Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Álagablettir (inngangur)

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Til eru enn fleiri ummæli en þau sem nú hefur verið á minnzt, t. d. á þúfum og hólum í túnum og utan túns, skógarhríslum og hrísrunnum sem vaxa einir sér, helzt ef það er í klettum eða nærri þeim, og á einstökum veiðitjörnum. Hefur það verið gömul trú að allt þess konar væri eign einhverrar vættar eða álfa sem legði reiði sína á bóndann þar sem eitthvað af þessu væri í landareign, og væri yrkt honum til hagsmuna einhverra, hvort heldur það var gjört í boði hans eða banni, og gyldi hann þess með einhverju móti ef það væri notað, en nyti þess ef hann léti það ónotað.[1]

  1. Nokkur dæmi upp á slíkt eru áður talin í Álfasögum.