Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Draugum eykst megin
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draugum eykst megin
Draugum eykst megin
Þegar draugar eru sendir einhverjum sem fylgja honum síðan og ætt hans, verður að varast að láta þá bergja á blóði þess sem þeir eru sendir til, eða ættmanna hans, því ef þeir ná að bergja á því eykst þeim draugsmegin svo mikið að þeir verða helmingi ólmari eftir og óviðráðanlegri. Sigurður málari segir að þetta hafi verið varazt með Keflavíkur-Móra í Skagafirði og af því hann náði einu sinni í blóð Keflavíkur-ættarinnar svo skyggn maður sá, þegar einum þeirra var tekið blóð, hamaðist hann að þeim á eftir.