Vísur (Páll Vídalín)
- 1.
- Enn nærist elskan sanna.
- Enn kærleiksfuninn brennur.
- Enn blossar ástar tinna.
- Enn kviknar glóð af henni.
- Enn giftist ungur svanni.
- Enn saman hugir renna.
- Enn gefast meyjar mönnum.
- Menn hallast enn til kvenna.
- 2.
- Kúgaðu fé af kotungi,
- svo kveini undan þér almúgi.
- Þú hefnir þess í héraði,
- sem hallaðist á alþingi.
- 3.
- Forlög koma ofan að,
- örlög kringum sveima.
- Álög koma úr ýmsum stað,
- en ólög fæðast heima.