Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Kalt er á kórbak
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Kalt er á kórbak“
„Kalt er á kórbak“
Jón hefur einu sinni maður heitið sem kallaður var flak. Orðsök til viðurnafns hans var að hann hafði stolið riklingsflaki úr hjalli. En eftir dauða hans og greftrun heyrðist kveðið á baðstofuglugga á bæ einum þá myrkt var orðið, stef þetta með dimmri röddu:
- Kalt er á kórbak;
- kúrir þar Jón flak.
- Ýtar snúa í austur og vestur
- allir nema Jón flak,
- allir nema Jón flak.