Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ævilok Eggerts

Það er sagt að Eggert hafi séð nálægt hundrað afkomendur sína áður en hann dó (1819) og hefur að því skapi fjölgað allajafna síðan. En þótt Eggert væri í flestu mikill gæfumaður hlaut hann að þola þungan og undarlegan sjúkdóm hin síðustu árin. Byrjaði vanheilsa sú svo að hann fannst einn dag úti á velli mállaus og rænulaus, og fékk hann eigi fullt vit né mál síðan.

Eftir hann bjó lengi í Hergilsey Jón sonur hans; hann var og hamingjudrjúgur og mikilmenni.