Vallarakvæði (Systrakvæði eða Þorkelsdætrakvæði) er norrænn sagnadans eða vikivaki sem lifað hefur á vörum Íslendinga frá siðaskiptum.


1. Þorkell átti dætur þrjár
leikara dýr í skógi
langt á morgna sváfu þær,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


Eða: 1. Þorkell átti dætur þrjár
lét mér blítt veröldin
langt á morgna sváfu þær,
nú fölnar fögur fold,
langt er síðan mitt var yndið lagt niðrí,
langt er síðan mitt var yndið lagt niðrí mold.


2. Sváfu þær svo lengi
leikara dýr í skógi
að sólin skein á mengi,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


3. Svá þær svo langa stund
leikara dýr í skógi
að sólin skein á heiðar mund,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


4. Gengu þær sig til brunna,
leikara dýr í skógi
þvoðu hendur og munna,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


5. Gengu þær sig til kirkju,
leikara dýr í skógi
öxluðu yfir sig skikkju,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


6. Gengu þær á björgin fram
leikara dýr í skógi
hittu þær fyrir sér háan mann,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


7. Hittu þær mann á fjöllum,
leikara dýr í skógi
sá var líkur tröllum,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


8. Þegar þær komu á miðja leið
leikara dýr í skógi
hittu þær fyrir sig vallara einn,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


9. Vallarinn ríður hvítum hesti
leikara dýr í skógi
honum var þá hugurinn mesti,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


10. „Heilar og sælar séuð þið!
leikara dýr í skógi
Hvaða kirkju þjónið þið?
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


11. Hvort eruð þið frá jörlum,
leikara dýr í skógi
eða frá stafkörlum?"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


12. „Hvorki erum við frá jörlum,
leikara dýr í skógi
né stafkörlum,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


13. „Hvort eruð þið frá álfum,
leikara dýr í skógi
eða kóngi sjálfum?"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


14. „Hvorki erum við frá álfum
leikara dýr í skógi
né kóngi sjálfum,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


15. Þorkels dætur erum við,
leikara dýr í skógi
Maríukirkju þjónum við,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


16. „Hvort viljið þið heldur láta ykkar líf,
leikara dýr í skógi
eða vera mín eigin víf"?
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


17. Svaraði sú hin yngri,
leikara dýr í skógi
„hvor mun þrautin þyngri?"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


18. Svaraði sú hin eldri,
leikara dýr í skógi
„dauðann kýs ég heldur,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


19. Heldur viljum við láta okkar víf
leikara dýr í skógi
en að vera þín eigin víf,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


20. Tók hann upp sinn tygilkníf,
leikara dýr í skógi
systra beggja sveik hann líf,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


21. Reif hann af þeim silkiserk,
leikara dýr í skógi
háðug voru hans handaverk,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


22. Hann skar af þeim höfuð og fætur
leikara dýr í skógi
og gróf þær undir viðar rætur,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


23. Sté hann á sinn gráa hest,
leikara dýr í skógi
allra manna reið hann mest,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


24. Hann kom þar að kveldi
leikara dýr í skógi
sem Þorkell réð fyrir veldi,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


25. Reið hann heim á Þorkels garð,
leikara dýr í skógi
Ása ein þar fyrir var,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


26. Klappar á dyr með lófa sín,
leikara dýr í skógi
„ljúktu upp, litla Ása mín,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


27. „Ég læt hér engan inn um sinn,
leikara dýr í skógi
við engan hef ég stefnt hér inn,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


28. Ég læt hér engan inn um nátt,
leikara dýr í skógi
því engar hef ég stefnur átt,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


29. Ég læt hér engar lokur í frá
leikara dýr í skógi
því engin þernan stár mér hjá,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


30. En nettar hafði hann fingur og smá,
leikara dýr í skógi
með listum plokkar hann lokur frá,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


31. Ása kastar kodda blá;
leikara dýr í skógi
„Stóri maður, sittu þar á!"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


32. „Ása litla, sof hjá mér,
leikara dýr í skógi
silkiserkinn gef ég þér,"
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


33. „Leys upp sekk og lát mig sjá!"
leikara dýr í skógi
systraklæðin þekkti hún þá,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


34. Bíddu mín í litla stund,
leikara dýr í skógi
meðan ég geng í grænan lund,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


35. Sté hún í það háa loft,
leikara dýr í skógi
hennar faðir svaf þar oft,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


36. „Stattu upp, Þorkell, faðir minn,
leikara dýr í skógi
kominn er dætrabani þinn!"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


37. Þorkell hrindir borðum fram,
leikara dýr í skógi
svo brúni mjöður um gólfið rann,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


38. Þorkell kastar hörpu á gólf,
leikara dýr í skógi
stukku úr henni strengir tólf,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


39. Þorkell kastar í annað sinn,
leikara dýr í skógi
stukku úr henni strengir fimm,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


40. „Velkominn Gunnar, mágur minn,
leikara dýr í skógi
nú er í boði mjöður og vín!"
Frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


41. Börðust þeir í dagana þrjá
leikara dýr í skógi
Þorkell vann þeim þrælnum á,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


42. Reif hann í hans gula lokk,
leikara dýr í skógi
og hjó hann niður við hallarstokk,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


43. Fjórða daginn fyrir sól,
leikara dýr í skógi
skálkurinn hékk í harðri ól,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


44. Þorkell leit í austurheim,
leikara dýr í skógi
logaði ljós yfir systrum tveim,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


45. Þegar þær komu í kirkju inn,
leikara dýr í skógi
hringdust yfir þeim klukkur fimm,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


46. Þegar þær komu á kirkjugólf,
leikara dýr í skógi
hringust yfir þeim klukkur tólf,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.


47. Vendi ég mínu kvæði í kross,
leikara dýr í skógi
heilög María sé með oss,
frúinnar sómi, vel frúinnar sómi.