Wikiheimild:Uppsetning texta

Enn sem komið er miðast þessi texti einkum við ljóð.

Það er heppilegt að nota þau tól sem hugbúnaðurinn hérna býður upp á til að setja upp texta. Hér á ég einkum við táknið tvípunkt (:) en þegar það er notað í upphafi línu verður útkoman inndregin lína. Ég mæli með að þegar ljóð eru sett inn þá sé tvípunktur hafður í upphafi allra lína. Þannig verða ljóðlínur, sem oftast eru frekar stuttar, ekki alveg klesstar upp við vinstri kant textasvæðisins. Annar kostur er sá að sé tvípunktur notaður koma skil á milli lína sjálfkrafa, en annars þarf að nota <br> til að fá þau.

Rétt er að benda á, að stundum getur verið gott að greina vísur að með tveimur auðum línum fremur en einni. Eins og línubil eru sett upp, geta kvæði átt það til að renna út í eitt, ef erindi eru aðeins greind með einni línu.

Einn dálkur breyta

Dæmi (úr 1. Pontus rímu):

19. Galisía gjörði einn
göfugur kóngur stýra;
Tíbúrtíus, herra hreinn,
hét hans nafnið dýra.

Einn galli við tvípunktinn er sá að þegar breytt er um stærð inndráttar (t.d. úr : í ::) þá er það túlkað sem svo að verið sé að skipta á milli málsgreina og auka bil sett inn. Þetta er ekki alltaf heppilegt t.d. (úr Þerriblaðavísum)

&#132;Ég á blaðið&#147;. &#132;Sei, sei, sei&#147;.
&#132;Svei mér þá".
&#132;Víst á ég það&#147;. &#132;Nei, nei, nei&#147;.
&#132;Nei&#147;. &#132;Jú&#147;. &#132;Á&#147;.
Þannig rifust þegnar tveir
um þerriblað,
brýnt því þurftu báðir þeir
að brúka það.

Eina leiðin til að snúa sig út úr þessu er að nota &nbsp; eins og hér:

&#132;Ég á blaðið&#147;. &#132;Sei, sei, sei&#147;.
      &#132;Svei mér þá".
&#132;Víst á ég það&#147;. &#132;Nei, nei, nei&#147;.
      &#132;Nei&#147;. &#132;Jú&#147;. &#132;Á&#147;.
Þannig rifust þegnar tveir
      um þerriblað,
brýnt því þurftu báðir þeir
      að brúka það.

Þegar inndráttur breytist við eðlileg skil í ljóðinu þá er ekkert til fyrirstöðu að nota mismarga tvípunkta, dæmi úr Skarphéðni í brennunni:

Skall yfir eldhafið, ólgandi, logandi,
eldvargar runnu fram, hvæsandi, sogandi.
Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu.
Gaflaðið eitt stóð sem klettur úr hafinu.
Nár var þá Njáll,
nár var Bergþóra.
Burtu var Kári,
brunninn Grímur,
höggvinn Helgi.
Héðinn stóð einn
tepptur við gaflað
og glotti við tönn.
Gulrauðar glóðir
glampa og braka.
Blóðroðin birta
blaktir um garpinn.
Skín hún á andlitið skarpfölt og tannirnar,
skiptandi blæ, meðan logagráðs hrannirnar
flétta úr eldtungum umgjörðir titrandi
utan um hetjuna, bjartar og glitrandi.

Töflur breyta

Tvípunktinn má líka nota, ef menn vilja nota töflur til að hafa tvo eða fleiri texta hlið við hlið. Þá verður hins vegar að gæta þess, að láta textann hefjast í nýrri línu á eftir tákninu | (pípa, ekki lítið L né stórt i), sem markar upphaf reits í töflunni. Þessi dæmi sýna muninn (fyrsta erindi Þerriblaðsvísna með ráðningu):

:Þerriblaðsvísur :Ráðningar
:I :I
:Vísan er ort undir nýhenduhætti Sigurðar Breiðfjörðs og með hliðsjón af vísunni:
:Blaðið góða, heyr mín hljóð,
hygg á fregnir kvæða mínar,
minna ljóða blessað blóð
blætt hefur gegnum æðar þínar.
:Dagsins runnu djásnin góð
dýr um hallir vinda,
morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjallatinda.

Hér hefst töflureitur á |:.

Hér á eftir höfum við nýja línu á eftir pípunni:

Þerriblaðsvísur
Ráðningar
I
I
Vísan er ort undir nýhenduhætti Sigurðar Breiðfjörðs og með hliðsjón af vísunni:
Blaðið góða, heyr mín hljóð,
hygg á fregnir kvæða mínar,
minna ljóða blessað blóð
blætt hefur gegnum æðar þínar.
Dagsins runnu djásnin góð
dýr um hallir vinda,
morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjallatinda.