Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Lilja
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Lilja
Lilja
Sagt er að Lilja hafi kraft til að stökkva óhreinum öndum burtu og er það til marks að gömul kerling var einhvern tíma á bæ sem kunni Lilju og kvað hana í hverju rökkri. En fólkið gjörði gabb að þessu og lærði ekkert af kvæðinu. Þegar kerling var dáin gjörðist mjög reimt á bænum; var þá stundum sagt með dimmum róm: „Kveðið þið nú Lilju.“ En það gat enginn og lagðist bærinn svo í eyði.