Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Fjórtánda Ríma
Fjórtánda Ríma.
Hvad má strída stytta tíd, og stødvun qvída forma? þad, ad smída ljód, og lýd, létta grídar storma.
2. Vetrar bindur møgur mynd, mjúka lind í fjøtra; hrista vindar haudur-grind, hræfartindar nøtra.
3. Þegar ljód um fjøll og flód, fluttust hljódum betri, hvurgi þjódin heyrdi gód, hrinur í ódum vetri.
4. Rád til ber: ad herda hér, hljód og skéra penna; ílla fer ef máské mér, mædan er ad kénna.
5. Fjúki ljód um løg og slód, lífgi hljódin mjødur; vekjum þiód ad vidris glód, vætum blódi fjødur.
6. Vekjum svein og veiga Rein, vekjum hreinar myndir, vekjum einatt vessa grein, vekjum steina og lindir.
7. Vér forsmáum þøgn og þrá, þyljum náum sálma, streingjum háu hljómi á,hrinur bláu skálma!
8. Frægstum bjódum bauga rjód, brag í ljódum annan, sem af gódu þiggur þjód, þráfaldt hródur sannan.
9. Bidjum, mýrar bála Týr, bragar skír ad rúnum, lagi rýran ljóda vír, og lesi hýrum brúnum.
10. Kasta má eg þánka þrá, þar vid náir lenda: mun ei sá er meidmar á, mærd forsmá þríhenda.
11. Leó ódum æsir hljód, úti stód á skeidum; kallar þjód ad kynda af mód, kjalars glódum breidum.
12. Brjótar randa, reifdir brand, róa í land af vogi; þekur strandar svalan sand, sveit í andartogi.
13. Upp um rása úlfa bás, ørn þar krásin vekur; skjálfa ásar, Etna hás, til orustu blása tekur.
14. Vekja þrumur hlífa hlum, hljóda skrumi valda; Helja gúmum ferda fum, fýsist sumum gjalda.
15. Kóngur sá, er eyu á, arka náir vega, lætur þá í hornin há, hrópa ákaflega.
16. Fara saman Hárs í ham, hópar ramir beggja; skjøldur hlam, þar herinn nam, hvøssum grami leggja.
17. Þad var nær, sem þrumur tvær,þreyngist ærar saman, skýin hræra þúngu þær, þróttinn stæra raman.
18. Svartar fara Sikleyar, sveitir þar í flockum; hvur ormþvara og boga bar, og brynjurnar á skrockum.
19. A fæti hýdir Leó lýd, leizt nú tíd ad vega; Númi rída nam, og stríd, nærir grídarlega.
20. Kastor sjóli í kérru stól, knúdi fólin skjalda; gráum dóli Grana kjól, og Grímnirs sól nam valda.
21. Logar háu Grana grá, í greipum frá eg brynni; skéldi þá med undrum á, ógnar náhrídinni.
22. Hel í dauda dansinn baud, dørva Haudum stíga; ledja saud í sárum raud, syrti ad naudum víga.
23. Leó fer ad farga her, forkinn ber og hamast; fordar sér og hrøckur hver, hlífar berar lamast.
24. Sundur molar hlíf og hol, hann med svola augum; mørgum þolir bylta bol, blóds ad skola laugum.
25. Qvídir føllum øldin oll, und’ bryntrølli megna; kiknar vøllur, kynja fjøll, kylfu skøllum gégna.
26. Hlífin spríngur hørd og ríng, haudur þýngist draugum, sverdmæríngur sig um kríng, safnadi dýngju haugum.
27. Brann af hørmum hetjan vørm; hels ad Gørmul[1] vogi, Helja førmum fagnar ørm, fossar af hvørmum logi.
28. Kastor sá nú hetja há, hildar á þíngonum, braust hann þá med brædi frá, býsna nádýngjonum.
29. Fúlhamadur hrædir hvad, hótar skada kollum, sig hann badar belti ad, blóds í vadalpollum.
30. Kóngi nær í kífi ær, klóta mæri þundur; kylfu slær, svo kérran skjær, klofna fær í sundur.
31. Fyrr en hraut á flata braut, fylkir naut sér varna; spjóti skaut, sem geira Gaut, gein yfir brautum hjarna.
32. Fleinninn sá kom ennid á: elda láar vidur, aungvit má hinn frægi fá, og falla náinn vidur.
33. Daudan þann svo meina mann, mildíngs grannar vera, ópid glanna glymja vann, um grídar ranna þvera.
34. Númi herdir nada ferd, í nordanverdum flocki, klýfur sverdi manna mergd, molar gérd af skrocki.
35. Frægur vód, ad fella þjód, framm í blódøldonum; mønnum hlód, svo øldin ód, undan hljódar honum.
36. Þar hann er, og bæsíng ber, brytjast herinn falnum; heyra fer, hans fallinn er, fóstbróder í valnum.
37. Líkt og snjáa eldíng á, ekru náir drífa, reid hann þá, en røckur þrá, rigna gráu hlífa.
38. Brytjar nidur blódugt lid, ad bádum hlidum vegur, braut sér rydur nadds í nid, núna fridar-tregur.
39. Margur deyr, þar gnaudar geir; gumnar keyrast sárum; skatnar þeir um skøglar leir, skolast dreyra bárum.
40. Odins ranna eldíng kann, aldri manna sóa, mjøg sú brann þar hellir hann, holundanna flóa.
41. Vallar stundi glódraud grund; gæfu stundum hamlar; hjálma þund vid hlífa fund, Helja undan svamlar.
42. Margir sjá, hvar þessi þá, þrasir bláa gýgur, kreisti nái, bløck ad brá, og blódid hráa sýgur.
43. Fer um vøll med óskøp øll, eykur føllin meina; øld má snjøll vid eggja gøll, undan trølli veina.
44. Númi fer þar ødlíng er, ódum ber þá saman, ridlar her til sídu sér, um sóknar verinn raman.
45. Fleygir spjóti fylkir mót, fleina njóti herdur; hetjan fljóta hendir klót; hans þad bótin verdur.
46. Númi reidir hauka heid, hjørinn breida og rauda, skjøldinn sneidir, líka um leid, á læri meidir kauda.
47. Annad høgg þá hóf med røgg, hilmir gløggur móti, egg af skrøgg þá arminn tøgg, eins í snøggu hóti.
48. Kallar þá med hljódin há, herinn flái gramur: Núma frá sig leysa og ljá, lid, því sá er ramur.
49. Mædast fer, sá bæsíng ber, og brytja gérir þegna; miklum hér á málma ver, megin-her ad gégna.
50. Einn hann slær, ad undrum nær, og arma þvær í blódi, hans er kæri herinn fjær; hetjan særist módi.
51. Sóknir vara sárar þar; sig fær varid høldur; sverdid bar, en seggsins var, sundurbarinn skjøldur.
52. Vals um bý, vid vopna gný, vitkast því óhrakinn, Leó dýum unda í, upp ad nýu vakinn.
53. Núma sér í naudum er, næg þar gérist deila; kylfu ber, og brjóta fer, brøgnum kérin heila.
54. Eins og stráin, lamin ljá, lída dáid kalda, høfud náir høldum flá, hamadur þráinn skjalda.
55. Kónginn sér nú hann hjá her, handar er sá vana; híngad fer, sá heiptin skér, honum kéri bana.
56. Vard ei snotrum þróttar þrot, þóktist notum ljúka: hilmis rotar heila slot; hausa brotin fjúka.
57. Fylkir náinn fellur á; feigdin þjáir dóla; híngad þá sér Helja brá, og heingdi þráan sjóla.
58. Fellur hver, þar fyrir er, fládur berum korda; allur herinn hopa fer; hvør vill sér nú forda.
59. Høfdu fundid bana blund, bjódar mundar fanna; eptir mundu enn á grund, ein tólf hundrud manna.
60. Líka fáa’ á lífi sjá, Leó má og Númi, hundrud fá þeir fjøgur þá; fótbíts bráir húmi.
61. Málma verar máttvaner, mædi bera nóga; en døglíngs her, sem dapur er, dreifir sér á skóga.
- ↑ Gørmul er Ar heiti sjá Skáldu.