Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Útburður á Flókadal

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Útburður á Flókadal

Þessa vísu er og sagt að útburður hafi kveðið, en ekki vita menn hver drög til hennar liggja:

„Er ég skjótur eins og valur,
undirförull sem kjói;
föðurland mitt er Flókadalur,
fæddur er ég á Mói.“[1]
  1. Flókadalur er til bæði í Skagafjarðarsýslu og Borgarfjarðarsýslu og ef til vill víðar á Íslandi, en Mór heitir bær nokkur í Fljótum.