Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Hamaskipti (inngangur)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Hamaskipti
Hamaskipti
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Betur hefur sú trú við haldizt frá fornöldunum að menn ímynda sér að sálin geti yfirgefið líkamann um stund, verið fyrir utan hann, en vitjað hans svo aftur; af þessu eru leidd mörg orð: vér köllum að maður sé hamslaus og hamstola af ákafa eður æðifenginni reiði; hamhleypa er kallaður ákafur maður og skjótvirkur; hamur er vestanlands kölluð kona sem er geðvargur, óhemja, og annað því um líkt. Alkunn eru og orðin að hamast, skipta hömum og enn fleiri. En af því þetta er skyldast hamförunum fornu þykir bezt við eiga að setja hér þá einu sögu sem mér er kunnug að til sé þessa efnis.