftur að nýju þjóna? Þér haldið daga og mánuði, helgihöld og ártíðir. Eg em óttasleginn um yður það eg hafi (kann vera) til einskis erfiðað hjá yður. Verið svo sem að eg em því að eg em svo sem þér.
Kærir bræður, (eg beiði yður) þér hafið ekki neitt mein mér gjört. Því að þér vitið það eg predikaði yður evangelion í fyrsta sinn í veikleika eftir holdinu. Og mína freistni, sem eg leið eftir holdinu, fyrirlitu þér ekki né forsmáðuð, heldur svo sem annan Guðs engil meðtóku þér mig, já, líka sem Kristum Jesúm. Ó, hó, hve sælir voru þér í það sinni. Því eg ber yður það vitni ef mögulegt hefði verið að þér hefðuð yðar augu út slitið og gefið mér. Em eg þá svo vorðinn yðar óvin það eg segi yður sannindin?
Þeir vanda eigi vel um yður, heldur vilja þeir gjöra yður mér frásnúna svo að þér skuluð vanda um þá. Umvandanin er góð nær hún sker ætíð um hið góða, og ekki alleinasta þá eg em nálægur í hjá yður. Mín kæru barnakorn, þau eð eg enn nú aftur í annað sinn með angist fæði þangað til að Kristur ímyndast yður. En eg vilda það eg væra nú hjá yður og gæti minni raust umskipt því að eg em sorgbitinn yfir yður.
Segið mér, þér sem undir lögmálinu viljið vera, hafi þér ekki heyrt lögmálið? Því að skrifað er það Abraham hafði tvo sonu, einn af ambáttinni og einn af eiginkonunni. En sá af ambáttinni var, er fæddur eftir holdinu, en hann af eiginkonunni, er fyrir fyrirheitið fæddur, hver orð eð hafa andlega meining því að þetta eru þau tvö testamenta, eitt af fjallinu Sína það er til þrælkunar fæðir, hver að er Agar. Því að Agar heitir í Arabía fjallið Sína og strekkir sig allt þangað sem nú í þennan tíma er Jerúsalem og er í þrælkan með sínum börnum.
En hin Jerúsalem sem er þar uppi, hún er eiginkonan, hver að er móðir vor því að skrifað er: Vert glöð, hin óbyrja, þú sem ekki fæðir. Brjóst fram og kalla sem ekki ert þunguð. Því að hin einsama hefir miklu fleiri börn en hún er manninn hefur. En vér, kæru bræður, erum Ísaks börn eftir fyrirheitinu.
En líka sem í þann tíma að sá eftir holdinu var fæddur, ofsókti þann sem eftir andanum var fæddur svo er það nú einninn. En hvað segir ritningin? Rek burt ambáttina og son hennar því að ambáttarsonurinn skal ekki erfa með syni eiginkonunnar. Svo erum vér nú, kærir bræður, ekki ambáttarinnar börn, heldur eiginkonunnar. *
Fimmti kapítuli
breytaSvo standið nú í því frelsi þar Kristur hefir frelsað oss með, og látið ekki færa yður aftur í það þrældómsokið. Sjáið, eg, Páll, segi yður það ef svo er að þér látið umskera yður, þá er Kristur ekki yður nytsamur. Eg vitna enn sérhverjum manna það aftur sem sig lætur umskera að hann er enn nú allt lögmálið skyldugur að gjöra. Þér eruð Kristi fráskildir sem fyrir lögmálið viljið réttlátir vera og eruð náðinni fráfallnir. En vér vonum í andanum fyrir réttlætisins trúna, hverja vér hljótum að vona. Því að í Kristo Jesú gildir hvorki umskurn né yfirhúð nokkuð, heldur sú trúa sem fyrir kærleikinn verkar. Þér hlupuð fínlega. Hver aftraði yður sannleiknum eigi að hlýða? Þessi fortala er eigi af honum sem yður hefir kallað. Lítið súrdeig sýrir allt deigið.
Eg forsé mig þess til yðar í Drottni það þér munuð ekki öðruvís sinnaðir vera. En hver yður villir, sá mun bera sinn dóm. Hann sé hver hann vill. En eg, kærir bræður, ef eg predika nú umskurnina, hvar fyrir líð eg þá ofsóknina? Þá er og af skafin krossins hneykslan. Gæfa Guð það þeir yrði og afsniðnir sem yður sturla. En þér, kærir bræður, eruð til frelsisins kallaðir. Einasta sjáið svo til það þér gefið fyrir frelsið holdinu ekkert tilefni, heldur fyrir kærleikann, þá þjóni hver öðrum. Því að öll lög verða í einu orði uppfyllt, í því: Elska þinn náunga sem sjálfan þig. En ef svo er það þér tönnlið og tyggið hver annan innbyrðis, þá sjáið til það hver yðar svelgist ekki af öðrum.
En eg segi: Gangið í andanum. Þá munu þér ekki fullkomna holdsins girndir. Því að líkaminn girnist í móti andanum og andinn í móti líkamanum. Og þessir eru hvor í móti öðrum svo þér gjörið ekki hvað þér viljið. En ef andinn stjórnar yður, þá eru þér ekki undir lögmálinu. Því holdsins verk eru opinber svo sem að er hórdómur, frillulifnaður, saurlífi, lausung, skurgoðadýrkan, fjölkynngi, fjandskapur, hat, agg, reiði, þræta, sundurþykkja, tvídrægni, öfundskapur, manndráp, ofdrykkja, ofát og þessu líkt, út af hverjum eg hefi áður fyrri sagt og segi enn nú fyrir það þeir sömu sem þetta gjöra, erfa ekki Guðs ríki. En hér í gegn er ávöxtur andarins, kærleiki, fögnuður, friður, þolinmæði, blíðleiki, góðgirni, trú, hógværð, hreinlífi. Í gegn slíkum er ekki lögmálið. Því þeir sem Kristi tilheyra, krossfesta sitt hold með girndum og tilhneigingum. *
Sétti kapítuli
breytaFyrst vér lifum í andanum, þá göngum og einninn í andanum og verum eigi ágjarnir hégómadýrðar hver annan innbyrðis að reita og að öfunda. Kærir bræður, ef maðurinn verður í einhverjum glæp hindraður, þá leiðréttið hann með hógværum anda, þér sem eruð andlegir. Og haf gát á sjálfum þér það þú verðir ekki freistaður. Einn beri annars byrði og svo munu þér uppfylla Krists lögmál. En ef einhver lætur sér þykja það hann sé nokkuð (sem hann er þó ekkert), sá tælir sjálfan sig. Hver einn reyni sín eigin verk, og þá man hann á sjálfum sér hrósan hafa, og eigi á einum öðrum því að hver einn man sína byrði bera.
En sá er leiðréttur verður með orðinu, hann býti honum allsháttuðum auðæfum sem hann leiðréttir. Farið eigi villir vega. Guð lætur ekki að sér hæða. Því hvað maðurinn sáir niður, það man hann uppskera. Hver á holdið sáir niður, sá man af holdinu skaðsemi uppskera, en hver í andanum niður sáir, sá mun af andanum uppskera eilíft líf. Þreytunst vér eigi gott að gjöra því að sínum tíma munu vér einninn óþrotnandi uppskera. Fyrst vér höfum nú tíðina, þá gjörum gott hverjum manni, einna mest þeim sem er trúarinnar heimkynni. *
Sjáið, hve mörg orð eg skrifaði yður með eiginni hendi. Þeir eð sig vilja þakknæma gjöra eftir holdinu, þeir þvinga yður til að umskerast einasta upp það þeir verði eigi með krossi Krists ofsóktir. Því að þeir sjálfir sem sig láta umskera, halda ekki lögmálið, heldur vilja þeir það að þér látið umskera yður svo að þeir megi hrósa sér af yðru holdi. En fjarri mér sé að hrósast nema einasta í krossi vors Drottins Jesú Kristi, fyrir hvern mér er heimurinn festur og eg heiminum. Því að í Kristo Jesú dugir hvorki umskurn né yfirhúð nokkuð, heldur ný skepna. Og svo margir sem eftir þessari %reglu ganga, yfir þeim sé friður og miskunn og yfir Írael Guðs. Hér eftir gjöri mér enginn meiri mæðu því að eg ber jafnan benjar Drottins á mínum líkama. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yðrum anda, kærir bræður. Amen.
Til þeirra í Galatia sendur af Róma.