Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Níunda Ríma

Níunda Ríma


A eg ad halda áfram leingra eda hætta, og milli Grænlands køldu kletta, qvædin láta nidur detta?

2. Nú vill eckert qvenna kyns ad qvædum sækja; stunda ei eptir stefja bókum, stúlkurnar í selskinnsbrókum.

3. Kallmennirnir kunna ecki qvæda málid, ætl’ þad sé ecki galid, ad eg leingi qvæda skjalid?

4. Hér á milli hárra fjalla eg háttu tóna, heyri því í huldum steina, hundrad raddir fyrir eina.

5. Laglega í logni fjøllin ljód fram bera; mig ef fá til forsaungvara, fús eru þau til endursvara.

6. Vidskiptin mér vid þau falla vel í þocka, medan eg heyri buldra becki, bragar streingir þagna ecki.

7. Ef eg þagna — elfur máské ísum klædist; fjøllonum mínum líka leidist, ljóda þegar saungur eydist.

8. Kjæmist loksins qvædid heim ad Klakalandi, svo aukid gæti glaum og yndi, Gullhrings týr og Sørfa lindi.

9. Veit eg, Stúlkur! ydur enn ad ódi dragid, og þá lágt med yckur segid: „enn þá lifir hann Breidfjørd greyid!

10. Þecktir þú hann? adspyr ein, en ønnur segir: ójá, grant ad øllu tægi, opt var hann í ferdalagi.

11. Sannast var ad sopinn þókti Sigga gódur! kalladur var hann qvennamadur, sem kannské hefur verid sladur.

12. Kænlega mátti komast hjá hans qvennaragi; vid þad laus hann var þó eigi, verdi mér aldrei, þad eg segi!

13. Raun var mér og mørgum ad hans miklu dryckju, medan hann var hér á flacki, héldt hann áfram slíku svacki.

14. Mikid hann af munni orkti máta gladur, skémtilegur, en skjaldan reidur, skilid á hann þennann heidur.“

15. Þiki mér ecki þarfleg vera þessi ræda, eyrum fyrir ad þylja þjódar; þagnid þid heldur, Stúlkur gódar!


16. Fjallid nidur fóru menn og fundu herinn; mestur þorri Marsa barinn, mundi þá og varnar farinn.

17. Ljótt var hér ad litast um í lægdum dala: blódid, merg og hráann heila, hlýtur ad øsla þjódin veila.

18. Bada menn í blódtjørnunum búka fullum; otudu sér á víga vøllum, valdýngjurnar ofar fjøllum.

19. Ernir sátu upp á þeim med orgi straungu; himininn, af hrafna gangi, hljóda freka, grillir mangi.

20. Númi fer og hædstan hittir hilmir Róma; Leó þángad líka kemur, lofdúngs vinur rædu semur:

21. Hér hef eg fángad hetju þá oss hræddi laungum; veit eg þó í víga saungum, vinnast muni hann af aungum.

22. Eg hefi honum heitid grid því halinn deyda, mætti kalla mikinn skada, og mér til verstu sneipu hrada.

23. Marsa vil eg mælast til ad milding alla, nádi þá ei nádu falla, nóg má vera gjørt ad kalla.

24. Rómúlur hinn ríki þá vid reckinn qvedur: verkin þín og þørfin bædi, þad er hvørugt lítilrædi.

25. Þó skal eg fyrir manndóms ment og mægdir vorar, eitthvad fyrir ord þín géra, og á þá leid úr málum skéra.

26. Uppfrá þessu ánaudugir ad øllum kjørum, mér skulu þjódir Marsa vera, og mínum eptir bodum gera.

27. Bundinn Leó vid þinn vagn á veg til Róma, ockur svo ad aukist framinn, áfram skal med svipum laminn.“

28. Þjódin geingur þacklát øll ad þessum kjørum; bjarga vildu flestir fjøri, frelsinu þó týna gjøri.

29. Leó stendur lotinn þar og litar døckur, aungvu svarar þegninn þeckur, þikir ad slíku daufur smeckur.

30. Númi tekur hans í hønd, og hóf ad ræda: þú mátt ferdum þínum ráda, þig á eg sjálfur vald ad náda.

31. Anaudugur aungvum skaltu um æfi vera, heim mátt krýndur heidri fara, hedan kémpan lista snara!

32. Hressist Leó hjalid vid og hérnæst seigir: þér vil, Númi, þjóna feginn, þad mig fælir aungvan veginn.“

33. Þannig Númi: „þó mér vildir þjónkun lána, þeigi vil eg þiggja hana, þræla munt’ ei tamur vana.

34. Géfur Númi gódann heft med gyltum reida, honum þá og heilla bidur, hetjuna svo mynnist vidur.

35. Skeinkir Leó skjøldinn sinn í skadabætur, frægstum Týri fíngra grjóta, fyrir þann, er nádi brjóta.

36. Fadmast svo med føgrum ordum fyrdar bádir; sínar heldur Leó leidir, lucku hvør þá ødrum beidir.

37. Rómúlur, sem horfdi og hlýddi á háttu slíka, aungvanveiginn lét sér líka, lasti nam þó ecki flíka.

38. Heim vill sídan herinn Róma hvatur draga, rída menn um heidi og haga, hardtnær bædi nótt og daga.

39. Vagn á undan fylkíng fer med fegurd góda, inní honum hafa nædi, Hersilía og Númi bædi.

40. Vill nú eingin óska sér af úngum sveinum, sem ad ásta unna konum, ad eiga sessinn líkan honum?

41. Þad mun ecki leidinlegt, ad líkum, vera, føgur þegar fadmar kjæra, ad falla í hennar arma væra.

42. Þegar eg tók í hrunda hønd, med hægu glíngri, fanst mér þegar eg var ýngri, eldur loga’ á hvørjum fíngri.

43. Þegar eg lagdi hægast hønd um háls á svanna, allar gégnum ædar renna, ástin fanst mér þá, og brenna.

44. Þegar mátti eg falla í fadm á fljódi úngu, vissi eg eckért um mig leingur; adrir skynja þá hvad gengur.

45. Af øllu þessu er mér ljóst, ad úngur Númi, hefur ei vitad hót af ama; um hana mætti trúa sama.

46. Hvad þau bædi þeinktu þá og þuldu bædi, þad kemst ecki í þetta qvædi, þó þad á mínu lífi stædi.

47. Herinn kémur heim í Róm med heppni flesta, sigur-hátíd halda mesta, vid hljóda glaum og offur Presta.

48. Tasi kóngur kémur ad fagna kjærum Núma; eigi veit hans ástar drauma, edla hirdir ljóma strauma.

49. Rómúlur nam hilmir hljóds og halinn beida; hérnæst fer svo hátt ad ræda, hædsta geymir tignar klæda:

50. „Núma einum hlýdir halda hátíd þessa, hann hefur unnid orustu hvassa, og ósigrandi brynju Þjassa.

51. „Øllum læt eg opinbert, því ei má leyna, hita géf eg hlyni Rína, Hersilíu dóttur mína.

52. „A morgun bádum vil eg veita vígslu presta; veitslu skal og virdíng mesta, vora kappa þá ei bresta.

53. „I alla nótt skal faungin flest og fædu laga; þannig vil eg hér til haga, hófid standi tíu daga.

54. „Því næst vitid: þegar dagar þessir lída, allir drøgum út ad strída, ecki tjáir heima ad bída.“

55. Tasi kóngur hefur heyrdar hilmis rædur; bliknar hann í bragdi vidur, brýrnar heldur sigu nidur.

56. Hljóds sér líka hógværlega hilmir bidur; vekur þá vid Rómúl rædur, rétt eins og þeir væru brædur:

57. „Mikla hétja, minn jafníngi ad makt og audi! eg hefi þig um eitt ad beida, ecki máttu hjá þér leida.

58. „Heima sit nú árid eitt med allan herinn; øll eru ríkis faung vor farin, en fátæklinga nógur skarinn.

59. „Alt hvad bænda orkusemi á ári greidir, herinn þinn í einu eydir, en ockur heima skortur neydir.

60. „Silfur vort og audur er í ykkar klædum; ydur horfir eins til nauda; ef ockur látid húngur-dauda.

61. „Því eg vil, ad þjód á ári þessu øllu, aungvan svo eg undan felli, akra ad sái og rækti velli.“

62. Rómúlur med svørtum svip og sídum brúnum, aungvu svarar ordi honum, og svo géck af mannfundonum.

63. Tasi Núma tekur hønd og tala nádi: „óska jeg þér alls hins góda, eins og mínar skyldur bjóda.

64. „Ad vísu ecki vænti eg þú værir giptur, Hersilíu heillum skaptur, hingad þegar kæmir aptur.

65. „Hlaut eg ei þá heppni þinn ad heita fadir; enn eg vil samt æ, sem bródur, elska þig af hjarta gódur.“

66. Vid rædu þessa rodna Núma rødulkinnar; en sjóli géck frá solli manna, sinna heim til borgar ranna.

67. Númi líka heldur heim í huga sjúkur, eins er honum og ástar qveikur, ætli sinn ad gjørast veikur.

68. Heim í ranni honum fagnar Hersilía, aptur hennar augad hlýa, ástar qveikir blossa nýa.

69. Þegar hann hefur hrestann sig hjá hýru sprundi, Egeríu út ad lundi, er þá mælt ad Númi skundi,

70. Þegjandi í þaunkum fer hann þessar leidir, uns hann heyrir einhvørstadar, óp og vein; hann þángad hradar.

71. Og hvad sér hann? eckért nema ógn og skada! undir sverdum illra kauda, ødling Tasa feldan dauda.

72. Unnid hafa þrælar þeir á þeingli svinna, ramebldir af reidi sinni, Rómúlar af lífvaktinni.

73. Ut hefur geingid ødlingurinn ángurværi; hinir bod síns herra géra, hilmir myrda og sárum skéra.

74. Illa Núma verdur vid, hann vigur skékur, gégnum fyrsta fantinn rekur, fólid versta Helja tekur.

75. Fantar hinir forda sér, en fleina vidur, sig hjá kóngi setur nidur, sára vildi stødva idur.

76. Hilmir bidur: „hætta þessu, hetjan góda, sjóinn æda ad sefa rauda, sárin mørg eg hef til dauda.

77. „Gudonum vil eg gjalda lof og gleyma meinum, ad eg fæ í ørmum þínum, anda þeim ad skila mínum.

78. „Dóttur minni bid eg blitt þú bjarga vildir, henni ecki munu mildir, mordingjarnir brædi fyldir.“

79. Segir hinn: „eg sver vid þína sál ófeiga! þar til dagar dvína meiga, dóttur þína besta ad eiga.

80. „Mér ei sómir mordíngjum ad mægjast þínum, Tasíu skal eg elska eina, ástum hinnar gleyma og leyna.“

81. Ødlíng fadmar úngan mann med ástar hendi, tala vill, en — í því anda, uppgaf bestur stýrir landa.

82. Hilmirs lík á herdar tekur hetjan fróma, ber hann heim til borgar Róma, býr nú um med tign og sóma.