Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Blóð og endurgoldin ást

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Blóð og endurgoldin ást

Hafi stúlka ást á karlmanni og sé hann tregur til að þýðast hana – drekki hún blóð úr sama manni, bregður svo við að hann verður ástfanginn í henni; sama gildir að sínu leyti um karlmenn, en stúlkur eru oftar hafðar fyrir því en þeir að nota þetta heillaráð.