Áskorun til alþingis um sjónvarpsmál

Áskorun til alþingis um sjónvarpsmál
Þessi áskorun, undirrituð af sextíu þekktum Íslendingum, var send til forseta alþingis 13. mars 1964 og birt í íslenskum dagblöðum skömmu síðar.
Áskorun til alþingis um sjónvarpsmál

Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt varhugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti.

Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á háttvirt alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina.

Alexander Jóhannesson,
fyrrv. háskólarektor,
Auðólfur Gunnarsson,
stud. med., form. stúdentaráðs Háskóla Íslands,
Benedikt Tómasson,
skólayfirlæknir,
Séra Bjarni Jónsson,
vígslubiskup,
Broddi Jóhannesson,
skólastjóri Kennaraskóla Íslands,
Brynjólfur Jóhannesson,
leikari,
Einar Ól. Sveinsson,
prófessor, forstöðumaður Handritastofnunar Íslands,
Séra Eiríkur J. Eiríksson,
þjóðgarðsvörður, sambandsstjóri Ungmennafélags Íslands,
Finnur Sigmundsson,
landsbókavörður,
Guðlaugur Rósinkranz,
þjóðleikhússtjóri,
Guðmundur Daníelsson,
rithöfundur,
Guðmundur G. Hagalín,
rithöfundur, bókafulltrúi ríkisins,
Guðrún P. Helgadóttir,
skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík,
Gunnar Einarsson,
prentsmiðjustjóri, formaður Bóksalafélags Íslands
Gunnar Guðbjartsson,
bóndi á Hjarðarfelli, form. Stéttarsambands bænda,
Gunnar Gunnarsson,
rithöfundur,
Hákon Guðmundsson,
hæstaréttarritari,
Halldór Laxness,
rithöfundur,
Hannes Pétursson,
skáld,
Haraldur Björnsson,
leikari,
Helga Magnúsdóttir,
húsfreyja á Blikastöðum, form. Kvenfélagasambands Íslands,
Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri,
Hreinn Benediktsson,
prófessor,
Indriði G. Þorsteinsson,
rithöfundur,
Jóhann Hannesson,
prófessor,
Jón Gíslason,
skólastjóri Verzlunarskóla Íslands,
Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri, form. Sjómannasambands Íslands,
Jón Þórarinsson,
tónskáld, form. Bandalags íslenzkra listamanna,
Klemens Tryggvason,
hagstofustjóri,
Kristinn Ármannsson,
rektor,
Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörður,
Kristján Karlsson,
rithöfundur,
Lára Sigurbjörnsdóttir,
frú, form. Kvenréttindafélags Íslands,
Leifur Ásgeirsson,
prófessor,
Magnús Ástmarsson,
forstjóri Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg,
Magnús Magnússon,
prófessor,
Ólafur Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, stórtemplar,
Óskar Þórðarson,
yfirlæknir, form. Læknafélags Íslands,
Páll Ísólfsson,
tónskáld,
Páll V. G. Kolka,
fyrrv. héraðslæknir,
Ragnar Jónsson,
forstjóri Helgafells,
Herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup,
Sigurður Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, form. Sambands ungra jafnaðarmanna,
Sigurður Líndal,
dómarafulltrúi,
Sigurður A. Magnússon,
rithöfundur,
Sigurður Nordal,
prófessor, fyrrv. ambassador,
Sigurjón Björnsson,
sálfræðingur, forstöðumaður Gerðverndardeildar barna,
Símon Jóh. Ágústsson,
prófessor,
Stefán Júlíusson,
rithöfundur, forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins,
Stefán Pétursson,
þjóðskjalavörður,
Steingrímur Hermannsson,
framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, form. Félags ungra framsóknarmanna,
Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor,
Styrmir Gunnarsson,
stud. jur., form. Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna,
Sveinn Einarsson,
leikhússtjóri,
Sverrir Hermannsson,
viðskiptafræðingur, form. Landssambands íslenzkra verzlunarmanna,
Tómas Guðmundsson,
skáld,
Trausti Einarsson,
prófessor,
Vigdís Jónsdóttir,
skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands,
Þórhallur Vilmundarson,
prófessor,
Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi á Vatnsleysu, form. Búnaðarfélags Íslands