eftir Benedikt Gröndal

Til hvers gerði þó guð minn glóandi ástanna loga,
    ef að ég mig ekki má mýkja og gleðja við hann?
Til hvers fyllti hann alheiminn svo með unað og yndi,
    ef ég sem Tantalus æ ódrukkinn ráfa þar hjá?
Til hvers er gleðin og gullfagurt vín í glampandi skálum?
    Minnstu, að maður þú ert, manninn samt gerðu ekki svín.
Rit I, 1981