Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Seytjánda Ríma
Seytjánda Ríma.
Skal eg meiga um Skáldin nockud tala, fyrst ég er ad erja vid, óbúsæla handverkid.
2. Nafnid þad menn naumast vinna kunna, fyrir þad ad ríma rétt, sem regla verdur fyrirsett.
3. Ordfimni og æfdur leingi vani, gefur þessa gódu ment, þó geti máské fáir kent.
4. Ord og þánka alla úr hinna bókum, þegar láta þrykta skrá, þurfa slíkir jafnan fá.
5. Eins er þad um útleggíngu qvæda, ef þeckir bædi þjódmálin; þetta gerir rímarinn.
6. Hinn er Skáld, sem skapar, fædir, málar, myndir þær í þánka sér, sem þecktum aldrei fordum vér.
7. Hann sem sér med hvøssu sjónar báli, hulda gegnum hugi manns, og háa frædi Skaparans.
8. Hann á allann heiminn til forráda, býr á haudri, himni og sjó, en hæli eckért festir þó.
9. Hann foraktar, hædir stoltan dára, lítilæckar hógvær hann, og hefur brádum leidrettan.
10. Hann í snaudra hreysi gladur kemur, þurfa mannsins þerrar tár, þótt hann eigi hafi fjár.
11. Hann í ríkra hjørtu laumast gétur, heimtir þar hins þjáda braud, og þannig honum léttir naud.
12. Ørugt rædst hann eigin bresti móti, fram svo kémur hnípinn hann, hvassa fyrir dómarann.
13. Hann sér upp til himin lyptir sala, af skærsta ljósi skaparans, skýmu grilla sjónir hans.
14. Algjørt skáldid øllu þessu veldur; en hitt er vist, vér finnum fá, fulla makt sem eiga þá.
15. Einginn máské er, né verid hefur, módur jørdu ockar á, adalskald sem nefnast má.
16. Fel eg mig í flocki rímaranna, því ætíd gét eg eins og þeir, arnar saman hnodad leir.
17. Einnig gét eg yrkjum snúid hinna, úr þjódar málum, þeim eg skil, og þarna grípur margur til.
18. En nær vil eg eigin-smídum hreifa, og skapa réttu skálda mál, skortir bædi haus og sál.
19. Kóngurinn Númi kappa medur sína, heim til Róma heldur leid, hugur þó í leynum qveid.
20. Vagna fjøldi og voldugustu herrar, koma móti kóngi þá; kérru gylta sezt hann á.
21. Básúnur og bjøllur snilli gjalla; hestar fótum hýda lód; hildíng móti sækir þjód.
22. Konan Odins kinna-rjód og føgur, ílla meidir andlit þá, økla breidum jórum hjá.
23. Hilmir Róma heim med sóma rídur, Kapitólíum kémur á, ad konúngs stóli geingur þá.
24. Hóf svo rædu; heyrid, brædnr, vinir! ordin há og eidstaf minn, er eg tjái í þetta sinn.
25. O, þér hæda hædstu gæda Díar! veitid rád og vitsku mér, vel svo ládi stjórni hér.
26. Sé hér nockur nú fyrir ockar sjónum, verdugri, svo veljid hann, og vísid oss á þenna mann.
27. Sé þad eigi, ydar feginn vilja, eptir hneigja eg skal minn, og þá segist Kóngurinn.
28. Ad eg þjódum þessum gódum efli, dygdir,gædi,gnægtir,frid, gefid,hæda Díar, þid.
29. Því næst sjóli sezt á stólinn háa; krónu fól nú høfud hann, um hana sólin flóa brann.
30. Tída skrúda tignar prúdum sídan, glódum Udar um vafinn, ad sér hlúdi kóngurinn.
31. Veldis háan hirda náir sprota; toppi á, þeim efstur var, arnir sáust gullsteyptar.
32. Vængjum bada velskapadar fjórar, arnir þadan ofan frá; ýsu tradar ljósin gljá.
33. Nú hafa prestar næsta mest ad starfa; uxum flestu offra þá, eigi bresta lømbin smá.
34. Innýflin þeir ad því sinni skoda; þjódin hinna þar í hjá, þøgn alsvínna rækja má.
35. Uns ad prestar upp sig hrestu í máli, allra mestu audnu spá, og árum bestu þadan í frá.
36. Orgar þjód í einu hljódi og qvedur, þennan ljóda lofsaunginn: Lifi gódi kóngurinn!
37. Númi lifi! Númi þrifum klædist, hædstur yfir ekru lands! aldrei bifist veldid hans!
38. Þackar gramur gæfusamur meingi, geck svo heim í herbergid, hefd og seimi tekur vid.
39. Af megin-sjódi milli þjódar snaudu, (mildi góda metur hann), mjóli Fróda sálda vann.
40. Eitt sinn tíginn elda dýa stjóri, einn um bý med aungvan reck, í Egeríu lundinn geck.
41. Létti huga hans; um buga skóga, qvøld-andvarinn ida er, vid eikurnar hann leikur sér.
42. Fugla hreinu hljódin einatt tóna, fløgta greinum ýmsum á, aflid reyna vængja smá.
43. Hinir úngu í hópum súngu qvædi, eldri kúra qvistum á, kjósa dúrinn væra ad fá.
44. Númi leingi í lundi geingur frída; daga hinna heldur þá, hetjan minnast gjørir kná.
45. Lind þar eina lítur reynir fleina; vatnid hreina þyrstur þar, þrotinn meina’ ad vørum bar.
46. I lundi háum heyra náir sjóli, vatna bunu hollri hjá, hvella duna røddu þá:
47. „Þú daudlegur, því vilt tregur voga, mína hreina ad lepja lind? ljótu meini veldur synd.“
48, Númi stansar næsta; hans er gáta, ad runni smáum rádi þar, regin-háu dísirnar.
49. Vísir segir: vita ei eg mátti, ad vatnid eigir, Gydjan gód! gét eg slegid því á lód.
50. Aptur svarast: eg þér, hari, leyfi, á vatni drýgja vøkvun þér; en vit ad Díar búa hér.
51. Egeríu á eg fría heiti, enn minnid nauma máské brást,mig í draum þú fordum sást.
52. Lýtur nidur ljúft og bidur sjóli: síst er lidin minni mín’, myndin, idu dísin, þín.
53. Leyf eg fái líkhams sjá med augum, ímynd háa ennú þín, ædsta láar Gydjan mín!
54. Géf mér rád med rausn og dád ad stýra, lindar día ljóminn, hér, landi því, þú skeinktir mér.
55. Gydjan segir: sjá mig eigi máttu; en þegar vandi á efnum er, adspyrjandi komdu hér.
56. Eg skal vara veldi hara meinum, ætíd svara ædstum beim; og nú far þú burtu heim.
57. Heim géck Baldur hædstu valda stóla; þókti betur þessi før; þar af gétur ædri kjør.
58. A øllum qveldum ødlíng heldur vana, þeim, til kéldu ad þoka sér; þadan veldis rádin ber.
59. Ad þeim rádum átta skrádi bækur, bædi um løg, og lærdóm þann, í løndum mjøg er tídkast vann.
60. Svo framlída sældar tidir frídar; hilmir, stríd sem hata kann, heima bída spakur vann.
61. Því í lyndi leikur yndi og fridur; lofdúng setur landvarner, Leó gétur stjórnad her.
62. Strídsmenn flesta stýrir mestur þjóda, lætur plægja lønd og sá, lucku hagir vara þá.
63. Skal hann fá í fridi þá ad búa, hédan í frá? eg held þad vart; háttum sjáum brugdid snart.