Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Draugur hryggbrotnar
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Draugur hryggbrotnar
Draugur hryggbrotnar
Einu sinni var maður á ferð á ísum að kvöldtíma. En þegar hann kom að hrönn nokkurri mætti honum strákur í úlpu yfir sér. Var þetta draugur sem var sendur öðrum, en mætti hinum þar af tilviljun. Maðurinn réðst undir drauginn. Rann hann til á ísnum því hann átti sér einkis von og rakst á jakabrún með hrygginn. Varð þá brestur hár og féll maðurinn áfram er draugurinn skrapp úr fangi honum, en mannsbein féll niður á ísinn.