Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Veggjaútburðurinn

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Veggjaútburðurinn

Maður var á reið á ásunum hjá Síðumúla í Hvítársíðu. Hann vissi ekki fyrri til en útburður kom að honum og segir:

„Veggja-Sleggja heiti ég;
á mig Geir og Gunna;
á bak mun ég fara
og bráðla ríða kunna.“

Hljóp hann þá upp á lendina á hestinum og sligaði hann.