Spjall:Snorra Edda
Latest comment: fyrir 10 árum by Bragi H in topic Á að miða við útgáfuár bókar eða dánardag þess sem ritar textann (Guðni bjó þetta til prentunar en er ekki höfundurinn)
Fékk þennan texta frá Jóni Júlíusi á heimskringla.no og hélt formatinu að mestu í von um að þetta gæti komið vel út sem bók. En ég sé að ég ætti sennilega ekki að hafa höfundin sem flokk, spurning hvar ég set þá tengilin á Snorra án þess að missa útlitið? Bragi H (spjall) 8. janúar 2014 kl. 16:39 (UTC)
- Það er í fínu lagi að hafa flokk fyrir Snorra Sturluson og hafa Snorra-Eddu þar undir.--Snaevar (spjall) 9. janúar 2014 kl. 18:40 (UTC)
Á að miða við útgáfuár bókar eða dánardag þess sem ritar textann (Guðni bjó þetta til prentunar en er ekki höfundurinn)
breytaÍ gegni sé ég að Snorra Edda eins og hún er hér í útgáfu Guðna virðist hafa verið gefin út 1954. Er það ekki nógu gamalt til að mega nota hanns útgáfu eða á að miða við dánardag Guðna? Þarna þrýtur mig þekkingu á höfundarréttarlögunum. Bragi H (spjall) 8. janúar 2014 kl. 16:57 (UTC)
- Það eru tvö atriði sem skipta hérna máli. Í fyrsta lagi, lengd höfundaréttarins, sem þú ert búinn að spurja um og í öðru lagi, sú staðreynd að meirihluti verksins (allt nema formálinn) er byggt á öðru (eldra) verki, sem gerir þetta að afleiddu verki.
- Höfundarétturinn miðast við dánardag Guðna. Hvenær verkið fellur úr höfundarétti er reiknað þannig að taka enda ársins sem hann lést og bæta 70 árum við.
- Til þess að afleidda verkið hans Guðna njóti höfundaréttar þarf að vera umbreyting á verkinu.
- Þegar þessir tveir punktar eru teknir saman og lengd höfundaréttarsins reiknaður þá sést að höfundaréttur Guðna rennur út 2045, en vegna þess að það sé afleitt verk sé spurning hvort hann hafi höfundarétt af því eða ekki. Persónulega myndi ég segja að hann ætti rétt að formálanum en ekki afgang bókarinnar.--Snaevar (spjall) 9. janúar 2014 kl. 18:40 (UTC)
- Þá læt ég þetta standa, enda er formálin ekki inni, þótt hann sé nefndur er þar engin tengill né síða á bakvið svo það má þessvegna taka það út. Bragi H (spjall) 10. janúar 2014 kl. 10:00 (UTC)