Tófukvæði er norrænn vikivaki eða sagnadans. Lagið er að finna á hljómdisknum Raddir sungið af Brynjúlfi Sigurðssyni frá Starmýri í Álftafirði (Suður-Múlasýslu).


1. Tófa situr inni
leggjum land undir fót
ól hún barn við Birni
á Danamót
og dans vill hún heyra.


2. Ól hún eitt og ól hún tvö
leggjum land undir fót
bæði kenndi hún Birni þau
á Danamót
og dans vill hún heyra.


3. Hún þorir ekki að fæða
leggjum land undir fót
fyrir reiði bræðra
á Danamót
og dans vill hún heyra.


4. Hún þorir ekki að fæða
leggjum land undir fót
fyrir reiði feðra
á Danamót
og dans vill hún heyra.


5. Vefur hún barn í pelli
leggjum land undir fót
gróf hún í græna velli
á Danamót
og dans vill hún heyra.


6. Tekur hún barn og vefur í dúk
leggjum land undir fót
og kastar því á strætið út
á Danamót
og dans vill hún heyra.


7. Þar flaug að einn arkarhrafn
leggjum land undir fót
hann tók það hið bjarta barn
á Danamót
og dans vill hún heyra.


8. Hrafninn tekur að fljúga
leggjum land undir fót
langa leið og drjúga
á Danamót
og dans vill hún heyra.


9. Hrafninn flaug svo víða
leggjum land undir fót
sá hann skipið skríða
á Danamót
og dans vill hún heyra.


10. Hrafninn sest á siglutopp
leggjum land undir fót
hann er vanur að koma þar oft
á Danamót
og dans vill hún heyra.


11. Hrafninn sest á siglutré
leggjum land undir fót
en barnið féll í greifans kné
á Danamót
og dans vill hún heyra.


12. Tekur hann barn og horfir á
leggjum land undir fót
lítil fylgja þér móðurráð
á Danamót
og dans vill hún heyra.


13. Það sé ég á þínum linda
leggjum land undir fót
að þín kann móðirin reyfi að binda
á Danamót
og dans vill hún heyra.


14. Það sé ég á þínum lófa
leggjum land undir fót
að þín er móðirin Tófa
á Danamót
og dans vill hún heyra.


15. Það sé ég á þínum augum
leggjum land undir fót
að þinn er faðirinn greifi
á Danamót
og dans vill hún heyra.


16. Tekur hann sveininn undir sín skinn
leggjum land undir fót
svo gengur hann í skemmuna inn
á Danamót
og dans vill hún heyra.


17. Heyrðu það Tófa, dóttir mín
leggjum land undir fót
hví ber sveinninn augun þín?
á Danamót
og dans vill hún heyra.


18. Undrastu ekki, faðirinn ríkur
leggjum land undir fót
þótt hver sé öðrum maðurinn líkur
á Danamót
og dans vill hún heyra.


19. Hann sló henni pústur á kinn
leggjum land undir fót
blóðið féll um safalaskinn
á Danamót
og dans vill hún heyra.


20. Hann sló hana í annað sinn
leggjum land undir fót
tárin féllu um safalaskinn
á Danamót
og dans vill hún heyra.


21. Ásbjörn siglir heim í lönd
leggjum land undir fót
og festi sína Tófu í hönd
á Danamót
og dans vill hún heyra.


22. Vendi ég mínu kvæði í kross
leggjum land undir fót
heilög María sé með oss
á Danamót
og dans vill hún heyra.