Snjáfjallavísur hinar síðari

Snjáfjallavísur hinar síðari
í móti þeim síðara gangára á Snæfjöllum 1612

Eftir Jón lærða Guðmundsson. Jón Þorkelsson bjó til útgáfu

[1]

Far niður, fýla,
fjandans limur og grýla;
skal þig jörð skýla,
en skeytin aursíla;
þú skalt eymdir ýla
og ofan eptir stíla,
vesall, snauður víla;
þig villi óheilla brýla.

[2]

Bind eg þig til basta,
bróðir steinkasta,
lygifaðir lasta,
laminn í eymd hasta;
ligg þú í fjötri fasta
um fjögur þúsund rasta;
þar skal bistur brasta
í bölmóð heitasta.

[3]

Sný eg að þér bandi,
snauður djöfuls andi,
biturlegum brandi
þig bannfærandi;
gleipnir grandi
gegnmyrjandi;
þau atkvæðin standi
óbifandi.

II. Tröllaslagur

breyta

[4]

Búkur strjúki burt vakur,
bolur óþolur, í holur,
marður, barður, meinsærður
meltist, smeltist, fráveltist;
dökkur sökkvi djöfuls skrokkur
í dimmu stimmu þá rimmu;
okaður, slokið illskuhrak
hjá öndum, þeim fjöndum,
í böndum;
nísti hann svo niður
nálægur kliður,
skemmdur, hrifinn,
skrykktur, hnykktur
skammar limur og liður
fyrir orðanna hniður
og ummælanna sniður.

III. Strengur

breyta

[5]

Skarpt skal skot smíða
þér, skemmdin ófríða,
nísta þig og níða
fyrir nauðmagnan stríða;
skaltu nú héðan skríða,
en skeinan ber svíða
skakinn með háð hríða
í heljar gný víða.

[6]

Eg býð þér víst víkja,
þú vesall djöfull díkja,
mun eg til málið mýkja,
þér meinhagyrðin ýkja;
þú þarft ei snauður sníkja,
snápurinn rauna ríkja,
óvins eptirlíkja,
eitruð skammar skríkja.

[7]

Fúli fjandans bolur
fari í vítis holur;
angrist æ óþolur
hinn aumi heljar kolur;
þær flæmist argar fýlur
um fjögur þúsund mílur,
skrattans skemmdar grýlur
skreiðist frá með ýlur.

IV. Stefið

breyta

[8]

Gegnum megna gauðragn
gangi fleinn, meinteinn óbeinn;
þig myrji, smyrji mækir blár,
mylji, hylji, frá skilji;
remma skammar rómgrimm
rjúki, strjúki, svo fjúki;
í grunnið renni greyið senn,
gleypist, sneypist og steypist;
skaltu skjótt hrynja,
skemmdar forynja,
ofan í vítis afgrunnið, hin armasta linja;
munu þá skauðin skynja,
hve skeytin á dynja.

[9]

Djöfull þér bistur eg banna
bæinn og hús manna,
gegnrak grundanna
og grýting steinanna,
allra hlutanna,
elementanna,
skotbrögð skaðanna
og skelfinganna.

[10]

Bresti nú í sundur
bölvuð djöfuls undur,
sökkvist heljar hundur;
hinn háðuglegasti kundur;
brenni títt sem tundur
tramanns lymsku lundur;
kröptugur mærðar mundur;
þig mæði, þrjózku þundur.

[11]

Meinsærður meiðist,
móður héðan skreiðist,
bölvanlegur bleyðist,
á brögðunum leiðist,
ragur fjandi reiðist,
raun þig á breiðist,
gatan í djúpið greiðist
og grunnið svart seiðist.

VI. Stefið

breyta

[12]

Særður, færður, svikharður
sendiár óklár í útkrár
magnaður gegnum moldgögn;
mynd slæm, viðkvæm og
voðanæm,
býinn flýi bölgrey,
banna eg nefnilega neinn veg,
brögð lögð og bylslægð,
braukið, slaukið sé lokið;
fjandalegust fýla,
fljúgi á þig píla;
þú skalt fyrir þinn harka hrekk í
helvíti hvíla;
biturleg orða bíla
þig brytji, grimmdar grýla.

VII. Málaversin

breyta

[13]

Nú kemur níð,
nauða hörð hríð,
yfir djöflum diktað smíð
þá deyfi um æfitíð,
skemmdar andana hylji
hin harðasta helnótin flugvíð.

[14]

Skemmdur skammar limur,
skrattanna þrunginn þrymur,
verði á vondum svimur,
víktu frá harka hrymur;
stríðdjöfull bölvaður,
steinkasta bróðir,
steypist ofan í vellanda vimur.

[15]

Stritharður strangormur einn
þig stingi flugnæmur fleinn;
far niður fjandi óhreinn,
fúaskrípið, níðlegur teinn,
bölskræfan beljandi,
bundin í helvíti,
mjög meinfastur,
niðurbarinn, bystur
og sem bjargfastur steinn.

[16]

Heim stefni eg fjanda,
þeim helvízka anda,
gegnum láð landa
í löginn vellanda;
þeim skal viðju vanda
og versta brugg blanda;
fastur í fjötri banda
skal flugormurinn standa.

[17]

Bandagormurinn gleiði,
þig guðs son burt sneiði,
lymskur árinn leiði,
þig límdan á breiði;
ryð eg þig burt með reiði,
ríf sundur og meiði;
belgdur sért með bleyði,
þig bæði særi og neyði.

[18]

Helvízkur hrökkvi,
héðan á burt stökkvi
raunadjöfull dökkvi,
svo dvíni ráðklökkvi;
satans limurinn sökkvi,
svikanna níðs nökkvi,
fjandur burt flökkvi,
en falsið útslökkvi.

IX Stefið

breyta

[19]

Skeyti heitu eg skotið læt
skrattans þegn í gegn með megn;
brenni, renni bölið inn
í breytinn, skreytinn, áleitinn;
ryttan gretta rými skjótt,
ragur fjandi, meins andi grýtandi;
um aldir haldist æ belldur
í eisu kreisu fyrir reisu
níðingurinn nauða,
nam við kauða,
skriðinn í vítis skringi steit,
sá skemmd er allra skauða,
djöfull í báli dauða
fyrir dreyrann Kristí rauða.

X Málaversin

breyta

[20]

Límdur, klemmdur, knúður,
köfunar andi óprúður,
hlaðist á heitur hrúður,
hart sé skakinn og dúður,
haldist það um aldir,
í þeim heljar herfjötrum
hann verði laminn og lúður.

[21]

Bannsyng eg bölvan þá
í burt úr hverri krá,
djöflar þeir drífi frá,
sem drjúg brögðin látast slá;
harðir skotfleinar hæfi þá,
ef hingað vilja nokkurn tíma gá.

[22]

Springi nú fyrir þrenningina þeir
og þrýstist niður úr leir,
þrádjöflar þessir tveir,
þar á ei auki meir,
þaðan af enginn í þeirra stað komi;
þjóðin aldrei af þeim sjái
örmul, mynd eða óhreinan seyr.

XI Síðasta viðja

breyta

[23]

Flugsærður fjandi
fari skríðandi,
vesall, veinandi
úr voru láðs landi;
vefjist að honum vandi
í viðju og járnbandi
af báli brennandi
með bölum vaxandi.

[24]

Slótta árinn slyngi
slitni af láðs hringi,
eg bind þig svo í bingi,
þú bærir á öngvu þingi,
þig stikkfleinar stingi
fyrir stórbrögð öll og kynngi,
hátt eg yfir þér hringi
og hvellum málm klingi.

[25]

Nú sé fjötri festur
falsarinn sá verstur,
djöfull meinmestur,
fyrir mærð og orðlestur,
klemmdur niður og klesstur,
kyrr í stað setztur;
friðurinn bætist beztur,
en burtu ógestur.

[26]

Fjötra tötrum færi og nót
fúnum, lúnum, tilbúnum,
djöfla vafli, draugfífi,
frá dróttu með sóttu í óttu,
opið gloprist í djúp,
um æfi þá hæfi og kæfi
skeytin heit fyrir skaða rót,
þeim skelli, þá felli og velli,
þeim haldi gin gríðar
og gangviðjur stríðar,
enn séu bundnir árar þeir
til æfinlegrar tíðar
fyrir manna bænir blíðar
og bragar mynd þess, sem smíðar.

XIII Versin

breyta

[27]

Nú ef nokkur ár
eða níðlegur andi óklár
byrjar brögð eða rjár
um byggðarmanna krár,
bý eg þeim til brýnda fleina
fyrir blóðið Jesú hreina,
verði það slíkum slóttugum orðum
svo sem ein eiturpíla og
ógræðandi sár.

[28]

Gangdjöflar burt búist
frá byggð Snjáfjalla snúist,
hart að helormur þrúgist,
heit staðfastleg trúist,
við heilagt blóð Jesú legg eg,
að það ráð og ríki óhreinna anda
eyðist, rý[r]ist og rúist.

[29]

Þau bannskeytin brotni í smátt,
sem brögðóttir smíða þrátt
djöflarnir dag sem nátt,
þeir dreifist í hverri átt
fyrir blóðuga Jesú sæla síðu,
séu þeir allir alsærðir, yfirstignir;
vor æðstur Emanúel
eyðileggur allan þeirra mátt.
Amen.