Pontus rímur/8. ríma
VIII RÍMA
breytaFerskeytt
- 1. Eg finn nú, að öngum gazt
- óðurinn sá eg felldi,
- því skal Bölverks belginn fast
- blása að slokknum eldi.
- 2. Vilji nærast neisti sá,
- nokkra jungfrú verma
- hrindi í burt úr hjarta þrá,
- en huginn af kæti ferma.
- 3. Sérhvört er það steypir eður styður,
- stynja sárt eða dilla,
- byggja upp eða brjóta niður,
- blessa eður mæla illa.
- 4. Bið eg mitt heyra meyjar mál,
- mansöng læt eg rigna;
- mætti hjörtun hörð sem stál
- í hróðrar eldi digna.
- 5. Yfir stár nú óárs tíð,
- æski eg bót á seinni,
- mitt vill ekki mansöngs smíð
- meyju þóknast neinni.
- 6. Á mínum óð er engin hind,
- enn þó við megi sæma;
- hatur og elska eruð bæði blind
- beint um nokkuð dæma.
- 7. Jafnan að mér þankast það,
- því er eg hér við bundinn,
- að ekki finni einhvör að,
- aldri mun sá fundinn.
- 8. Mig þó kunni menntin nú
- og mælsku hér til bresta,
- viljann tak fyrir verkið, frú,
- og virð so til hins bezta.
- 9. Ber að líða mey við mann,
- þó misgáningur blekki,
- þar sem vöndur véla kann
- að vísu finnast ekki.
- 10. Þó í vísum víki frá
- vegi skálda sönnum
- vilji góður virðast á
- vel fyrir öllum mönnum.
- 11. Lystir áfram lengra skeið
- loksins mig að renna,
- so eg finni fyrri leið
- flokkinn auka þenna.
- 12. Rímu frá eg fyrri gekk
- er fundi lýkur ströngum,
- þar sem kóngsson frægur fékk
- fylli vargi svöngum.
- 13. Pontus segir sigurinn sinn
- sjálfum guði að kenna;
- kom hann fús í kirkju inn
- og kraup fyrir heiðurinn þenna.
- 14. Þakkar guði í þessum stað
- þá sem mjúkast kunni;
- um meira styrk að blíður bað
- bæði af hjarta og munni.
- 15. Í fyrstu offrar fylkir fríður
- fórnir sínar allar,
- stígur á bak og burtu ríður
- að boða lið til hallar.
- 16. Pontus strax að gengur greitt
- að göfugum hnekkir styrjar;
- kveðjur fékk hann kærar veitt
- kóngi sem honum byrjar.
- 17. Kóngur segir af kátum móð
- við kappann gylltra hlífa,
- að hann muni verja hoska þjóð
- og heiðna burtu drífa.
- 18. Meðan að eykur köppum kurr
- um kosti að velja sára,
- ljósa hitti lofðungs bur
- lindi Drúpnirs tára.
- 19. Strax að kom í kvenna lið
- kveitir Fýris sáða,
- vænan kvöddu vísirs nið
- vefjur silkiþráða.
- 20. Allar báðu að óskum hans
- ævin skyldi anga,
- kváð' ei slíkan ljóma lands
- sem lestir harðra spanga.
- 21. „Fremd og heiður, fegurð og kurt,
- fæðu að veita hrafni,
- hvar sem höfum um heiminn spurt,
- hans finnist ekki jafni.“
- 22. Vær skulum láta liljur gulls
- lundinn sverða prísa,
- meðan gjörum grein til fulls
- á grimmu stríði að lýsa.
- 23. Kóngur biður, að herra hvör
- hans til fundar sæki;
- hvör það heyrði hringa bör
- og hilmirs boðskap ræki.
- 24. Til hallar kóngs að fjöldi fer
- fljótt að leyfi gefnu;
- síðan leiddi hoskan her
- hann á ráða stefnu.
- 25. Biður þá gefa beztu ráð
- brátt í slíkum vanda:
- „So vér fangum frið og náð
- og frelsan vorra landa.“
- 26. Flestum byggði hræðsla í hug
- sig héldu meir en feiga;
- öllum tók að aka í bug
- ergi hjartans deiga.
- 27. Pontus þagði herrum hjá,
- er hræðslan tók að stanza;
- enginn kunni kappi þá
- kóngi neinu að anza.
- 28. Kóngur biður buðlungs nið
- beztu ráð að kenna,
- segir: „Þess mun þurfa við,
- ef þjóðir hlífar spenna.“
- 29. Pontus segist skynja skil
- skjótra kosta tveggja:
- „Þó eg sé ærið ungur til
- öðrum ráð að leggja,
- 30. eg er fús á fylkirs boð
- að fylla af öllum mætti,
- svinnum veita sanna stoð
- og segja, hvað mér þætti.“
- 31. „Náðugi herra, hlýði þér,“
- kvað hilmirs sonurinn dýri,
- „virðið ei til illsku mér,
- þó ófrótt ráð eg skýri.
- 32. Hræðist aldi heiðna drótt,
- þó hafi þeir ótal þegna;
- guð kann sigri skipta skjótt,
- skulu því allir gegna.
- 33. Viljann ekki vantar hann
- að vernda sína í friði,
- þeirra fjölda fella kann
- með fáum af voru liði.
- 34. Börnum sínum guð mun gagn
- gjöra til meiri þarfa,
- hjálp að veita, hreysti og magn,
- hvað sem skulu starfa.
- 35. Kristna alla kemur það við,
- krenkist trúin ella;
- þeim er oss skylt að leggja lið
- og lýðinn heiðna fella.
- 36. Ef það litist yðar náð
- og svo þeim hér standa,
- skal það mitt hið skjóta ráð
- að skrifa til allra landa.
- 37. Hér með biðja um hjálp og stoð
- herra og första alla;
- látið ganga bráðast boð
- til borgar saman að kalla.
- 38. Látið fæðu færa í slot,
- að fjöldi megi þar gista,
- svo enginn spyrji þaðan þrot
- þeirra neinna vista.“
- 39. Sitt réð enda síðan tal
- svinnur fæðir ylgja;
- þá vill flestallt þegna val
- þessu ráði fylgja.
- 40. Hilmir lætur hernum brátt
- í herför þessa bjóða;
- dubba sig til dag og nátt
- í dreyra sverðin rjóða.
- 41. Ýtar heyrðu um eina stund
- örva drífu boðna;
- herinn þeysti á hilmirs fund
- með hjálma gulli roðna.
- 42. Til Vanis kemur múgi manns
- er mátti orðlof þiggja;
- enginn dirfðist innan lands
- eftir heima liggja.
- 43. Æptu börn og mæður, menn,
- meyjar kvöldust sorgum;
- turnar hljóða, en tygjast senn,
- tæmdist hús í borgum.
- 44. Kóngur spyr um langa leið
- til liðs, sem von á átti;
- hann á móti hernum reið
- og höndlar bezt sem mátti.
- 45. Þeim hann fylgdi strax í stað
- stoltar náðir þiggja;
- hér ber fleira höndum að
- en hæfi í kyrrðum liggja.
- 46. Þúsund fjögur þá voru send
- þegna heiðna telja;
- þegar för er þessi end,
- þenkja ekki að dvelja.
- 47. Þá var skipt í fjóra fæst
- flokka hernum öllum;
- þar má líta ljómann glæst
- með lið á grænum völlum.
- 48. Flokki einn með fagran geir
- fylkir stjórna vildi;
- gram skulu fylgja greifar tveir,
- gylltum prýddir skildi.
- 49. Öruggir með eggjar blár
- áttu að stýra borgum;
- þessir kunna ei forðast fár
- né firra hjartað sorgum.
- 50. León stýrði og Avel enn,
- urnis þaktir svelli,
- þeir skulu hjálpa hreystimenn
- hnignum kóngi af elli.
- 51. Öðrum flokki Ragnar réð
- og Rollant af Toll hinn fríði,
- Galle af Victor var þeim með,
- vanir í hörðu stríði;
- 52. Pontus, sá sem prýddi skraut
- og prís til allra dáða;
- með honum sjálfur Herlant hlaut
- hinum þriðja ráða.
- 53. Vilhjálm af Roskis var þeim nær,
- sem velti heiðnum mörgum;
- Andri af Lator frækinn fær
- fylli soltnum vörgum.
- 54. Guðfreyr af Leysing, listarmann,
- laufa kann að beita,
- Lénarð af Meyland líka hann
- að lauga í Fófnirs sveita.
- 55. Enginn vissi í veröld senn
- vera þeirra nóta;
- í stríði lærðu stoltar menn
- stöng í skjöldu að brjóta.
- 56. Herför var sú heiman gjörð,
- höfðu útreið snöggva;
- þessir fýsast þurra jörð
- þussa tárum döggva.
- 57. Jörðin skalf, en skriðna fjöll,
- skógar kvíða og grundir,
- grétu ský, en tárast tröll,
- tók í björgum undir.
- 58. Grenjar vargur, grætur blauður,
- guðinn styrjar blakkar,
- sortnar sól, en dragnar dauður,
- dísir myrkurs flakka.
- 59. Þar næst ríða rökkur og dag,
- rétta nótt og morgna;
- hestar áttu illsku plag,
- aldri af sveita þorna.
- 60. Öðling sér um eina nátt
- að þeim ríða marga
- rétta leið með rausnar mátt
- riddara þeim að bjarga.
- 61. Höfðu þessir hundruð þrenn,
- á hestum ekki seinir;
- valla sáust vænni menn
- vopnum skrýðast neinir.
- 62. Reinall af Selle riddari einn
- og Róðbert af Campaigni,
- Hans af Pólín, heyrði ei neinn
- hans hjarta í stríði digni.
- 63. Kóngur gleðst, er kenndi þá,
- kvaddi hýru máli;
- þeir munu hefnast heiðnum á
- og hörðu beita stáli.
- 64. Að morgni kóngur mælti hátt;
- máttu allir heyra:
- „Vér höfum lið það vænsta brátt
- að vekja heiðnum dreyra.
- 65. Stendur vor hin tigna trú
- með trausti yðar handa;
- sýnið dáð og dugnað nú
- með drengskap vorra landa!
- 66. Haldið yðar fylking fast,
- farið svo vopnum beita,
- utan þurfi oss með hast
- aðra liðsemd veita.“
- 67. Pontus býður svinnum svör
- sín í þessu rækja;
- á alla skyldi heiðna hvör
- heim á óvart sækja.
- 68. „Annars munum vér ekki grand
- í öðrum ráðum finna;
- þeir munu bæði lýði og land
- loks um síðir vinna.“
- 69. Þetta öllum þótti ráð,
- þá var fylkt á grundu;
- landsmenn höfðu litla náð,
- lítt við hag sinn undu.
- 70. Tunglið skein, en veður er vænt,
- vellir þaktir tjöldum;
- af hestagný að hauðrið grænt
- hafs var líkast öldum.
- 71. Þar með stóðu þeirra tjöld
- þykkt um völlu alla;
- heyrði þá fyrir helgihöld
- horn fyrir eyrum gjalla.
- 72. Heiðnir vakna um síðir seint,
- sveitin út réð ganga;
- hjartað skalf, en búkurinn beint
- brauzt um stund so langa.
- 73. Varð á þeirra veizlu spjöll,
- víl í hug sér töldu;
- síðan heiðna sveitin öll
- sig í myrkrum földu.
- 74. Hlaupa um síð í Hrumnings voð,
- hljóða trumbur margar;
- fýsast þá í þetta boð
- að þeysa allir vargar.
- 75. Eyðir vendi orma skers
- einn fyrir fólki snjöllu;
- flokkum renndi fjöldi hers
- fram á græna völlu.
- 76. Pontus kóngsson kvaddi hljóðs
- kappa sveit á grundu;
- „Efni birti eg öllum góðs
- yður á sömu stundu.
- 77. Vér erum hér, sem vel má sjá,
- hjá vorum kóngi og herra;
- kosti tvo skal telja þá;
- týnið hvörugum þeirra.
- 78. Á guð þér setjið trú og traust,
- en trautt á liðsmenn marga;
- ótæpt mun hann efalaust
- öllum sínum bjarga.
- 79. Það annað skulu þér ást til fjár
- úr yðar hjarta keyra;
- hugsa framar held eg skárr
- heiðnum vekja dreyra.
- 80. Fólkið leysum fangað vér
- frá alls kyns sorg og mæði;
- aðallinn hefur allur hér
- af þeim mat og klæði.
- 81. Vér skulum slást fyrir vora trú
- og voga á hættu stranga;
- öllum mun oss ætlan sú
- að ósk og vilja ganga.
- 82. Öngum vinnst þann nokkurn neinn
- niður með öllu kefja,
- sem ætlar drottinn dýr og hreinn
- dásamliga að hefja.
- 83. Í nafni guðs skal nýtur hvör
- nokkrar frægðir byrja;
- látum heiðnum högg óspör,
- so heimurinn megi það spyrja.
- 84. Ríðum fram og herðum hug;
- hvör skal annan eggja;
- múgurinn fylgi, merkja flug
- þá mun af spjótum leggja.“
- 85. Vökvast blóð, en valurinn hleðst,
- vænir skildir klofna,
- vargur gól, en vítin neðst
- veizlu heiðnum stofna.
- 86. Hér mun verða á bragnum brot;
- ber hann öllum rækja;
- vara haft og vísna þrot
- vill að höndum sækja.
- 87. Tak að þér og burtu ber
- blindast orða sálda;
- í hróðrar ver að hnekkt er mér
- hinna fyrri skálda.
- 88. Jungfrú kennd til kvæða vend,
- eg kann ei bregða vanda;
- nú er end og átta send
- yður frá mér til handa.
Heimild
breyta- Grímur M. Helgason (ritstj.) (1961). Rit Rímnafélagsins X : Pontus rímur. Reykjavík: Rímnafélagið.