Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Vögum, vögum, vögum vær

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Vögum, vögum, vögum vær“

Á einum kirkjustað bar það til að andar tveir sáust sitja á kirkjugarðinum við sálarhliðið; héldust þeir í hendur og reru svo kveðandi:

Vögum, vögum, vögum vær
með vora byrði þunga,
af er nú sem áður var
í tíð Sturlunga
og í tíð Sturlunga.